Tammy Abraham, Ben Chilwell og Jadon Sancho verða ekki í leikmannahópi enska landsliðsins er liðið mætir Wales á fimmtudaginn.
Þremenningarnir voru allir viðstaddir teiti sem var haldið til heiðurs afmælis Abrahams en það braut gegn reglum breskra stjórnvalda.
Samkomubannið hljóðar upp á sex aðila í Englandi og voru mikið fleiri í afmælinu en sex. Talið er að tuttugu manns hafi verið í afmælinu.
BREAKING: Tammy Abraham, Ben Chilwell and Jadon Sancho will miss England's game against Wales on Thursday as the FA continue their investigation into Abraham's surprise birthday party.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 5, 2020
Sancho, Abraham og Chilwell hafa beðist afsökunar á atvikinu og segjast læra af atvikinu en enska knattspyrnusambandið bað þá um að mæta ekki á St. George's Park, æfingasvæði Englendinga, í gær.
Leikmenn Englands voru prufaðir fyrir kórónuveirunni í gær og er ekki líklegt að þessir þrír verði kallaðir inn í hópinn eftir að hafa misst af prófunum.
England mætir Wales í æfingaleik á fimmtudaginn áður en þeir mæta Belgum og Dönum í Þjóðadeildinni. Abraham, Chilwell og Sancho verða ekki með á fimmtudaginn en óvíst er hvort að þremenningarnir verði kallaðir inn fyrir þann leik.
Þetta er í annað skipti á innan við mánuði sem leikmenn enska landsliðsins gera sig seka um brot á reglum en eins og frægt var þá brutu Phil Foden og Mason Greenwood reglur um vinnustaðasóttkví hér á landi.
"Four weeks ago today Foden and Greenwood were sent home from Reykjavik. My understanding is that Southgate is absolutely furious this has happened again."@RobDorsettSky provides updates from the England camp following Southgate dropping Abraham, Chilwell and Sancho. pic.twitter.com/PvuuFRHS4c
— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 5, 2020