GOAT felldi Exile Bjarni Bjarnason skrifar 6. október 2020 21:49 Lið GOAT mætti Exile í elleftu umferð Vodafonedeildarinnar í kvöld. Var þetta hörku skemmtileg viðureign sem heimavallarliðið GOAT sigraði að lokum. Strax frá upphafi leiks bitust liðin á um loturnar. Lið Exile tók fyrstu lotu með öflugri sókn(Terrorist) en GOAT svaraði strax með þéttri vörn(Counter-terrorist) í næstu lotu. Vel skipulagður sóknarleikur Exile manna skilaði þeim þorranum af lotunum í fyrri hálfleik. En á varnar hluta kortsins bar nýliði GOAT hann Criis (Kristján Daði Pálsson) af. Staðan í hálfleik GOAT 7 - 8 Exile. Liðsmenn GOAT juku pressuna með sóknarleik sínum strax í upphafi seinni hálfleiks. Fljótt voru leikmenn GOAT þeir Eiki47 (Eiríkur Jóhannsson) og Vikki (Viktor Gabríel Magdic) orðnir vel heitir og fátt var um svör hjá Exile þegar GOAT sótti á vörnina. Exile svöruðu þó að lokum þegar GOAT voru komnir fimmtán lotur og sigurinn virtist vera í höfn. Náðu þeir að þétta vörnina og tengja saman 3 lotur. Áður en GOAT fundu glufu og nældu sér í sigur lotuna. Lokastaðan GOAT 16 - 12 Exile Vodafone-deildin Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn
Lið GOAT mætti Exile í elleftu umferð Vodafonedeildarinnar í kvöld. Var þetta hörku skemmtileg viðureign sem heimavallarliðið GOAT sigraði að lokum. Strax frá upphafi leiks bitust liðin á um loturnar. Lið Exile tók fyrstu lotu með öflugri sókn(Terrorist) en GOAT svaraði strax með þéttri vörn(Counter-terrorist) í næstu lotu. Vel skipulagður sóknarleikur Exile manna skilaði þeim þorranum af lotunum í fyrri hálfleik. En á varnar hluta kortsins bar nýliði GOAT hann Criis (Kristján Daði Pálsson) af. Staðan í hálfleik GOAT 7 - 8 Exile. Liðsmenn GOAT juku pressuna með sóknarleik sínum strax í upphafi seinni hálfleiks. Fljótt voru leikmenn GOAT þeir Eiki47 (Eiríkur Jóhannsson) og Vikki (Viktor Gabríel Magdic) orðnir vel heitir og fátt var um svör hjá Exile þegar GOAT sótti á vörnina. Exile svöruðu þó að lokum þegar GOAT voru komnir fimmtán lotur og sigurinn virtist vera í höfn. Náðu þeir að þétta vörnina og tengja saman 3 lotur. Áður en GOAT fundu glufu og nældu sér í sigur lotuna. Lokastaðan GOAT 16 - 12 Exile
Vodafone-deildin Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn