Akademískar hugleiðingar um frelsi best geymdar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2020 13:54 Ólafur Jóhann Ólafsson, segir akademískar hugleiðingar um frelsi best geymdar þar til faraldur kórónuveiru er yfirstaðinn. Stöð 2 „Kvittur um óeiningu meðal þess fólks sem er kosið til að leiða þjóðina er ekki hjálplegur. Og akademískar hugleiðingar um frelsi eru best geymdar þar til þessi plága er gengin yfir,“ skrifar Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur í grein sem birt var í Morgunblaðinu í morgun. Óeining meðal almennings um sóttvarnaaðgerðir í þessari þriðju bylgju faraldursins er til umfjöllunar í greininni og segir Ólafur að þríeykið þurfi að tönnlast á sömu leiðbeiningunum við okkur eins og „ungling á mótþróaskeiði.“ „Spekúlöntum og sumum stjórnmálamönnum þykir þetta heppilegur tími, nú þegar faraldurinn geisar og sjúkrahús eru byrjuð að fyllast, að viðra kenningar sínar um frelsi einstaklingsins sem þeir lásu kannski um þegar þeir voru ungir og móttækilegir en eiga lítið erindi í því stríði sem nú er háð,“ skrifar Ólafur. „Orð þríeykisins voru guðspjöll dagsins“ Hann segir að ólíkt því sem var í fyrstu bylgju faraldursins sé almenningur ekki samstíga lengur. Þegar fyrsta bylgjan hafi riðið yfir landið höfum við Íslendingar gripið fljótt til varna og gert það sem fyrir okkur var lagt. „Orð þríeykisins voru guðspjöll dagsins. Hér ríkti samstaða og það fólk sem lagði sig í líma – og hættu – til að verja okkur hin og sinna þeim sem veiktust fékk það þakklæti sem það átti skilið. Veiran var að miklu leyti kveðin niður og líf margra færðist nær vanahorfi. Úti í heimi var dáðst að framgangi okkar.“ „Nú erum við stödd í nýrri bylgju og ólíkt því sem áður var erum við ekki samstiga lengur. Það er stutt í þræturnar sem ið getum verið svo dugleg við,“ skrifar Ólafur. Upp á okkur komið að fara eftir einföldum leiðbeiningum Hann segir í upphafi greinarinnar að á fyrstu dögum marsmánaðar hafi hann verið staddur á góðgerðasamkomu í New York þar sem glatt var á hjalla þó talið bærist öðru hverju að veirunni sem var nýfarin að bæra á sér. Um kvöldið hafi hann meðal annars rætt við tvö landsfræg leikskáld um framtíðina en um mánuði síðar hafi þeir báðir við látnir. „Hvorugur þeirra hagaði sér eitthvað öðruvísi en ég þetta kvöld. Ég var bara heppinn,“ skrifar Ólafur. Hann segir það upp á okkur hin komið að hrökkva í sama far og í vor. Fara eftir einföldum leiðbeiningum sóttvarnayfirvalda. „Þó ekki væri nema til að vernda þá sem eiga það á hættu að veikjast illa. Kannski er það líka aukinn hvati að minnast þess að það gætum verið við sjálf sem stæðum í þeim sporum – ef marka má reynsluna, þar á meðal mína af góðgerðarsamkomunni í vor.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ég deili öllum áhyggjum af efnahag landsins og skertu frelsi“ Yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar segir það skyldu þeirra sem eru frískir að verja þá sem eru veikari fyrir. Það sé mælikvarði á gott samfélag. 10. október 2020 12:59 Útgöngubann hefur ekki komið til skoðunar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög ánægjulegt að 65 prósent þeirra sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær hafi verið í sóttkví. 10. október 2020 11:50 Setur spurningamerki við útreikninga „grilllæknisins“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins áréttar í færslu á Facebook í dag að hann hafi aldrei sagst vilja „engar aðgerðir“ til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hér á landi. 9. október 2020 19:55 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
„Kvittur um óeiningu meðal þess fólks sem er kosið til að leiða þjóðina er ekki hjálplegur. Og akademískar hugleiðingar um frelsi eru best geymdar þar til þessi plága er gengin yfir,“ skrifar Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur í grein sem birt var í Morgunblaðinu í morgun. Óeining meðal almennings um sóttvarnaaðgerðir í þessari þriðju bylgju faraldursins er til umfjöllunar í greininni og segir Ólafur að þríeykið þurfi að tönnlast á sömu leiðbeiningunum við okkur eins og „ungling á mótþróaskeiði.“ „Spekúlöntum og sumum stjórnmálamönnum þykir þetta heppilegur tími, nú þegar faraldurinn geisar og sjúkrahús eru byrjuð að fyllast, að viðra kenningar sínar um frelsi einstaklingsins sem þeir lásu kannski um þegar þeir voru ungir og móttækilegir en eiga lítið erindi í því stríði sem nú er háð,“ skrifar Ólafur. „Orð þríeykisins voru guðspjöll dagsins“ Hann segir að ólíkt því sem var í fyrstu bylgju faraldursins sé almenningur ekki samstíga lengur. Þegar fyrsta bylgjan hafi riðið yfir landið höfum við Íslendingar gripið fljótt til varna og gert það sem fyrir okkur var lagt. „Orð þríeykisins voru guðspjöll dagsins. Hér ríkti samstaða og það fólk sem lagði sig í líma – og hættu – til að verja okkur hin og sinna þeim sem veiktust fékk það þakklæti sem það átti skilið. Veiran var að miklu leyti kveðin niður og líf margra færðist nær vanahorfi. Úti í heimi var dáðst að framgangi okkar.“ „Nú erum við stödd í nýrri bylgju og ólíkt því sem áður var erum við ekki samstiga lengur. Það er stutt í þræturnar sem ið getum verið svo dugleg við,“ skrifar Ólafur. Upp á okkur komið að fara eftir einföldum leiðbeiningum Hann segir í upphafi greinarinnar að á fyrstu dögum marsmánaðar hafi hann verið staddur á góðgerðasamkomu í New York þar sem glatt var á hjalla þó talið bærist öðru hverju að veirunni sem var nýfarin að bæra á sér. Um kvöldið hafi hann meðal annars rætt við tvö landsfræg leikskáld um framtíðina en um mánuði síðar hafi þeir báðir við látnir. „Hvorugur þeirra hagaði sér eitthvað öðruvísi en ég þetta kvöld. Ég var bara heppinn,“ skrifar Ólafur. Hann segir það upp á okkur hin komið að hrökkva í sama far og í vor. Fara eftir einföldum leiðbeiningum sóttvarnayfirvalda. „Þó ekki væri nema til að vernda þá sem eiga það á hættu að veikjast illa. Kannski er það líka aukinn hvati að minnast þess að það gætum verið við sjálf sem stæðum í þeim sporum – ef marka má reynsluna, þar á meðal mína af góðgerðarsamkomunni í vor.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ég deili öllum áhyggjum af efnahag landsins og skertu frelsi“ Yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar segir það skyldu þeirra sem eru frískir að verja þá sem eru veikari fyrir. Það sé mælikvarði á gott samfélag. 10. október 2020 12:59 Útgöngubann hefur ekki komið til skoðunar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög ánægjulegt að 65 prósent þeirra sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær hafi verið í sóttkví. 10. október 2020 11:50 Setur spurningamerki við útreikninga „grilllæknisins“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins áréttar í færslu á Facebook í dag að hann hafi aldrei sagst vilja „engar aðgerðir“ til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hér á landi. 9. október 2020 19:55 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
„Ég deili öllum áhyggjum af efnahag landsins og skertu frelsi“ Yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar segir það skyldu þeirra sem eru frískir að verja þá sem eru veikari fyrir. Það sé mælikvarði á gott samfélag. 10. október 2020 12:59
Útgöngubann hefur ekki komið til skoðunar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög ánægjulegt að 65 prósent þeirra sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær hafi verið í sóttkví. 10. október 2020 11:50
Setur spurningamerki við útreikninga „grilllæknisins“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins áréttar í færslu á Facebook í dag að hann hafi aldrei sagst vilja „engar aðgerðir“ til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hér á landi. 9. október 2020 19:55