Búa sig undir fjórar gráðurnar og voru ánægðir með grasið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 12:30 Rúmenska landsliðið á æfingu á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Instagram/@echipanationala Rúmenska landsliðið fékk ekki langan tíma til að venjast íslenskum aðstæðum því liðið lenti á Íslandi innan við tveimur sólarhringum fyrir umspilsleikinn á móti Íslandi. Ísland og Rúmenía mætast klukkan 18.45 á Laugardalsvellinum í kvöld og í boði er sæti í hreinum úrslitaleik um farseðil á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar. Rúmenar lentu á Íslandi seint á þriðjudagskvöldið eftir um fimm tíma flug frá Búkarest þar sem liðið kom saman og æfði dagana á undan. Rúmenska liðið æfði síðan á Laugardalsvellinum í fyrsta sinn í gærkvöldi. Á samfélagsmiðlum rúmenska sambandsins má sjá myndband af æfingunni sem er aðgengilegt hér fyrir neðan. watch on YouTube Rúmenar segjast hafa fengið að vita um veðurspána fyrir leikinn og hún séu fjórar gráður og með smá möguleika á rigningu. Þeir hrósuðu líka grasinu á Laugardalsvellinum. Rúmenar voru að koma úr talsvert betri veðri en hitastigið var yfir tuttugu gráður í Rúmeníu í byrjun vikunnar. Á heimasíðu rúmenska sambandsins er líka farið í gegnum þær ströngu sóttvarnir sem Rúmenar þurfa að fara í gegnum þegar þeir mæta á svæðið. Það má enginn úr rútunum tveimur fara inn á svæðið fyrr en að læknir rúmenska liðsins er búinn að fara yfir hlutina með fulltrúum heilbrigðisyfirvalda á Laugardalsvelli. Rúmenski læknirinn mun síðan hjálpa til við að skipuleggja komu leikmanna inn á svæðið. Leikmenn yfirgefa rútuna í fimm manna hópum og verða þeir þá hitamældir. Hver og einn þarf að sýna skilríki og staðfestingu á því að þeir hafi verið neikvæðir í COVID-19 smitprófinu frá því í æfingabúðum liðsins í Rúmeníu en það var vottað af UEFA. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. View this post on Instagram 8 octombrie 21:45 A post shared by Echipa nat ionala a Roma niei (@echipanationala) on Oct 7, 2020 at 2:01pm PDT EM 2020 í fótbolta Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Rúmenska landsliðið fékk ekki langan tíma til að venjast íslenskum aðstæðum því liðið lenti á Íslandi innan við tveimur sólarhringum fyrir umspilsleikinn á móti Íslandi. Ísland og Rúmenía mætast klukkan 18.45 á Laugardalsvellinum í kvöld og í boði er sæti í hreinum úrslitaleik um farseðil á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar. Rúmenar lentu á Íslandi seint á þriðjudagskvöldið eftir um fimm tíma flug frá Búkarest þar sem liðið kom saman og æfði dagana á undan. Rúmenska liðið æfði síðan á Laugardalsvellinum í fyrsta sinn í gærkvöldi. Á samfélagsmiðlum rúmenska sambandsins má sjá myndband af æfingunni sem er aðgengilegt hér fyrir neðan. watch on YouTube Rúmenar segjast hafa fengið að vita um veðurspána fyrir leikinn og hún séu fjórar gráður og með smá möguleika á rigningu. Þeir hrósuðu líka grasinu á Laugardalsvellinum. Rúmenar voru að koma úr talsvert betri veðri en hitastigið var yfir tuttugu gráður í Rúmeníu í byrjun vikunnar. Á heimasíðu rúmenska sambandsins er líka farið í gegnum þær ströngu sóttvarnir sem Rúmenar þurfa að fara í gegnum þegar þeir mæta á svæðið. Það má enginn úr rútunum tveimur fara inn á svæðið fyrr en að læknir rúmenska liðsins er búinn að fara yfir hlutina með fulltrúum heilbrigðisyfirvalda á Laugardalsvelli. Rúmenski læknirinn mun síðan hjálpa til við að skipuleggja komu leikmanna inn á svæðið. Leikmenn yfirgefa rútuna í fimm manna hópum og verða þeir þá hitamældir. Hver og einn þarf að sýna skilríki og staðfestingu á því að þeir hafi verið neikvæðir í COVID-19 smitprófinu frá því í æfingabúðum liðsins í Rúmeníu en það var vottað af UEFA. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. View this post on Instagram 8 octombrie 21:45 A post shared by Echipa nat ionala a Roma niei (@echipanationala) on Oct 7, 2020 at 2:01pm PDT
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn