Margir í partíum án þess að passa sig Samúel Karl Ólason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. október 2020 13:24 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að meðal þeirra sem hafi verið að greinast smitaðir að undanförnu sé mikið um vinahópa og fjölskyldur. Sömuleiðis hafi komið upp smit á líkamsræktarstöðvum. „Það er erfitt að ná til fólks og það er kannski erfitt að fá fólk til að fara eftir þessu og þá sérstaklega fólk í sínum vinakreðsum. Það er eins og fólk haldi að það geti haldið fimmtíu eða hundrað manna partí án þess að passa sig, bara af því að allir eru vinir,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Það geti tekið veiruna mjög stuttan tíma að dreifast á milli fólks við slíkar aðstæður. Þórólfur sagði mögulegt að koma þyrfti því betur til skila að fólk passi sig vel í vinahópum sínum og haldi ekki að sóttvarnarreglur og tilmæli gildi um aðra en ekki það sjálft. Þórólfur hefur lagt til að gripið verði til hertra sóttvarnaraðgerða í kjölfar þess að 61 greindist með veiruna í gær og þar af hafi einungis þriðjungur verið í sóttkví. Þær tillögur verða ræddar á ríkisstjórnarfundi klukkan tvö í dag. Þórólfur segir að horft verði í þá reynslu sem fékkst af hörðum aðgerðum í mars og hverju þær skiluðum. Verður stuðst við það. „Ég legg til fjöldatakmarkanir, meiri grímuskyldu og lokanir á ýmissi starfsemi,“ segir Þórólfur en tekur fram að lokanirnar verði ekki eins umfangsmiklar og í mars. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin rýnir í tillögur Þórólfs á fundi Ríkisstjórnin kemur saman til fundar í ráðherrabústaðnum klukkan tvö í dag. 3. október 2020 12:04 61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að meðal þeirra sem hafi verið að greinast smitaðir að undanförnu sé mikið um vinahópa og fjölskyldur. Sömuleiðis hafi komið upp smit á líkamsræktarstöðvum. „Það er erfitt að ná til fólks og það er kannski erfitt að fá fólk til að fara eftir þessu og þá sérstaklega fólk í sínum vinakreðsum. Það er eins og fólk haldi að það geti haldið fimmtíu eða hundrað manna partí án þess að passa sig, bara af því að allir eru vinir,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Það geti tekið veiruna mjög stuttan tíma að dreifast á milli fólks við slíkar aðstæður. Þórólfur sagði mögulegt að koma þyrfti því betur til skila að fólk passi sig vel í vinahópum sínum og haldi ekki að sóttvarnarreglur og tilmæli gildi um aðra en ekki það sjálft. Þórólfur hefur lagt til að gripið verði til hertra sóttvarnaraðgerða í kjölfar þess að 61 greindist með veiruna í gær og þar af hafi einungis þriðjungur verið í sóttkví. Þær tillögur verða ræddar á ríkisstjórnarfundi klukkan tvö í dag. Þórólfur segir að horft verði í þá reynslu sem fékkst af hörðum aðgerðum í mars og hverju þær skiluðum. Verður stuðst við það. „Ég legg til fjöldatakmarkanir, meiri grímuskyldu og lokanir á ýmissi starfsemi,“ segir Þórólfur en tekur fram að lokanirnar verði ekki eins umfangsmiklar og í mars.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin rýnir í tillögur Þórólfs á fundi Ríkisstjórnin kemur saman til fundar í ráðherrabústaðnum klukkan tvö í dag. 3. október 2020 12:04 61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Ríkisstjórnin rýnir í tillögur Þórólfs á fundi Ríkisstjórnin kemur saman til fundar í ráðherrabústaðnum klukkan tvö í dag. 3. október 2020 12:04
61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59