„Ég deili öllum áhyggjum af efnahag landsins og skertu frelsi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2020 12:59 Ragnar Freyr yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar. Vísir Yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar segir það skyldu þeirra sem eru frískir að verja þá sem eru veikari fyrir. Það sé mælikvarði á gott samfélag. Hann segir að mikilvægt sé að fólk geri sér grein fyrir því hve margir flokkist í raun í áhættuhóp gegn kórónuveirunni. Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans, sagði í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun að vissulega kæmist mikill meirihluti fólks í gegn um erfiðasta hluta veikindanna sem fylgja Covid-19 sjúkdómnum. Hins vegar farnist ákveðnum hópi fólks illa eftir veikindin, sem megi ekki gleyma. „Það er ákveðinn hópur sem glímir við langvinn eftirköst og það er rannsóknarefni sem er í gangi núna og á komandi mánuðum,“ segir Ragnar Freyr. Varhugavert að fólk vilji fá veiruna til að „klára það af“ Hann segir að fólk þurfi að fara varlega telji það að best sé að fá bara veiruna og „klára það af.“ „Fólk þarf að setjast niður og reikna. Hvað þýðir það?“ spyr Ragnar. Hann segir að rannsókn Decode á faraldrinum sem Landspítalinn tók þátt í hafi leitt í ljós að um eitt prósent þjóðarinnar hafi smitast af veirunni í fyrstu bylgju faraldursins. Þá hafi 115 manns lagst inn á sjúkrahús, næstum þrjátíu hafi farið á gjörgæslu, 26 hafi farið í öndunarvél og tíu dáið. „Ef maður brýtur þetta niður per þúsund einstaklinga, þá þýðir þetta að um þrjátíu leggist inn á sjúkrahús, sjö fari á gjörgæslu og þrír deyi. Svo geturðu bara margfaldað. Ef við horfum á gögnin úr núverandi bylgju verðum við að gefa gaum á því að meðalaldur þess fólks sem núna er veikt er næstum tíu árum yngra. Það hefur dramatísk áhrif,“ segir Rangar. „Hvað ef tíu prósent þjóðarinnar veikist?“ Í þessari bylgju faraldursins segir hann rúmlega þúsund hafa veikst, um 35 til 40 lagst á sjúkrahús og þrír í öndunarvél en sem betur fer enginn dáið. „En hvað ef tíu prósent þjóðarinnar veikist? 36.700 manns. Þá erum við komin upp í 1200 innlagnir á spítala. Heldur einhver í alvöru að við eigum 1200 pláss „stand-by“ á næstu mánuðum? Nei, við erum að vinna með 10 til 20 pláss á hverjum einasta degi.“ Þá segir hann málflutning þeirra sem vilja meira frelsi í samfélaginu umhugsunarefni. „Ég vissulega deili öllum áhyggjum af efnahag landsins og skertu frelsi. Ég velti því mikið fyrir mér hver kostnaður verður af þessari bylgju, bæði beinn og afleiddur. En þá verður maður að hugsa að maður verður að geta varið viðkvæmu hópana,“ segir hann. Mikilvægt að velta því upp hvað gerist ef fjandanum er hleypt lausum „En hvað eru margir í þessum viðkvæmu hópum? Það eru 2.644 hjúkrunarrými á landinu, sykursjúkir eru 14.186, krabbameinssjúkir sem hafa lifað af meðferð og eru lifandi í dag eru yfir 10 þúsund. Hjarta- og æðasjúklingar telja tugþúsundi og svo mætti lengi telja,“ segir Ragnar. „Það skiptir rosalega miklu máli að maður hugsi hvað það þýðir ef við hleypum fjandanum lausum, eða reynum bara að lifa með þessu. Hvað ef veiran sleppur óheft inn á elliheimili? Við höfum svarið, við vitum hvað gerist ef veiran fær að fara óheft um samfélagið.“ Hann segir það skyldu þeirra sem frískir eru að vernda þá hópa samfélagsins sem veikir eru fyrir. „Það er mælikvarði á samfélagið sem við búum í, þegar við sem erum frísk og getum tökum að okkur og verjum hina sem minna mega sín. Það er mælikvarði á gott samfélag.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Bakaríið Tengdar fréttir Vonbrigði að vera kallaður „hrokafullur grilllæknir“ Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir Covid-göngudeildar Landspítala, segir að staðreyndir sem hann hafi nefnt í svari sínu við málflutningi Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um kórónuveiruaðgerðir óumdeildar. 10. október 2020 10:21 Setur spurningamerki við útreikninga „grilllæknisins“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins áréttar í færslu á Facebook í dag að hann hafi aldrei sagst vilja „engar aðgerðir“ til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hér á landi. 9. október 2020 19:55 Óttast að Brynjar vanmeti stöðuna: „Það þarf ekki mikið til svo út af bregði“ „Ég held hann hafi litla hugmynd um hvaða raunveruleiki blasir við okkur sem störfum á gólfinu á Landspítalanum,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans, um ummæli Brynjars Níelssonar. 8. október 2020 22:50 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira
Yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar segir það skyldu þeirra sem eru frískir að verja þá sem eru veikari fyrir. Það sé mælikvarði á gott samfélag. Hann segir að mikilvægt sé að fólk geri sér grein fyrir því hve margir flokkist í raun í áhættuhóp gegn kórónuveirunni. Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans, sagði í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun að vissulega kæmist mikill meirihluti fólks í gegn um erfiðasta hluta veikindanna sem fylgja Covid-19 sjúkdómnum. Hins vegar farnist ákveðnum hópi fólks illa eftir veikindin, sem megi ekki gleyma. „Það er ákveðinn hópur sem glímir við langvinn eftirköst og það er rannsóknarefni sem er í gangi núna og á komandi mánuðum,“ segir Ragnar Freyr. Varhugavert að fólk vilji fá veiruna til að „klára það af“ Hann segir að fólk þurfi að fara varlega telji það að best sé að fá bara veiruna og „klára það af.“ „Fólk þarf að setjast niður og reikna. Hvað þýðir það?“ spyr Ragnar. Hann segir að rannsókn Decode á faraldrinum sem Landspítalinn tók þátt í hafi leitt í ljós að um eitt prósent þjóðarinnar hafi smitast af veirunni í fyrstu bylgju faraldursins. Þá hafi 115 manns lagst inn á sjúkrahús, næstum þrjátíu hafi farið á gjörgæslu, 26 hafi farið í öndunarvél og tíu dáið. „Ef maður brýtur þetta niður per þúsund einstaklinga, þá þýðir þetta að um þrjátíu leggist inn á sjúkrahús, sjö fari á gjörgæslu og þrír deyi. Svo geturðu bara margfaldað. Ef við horfum á gögnin úr núverandi bylgju verðum við að gefa gaum á því að meðalaldur þess fólks sem núna er veikt er næstum tíu árum yngra. Það hefur dramatísk áhrif,“ segir Rangar. „Hvað ef tíu prósent þjóðarinnar veikist?“ Í þessari bylgju faraldursins segir hann rúmlega þúsund hafa veikst, um 35 til 40 lagst á sjúkrahús og þrír í öndunarvél en sem betur fer enginn dáið. „En hvað ef tíu prósent þjóðarinnar veikist? 36.700 manns. Þá erum við komin upp í 1200 innlagnir á spítala. Heldur einhver í alvöru að við eigum 1200 pláss „stand-by“ á næstu mánuðum? Nei, við erum að vinna með 10 til 20 pláss á hverjum einasta degi.“ Þá segir hann málflutning þeirra sem vilja meira frelsi í samfélaginu umhugsunarefni. „Ég vissulega deili öllum áhyggjum af efnahag landsins og skertu frelsi. Ég velti því mikið fyrir mér hver kostnaður verður af þessari bylgju, bæði beinn og afleiddur. En þá verður maður að hugsa að maður verður að geta varið viðkvæmu hópana,“ segir hann. Mikilvægt að velta því upp hvað gerist ef fjandanum er hleypt lausum „En hvað eru margir í þessum viðkvæmu hópum? Það eru 2.644 hjúkrunarrými á landinu, sykursjúkir eru 14.186, krabbameinssjúkir sem hafa lifað af meðferð og eru lifandi í dag eru yfir 10 þúsund. Hjarta- og æðasjúklingar telja tugþúsundi og svo mætti lengi telja,“ segir Ragnar. „Það skiptir rosalega miklu máli að maður hugsi hvað það þýðir ef við hleypum fjandanum lausum, eða reynum bara að lifa með þessu. Hvað ef veiran sleppur óheft inn á elliheimili? Við höfum svarið, við vitum hvað gerist ef veiran fær að fara óheft um samfélagið.“ Hann segir það skyldu þeirra sem frískir eru að vernda þá hópa samfélagsins sem veikir eru fyrir. „Það er mælikvarði á samfélagið sem við búum í, þegar við sem erum frísk og getum tökum að okkur og verjum hina sem minna mega sín. Það er mælikvarði á gott samfélag.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Bakaríið Tengdar fréttir Vonbrigði að vera kallaður „hrokafullur grilllæknir“ Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir Covid-göngudeildar Landspítala, segir að staðreyndir sem hann hafi nefnt í svari sínu við málflutningi Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um kórónuveiruaðgerðir óumdeildar. 10. október 2020 10:21 Setur spurningamerki við útreikninga „grilllæknisins“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins áréttar í færslu á Facebook í dag að hann hafi aldrei sagst vilja „engar aðgerðir“ til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hér á landi. 9. október 2020 19:55 Óttast að Brynjar vanmeti stöðuna: „Það þarf ekki mikið til svo út af bregði“ „Ég held hann hafi litla hugmynd um hvaða raunveruleiki blasir við okkur sem störfum á gólfinu á Landspítalanum,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans, um ummæli Brynjars Níelssonar. 8. október 2020 22:50 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira
Vonbrigði að vera kallaður „hrokafullur grilllæknir“ Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir Covid-göngudeildar Landspítala, segir að staðreyndir sem hann hafi nefnt í svari sínu við málflutningi Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um kórónuveiruaðgerðir óumdeildar. 10. október 2020 10:21
Setur spurningamerki við útreikninga „grilllæknisins“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins áréttar í færslu á Facebook í dag að hann hafi aldrei sagst vilja „engar aðgerðir“ til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hér á landi. 9. október 2020 19:55
Óttast að Brynjar vanmeti stöðuna: „Það þarf ekki mikið til svo út af bregði“ „Ég held hann hafi litla hugmynd um hvaða raunveruleiki blasir við okkur sem störfum á gólfinu á Landspítalanum,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans, um ummæli Brynjars Níelssonar. 8. október 2020 22:50