Segir óþarfa áhættu að hafa skóla og veitingastaði opna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. október 2020 12:12 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Af þeim 60 sem greindust með kórónuveiruna í gær voru 36 í sóttkví við greiningu en 24 utan sóttkvíar. 87 greindust með veiruna innanlands í fyrradag og er því um fækkun smita milli daga að ræða. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist hann sáttur við þær samkomutakmarkanir sem sóttvarnalæknir lagði til þó hann sjálfur hefði lagt til að ganga lengra. Prísinn of hár „Það sem ég vil leggja áherslu á er að prísinn af því sem við erum að gera núna er mjög hár. Hann er svo hár að mér finnst ekki réttlætanlegt að taka áhættu sem felst í því að hafa veitingahús opin. Hafa skólana opna og svo framvegis. Þó að það sé ekki stór hætta sem í því felst þá held ég að prísinn af þeirri hættu sé hár en að því slepptu þá er ég algjörlega sáttur við þá leið sem Þórólfur hefur ákveðið að fara,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir að ekkert bendi til þess að inn í landið hafi komði sýktur einstaklingur eftir að tekin var upp tvöföld skimun á landamærum. Smitin sem við glímum við núna megi rekja til ferðamanna sem komu til landsins áður en tvöföld skimun var tekin upp. „Það hefur ekkert smit komist inn í landið síðan. Þannig þegar við verðum búin að ná tökum á þessari bylgju sem ég er handviss að okkur tekst á tiltölulega stuttum tíma að þá held ég að við séum komin á þann stað að það kannski blossi upp lítil hópsmit hér og þar en við getum haft tiltölulega opið samfélag,“ sagði Kári. Ekki miklar líkur á stökkbreytingu Kára finnst ólíklegt að veiran muni stökkbreytast mikið í ljósi þess hve víða hún hefur farið. „Ég held að veiran sé söm við sig, ég held að hún sé þrjósk og sé ekkert að breyta um hegðun. Hins vegar ber að geta að ef hún stökkbreytist á þann hátt að hegðun hennar breytist þá eru yfirgnæfandi líkur á því að hún verði skaðminni en meira smitandi,“ sagði Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Sjá meira
Af þeim 60 sem greindust með kórónuveiruna í gær voru 36 í sóttkví við greiningu en 24 utan sóttkvíar. 87 greindust með veiruna innanlands í fyrradag og er því um fækkun smita milli daga að ræða. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist hann sáttur við þær samkomutakmarkanir sem sóttvarnalæknir lagði til þó hann sjálfur hefði lagt til að ganga lengra. Prísinn of hár „Það sem ég vil leggja áherslu á er að prísinn af því sem við erum að gera núna er mjög hár. Hann er svo hár að mér finnst ekki réttlætanlegt að taka áhættu sem felst í því að hafa veitingahús opin. Hafa skólana opna og svo framvegis. Þó að það sé ekki stór hætta sem í því felst þá held ég að prísinn af þeirri hættu sé hár en að því slepptu þá er ég algjörlega sáttur við þá leið sem Þórólfur hefur ákveðið að fara,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir að ekkert bendi til þess að inn í landið hafi komði sýktur einstaklingur eftir að tekin var upp tvöföld skimun á landamærum. Smitin sem við glímum við núna megi rekja til ferðamanna sem komu til landsins áður en tvöföld skimun var tekin upp. „Það hefur ekkert smit komist inn í landið síðan. Þannig þegar við verðum búin að ná tökum á þessari bylgju sem ég er handviss að okkur tekst á tiltölulega stuttum tíma að þá held ég að við séum komin á þann stað að það kannski blossi upp lítil hópsmit hér og þar en við getum haft tiltölulega opið samfélag,“ sagði Kári. Ekki miklar líkur á stökkbreytingu Kára finnst ólíklegt að veiran muni stökkbreytast mikið í ljósi þess hve víða hún hefur farið. „Ég held að veiran sé söm við sig, ég held að hún sé þrjósk og sé ekkert að breyta um hegðun. Hins vegar ber að geta að ef hún stökkbreytist á þann hátt að hegðun hennar breytist þá eru yfirgnæfandi líkur á því að hún verði skaðminni en meira smitandi,“ sagði Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“