Blikakonur með sextán mörk eftir hornspyrnur í deildinni í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2020 15:30 Sveindís Jane Jónsdóttir og félagar í Blikaliðinu eru stórhættulegar í föstum leikatriðum. Vísir/Elín Björg Breiðabliksliðið hefur örugglega verið hættulegasta fótboltalið landsins þegar kemur að nýta sér hornspyrnur og föst leikatriði. Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir býst við því að það gæti hjálpað liðinu mikið í úrslitaleiknum á móti Val á morgun. Breiðablik sækir Val heim á Hlíðarenda á morgun í óopinberum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi Max deild kvenna. Þetta eru tvö langefstu liðin og það er nokkuð ljóst að sigur í þessum leik færir sigurliðinu algjörlega lykilstöðu í baráttunni um Íslandsmeistarabikarinn. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 17.00 á Origo vellinum á Hlíðarenda og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Margrét Lára Viðarsdóttir segir að föst leikatriði gætu ráðið úrslitum í leiknum og þar standa Blikar Valsliðinu mun framar. „Það sem að mér finnst Blikaliðið hafa fram yfir Valsliðið er þessi gríðarlegi styrkur í föstum leikatriðum. Ég þekki þjálfara Breiðabliks ágætlega og sérstaklega aðstoðarþjálfarann, og hann leggur mikið upp úr föstum leikatriðum. Þetta er drillað alveg nokkrum sinnum í viku. Mér finnst þær gera þetta ofboðslega vel, og þetta er eitthvað sem að maður saknar oft hjá Valsliðinu,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Pepsi Max mörkunum. Margrét Lára vill sjá Valsliðið skora fleiri mörk úr föstum leikatriðum. „Það kannski breytist þegar Mist er komin. En þetta eru oft mörk sem að skila sér inn í svona stóra leiki, þegar varnarleikurinn er þéttur og lið gefa fá færi á sér. Ég held að þetta sé stundum munurinn á þessum liðum, hvað Blikar eru sterkir í föstum leikatriðum,“ sagði Margrét Lára. Tölfræðin sýnir þetta líka svart á hvítu. Breiðabliksliðið hefur alls skorað 21 mark úr föstu leikatriðum ef við teljum ekki með vítin. Það eru ellefu fleiri mörk en Valsliðið hefur skorað úr uppsettum atriðum. Af þessu 21 marki úr föstum leikatriðum hafa Blikakonur skorað sextán mörk eftir hornspyrnur, ellefu frá hægri og fimm frá vinstri. Valsliðið er með níu mörk eftir hornspyrnur. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Sveindís Jane og Agla María efstar í bæði mörkum og stoðsendingum Valskonur þurfa að hafa sérstaklegar góðar gætur á tveimur leikmönnum Breiðabliks leiknum í stórleiknum á morgun. 2. október 2020 12:30 Breytt lið og annar stórsigur ekki í spilunum „Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum,“ segir Mist Rúnarsdóttir um Breiðablik og Val sem mætast í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. 2. október 2020 11:30 Elín Metta ekki búin að skora í 555 mínútur á móti Blikum Mesti markaskorari Valsliðsins hefur ekki skorað á móti Blikum í meira en þrjú ár og á morgun er úrslitaleikur Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn. 2. október 2020 14:00 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjá meira
Breiðabliksliðið hefur örugglega verið hættulegasta fótboltalið landsins þegar kemur að nýta sér hornspyrnur og föst leikatriði. Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir býst við því að það gæti hjálpað liðinu mikið í úrslitaleiknum á móti Val á morgun. Breiðablik sækir Val heim á Hlíðarenda á morgun í óopinberum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi Max deild kvenna. Þetta eru tvö langefstu liðin og það er nokkuð ljóst að sigur í þessum leik færir sigurliðinu algjörlega lykilstöðu í baráttunni um Íslandsmeistarabikarinn. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 17.00 á Origo vellinum á Hlíðarenda og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Margrét Lára Viðarsdóttir segir að föst leikatriði gætu ráðið úrslitum í leiknum og þar standa Blikar Valsliðinu mun framar. „Það sem að mér finnst Blikaliðið hafa fram yfir Valsliðið er þessi gríðarlegi styrkur í föstum leikatriðum. Ég þekki þjálfara Breiðabliks ágætlega og sérstaklega aðstoðarþjálfarann, og hann leggur mikið upp úr föstum leikatriðum. Þetta er drillað alveg nokkrum sinnum í viku. Mér finnst þær gera þetta ofboðslega vel, og þetta er eitthvað sem að maður saknar oft hjá Valsliðinu,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Pepsi Max mörkunum. Margrét Lára vill sjá Valsliðið skora fleiri mörk úr föstum leikatriðum. „Það kannski breytist þegar Mist er komin. En þetta eru oft mörk sem að skila sér inn í svona stóra leiki, þegar varnarleikurinn er þéttur og lið gefa fá færi á sér. Ég held að þetta sé stundum munurinn á þessum liðum, hvað Blikar eru sterkir í föstum leikatriðum,“ sagði Margrét Lára. Tölfræðin sýnir þetta líka svart á hvítu. Breiðabliksliðið hefur alls skorað 21 mark úr föstu leikatriðum ef við teljum ekki með vítin. Það eru ellefu fleiri mörk en Valsliðið hefur skorað úr uppsettum atriðum. Af þessu 21 marki úr föstum leikatriðum hafa Blikakonur skorað sextán mörk eftir hornspyrnur, ellefu frá hægri og fimm frá vinstri. Valsliðið er með níu mörk eftir hornspyrnur.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Sveindís Jane og Agla María efstar í bæði mörkum og stoðsendingum Valskonur þurfa að hafa sérstaklegar góðar gætur á tveimur leikmönnum Breiðabliks leiknum í stórleiknum á morgun. 2. október 2020 12:30 Breytt lið og annar stórsigur ekki í spilunum „Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum,“ segir Mist Rúnarsdóttir um Breiðablik og Val sem mætast í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. 2. október 2020 11:30 Elín Metta ekki búin að skora í 555 mínútur á móti Blikum Mesti markaskorari Valsliðsins hefur ekki skorað á móti Blikum í meira en þrjú ár og á morgun er úrslitaleikur Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn. 2. október 2020 14:00 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjá meira
Sveindís Jane og Agla María efstar í bæði mörkum og stoðsendingum Valskonur þurfa að hafa sérstaklegar góðar gætur á tveimur leikmönnum Breiðabliks leiknum í stórleiknum á morgun. 2. október 2020 12:30
Breytt lið og annar stórsigur ekki í spilunum „Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum,“ segir Mist Rúnarsdóttir um Breiðablik og Val sem mætast í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. 2. október 2020 11:30
Elín Metta ekki búin að skora í 555 mínútur á móti Blikum Mesti markaskorari Valsliðsins hefur ekki skorað á móti Blikum í meira en þrjú ár og á morgun er úrslitaleikur Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn. 2. október 2020 14:00