Carragher: Ég var næstum því farinn að hlæja að Liverpool liðinu undir lokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2020 09:00 Það urðu ótrúleg úrslit í leik Aston Villa og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær. Samsett/Getty Liverpool hefur aldrei tapað stærra undir stjórn Jürgen Klopp en í gær þegar Liverpool steinlá 7-2 á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Jamie Carragher var líka í hálfgerðu áfalli þegar hann ræddi leikinn og úrslitin á Sky Sports. Liverpool goðsögnin og starfandi knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports fékk nefnilega það verkefni að útskýra leik Liverpol eftir skellinn óvænta í gær. „Ég get eiginlega ekki útskýrt þetta. Ég var næstum því farinn að hlæja að Liverpool liðinu undir lokin því ég trúði ekki hvað ég var að horfa upp á,“ sagði Jamie Carragher á Sky Sports. „Þetta er frammistaða sem á ekkert skilt við þetta Liverpool lið. Þetta eru skjokkerendi úrslit og sjokkerandi frammistaða. Það er enginn vafi á því að þetta er versta frammistaða liðsins undir stjórn Jürgen Klopp,“ sagði Carragher. 'The reaction wasn't good and we lost the plot.' "Nobody to blame apart from us." #LFC boss Jurgen Klopp was full of praise for #AVFC, highlighting 'undefendable' Ollie Watkins and Jack Grealish as he tried to explain his side's 7-2 defeat. pic.twitter.com/LUUTDIFBEq— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 4, 2020 „Mér fannst það vera ljóst frá byrjun leiks að Liverpool væri ekki í sínum gír. Það var að skapast hætta frá fyrstu mínútum leiksins,“ sagði Jamie Carragher sem var ekki hrifinn af því hversu hátt vörn Liverpool var með línuna. „Ég er ekki hrifinn af því og ég er ekki sammála. Þeir eru að reyna að veiða menn í rangstöðugildruna og þeir spila með liðið hátt upp á vellinum. Þetta þýðir að liðið er alltaf að fá á sig að minnsta kosti eitt dauðafæri í leik en á móti er liðið auðvitað að vinna boltann hátt upp á vellinum,“ sagði Carragher „Þegar lið eru að brjótast í gegnum pressuna aftur og aftur þá verða menn að bakka. Ég trúði því bara ekki að maður eins og Virgil van Dijk hafi ekki kallað menn aftur í stöðunni 5-2 og passað upp á það að þetta yrði ekki enn verra. Þeir voru heppnir að þetta urðu ekki á endanum átta eða níu mörk,“ sagði Jamie Carragher. „Það er ekki að gagnrýna þetta lið of mikið miðað við það sem það hefur afrekað síðustu ár en liðið fékk á sig fullt af mörkum í fyrsta leiknum á móti Leeds. Núna er næsti leikur liðsins stórleikur á móti toppliði Everton. Þar mun koma í ljóst hvort að þetta hafi verið furðuúrslit eða hvort að þetta sé að verða vandamál. Það er margt sem bendir til þess og við getum þá farið alveg aftur til Watford leiksins,“ sagði Jamie Carragher en það má sjá hvað hann sagði hér fyrir neðan. Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira
Liverpool hefur aldrei tapað stærra undir stjórn Jürgen Klopp en í gær þegar Liverpool steinlá 7-2 á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Jamie Carragher var líka í hálfgerðu áfalli þegar hann ræddi leikinn og úrslitin á Sky Sports. Liverpool goðsögnin og starfandi knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports fékk nefnilega það verkefni að útskýra leik Liverpol eftir skellinn óvænta í gær. „Ég get eiginlega ekki útskýrt þetta. Ég var næstum því farinn að hlæja að Liverpool liðinu undir lokin því ég trúði ekki hvað ég var að horfa upp á,“ sagði Jamie Carragher á Sky Sports. „Þetta er frammistaða sem á ekkert skilt við þetta Liverpool lið. Þetta eru skjokkerendi úrslit og sjokkerandi frammistaða. Það er enginn vafi á því að þetta er versta frammistaða liðsins undir stjórn Jürgen Klopp,“ sagði Carragher. 'The reaction wasn't good and we lost the plot.' "Nobody to blame apart from us." #LFC boss Jurgen Klopp was full of praise for #AVFC, highlighting 'undefendable' Ollie Watkins and Jack Grealish as he tried to explain his side's 7-2 defeat. pic.twitter.com/LUUTDIFBEq— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 4, 2020 „Mér fannst það vera ljóst frá byrjun leiks að Liverpool væri ekki í sínum gír. Það var að skapast hætta frá fyrstu mínútum leiksins,“ sagði Jamie Carragher sem var ekki hrifinn af því hversu hátt vörn Liverpool var með línuna. „Ég er ekki hrifinn af því og ég er ekki sammála. Þeir eru að reyna að veiða menn í rangstöðugildruna og þeir spila með liðið hátt upp á vellinum. Þetta þýðir að liðið er alltaf að fá á sig að minnsta kosti eitt dauðafæri í leik en á móti er liðið auðvitað að vinna boltann hátt upp á vellinum,“ sagði Carragher „Þegar lið eru að brjótast í gegnum pressuna aftur og aftur þá verða menn að bakka. Ég trúði því bara ekki að maður eins og Virgil van Dijk hafi ekki kallað menn aftur í stöðunni 5-2 og passað upp á það að þetta yrði ekki enn verra. Þeir voru heppnir að þetta urðu ekki á endanum átta eða níu mörk,“ sagði Jamie Carragher. „Það er ekki að gagnrýna þetta lið of mikið miðað við það sem það hefur afrekað síðustu ár en liðið fékk á sig fullt af mörkum í fyrsta leiknum á móti Leeds. Núna er næsti leikur liðsins stórleikur á móti toppliði Everton. Þar mun koma í ljóst hvort að þetta hafi verið furðuúrslit eða hvort að þetta sé að verða vandamál. Það er margt sem bendir til þess og við getum þá farið alveg aftur til Watford leiksins,“ sagði Jamie Carragher en það má sjá hvað hann sagði hér fyrir neðan.
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira