Lokun golfvalla tilkomin vegna tilmæla sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra 11. október 2020 14:01 GR er lokaður sem stendur. Vísir/Vilhelm Golfsamband Íslands gaf frá sér tilkynningu í dag er varðar lokun golfvalla á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir meðal annars að sambandið hafi ekki ákveðið að loka völlum borgarinnar. „Ákvörðun um lokun golfvalla á höfuðborgarsvæðinu til 19. október var ekki tekin tekin af Golfsambandi Íslands heldur er hún tilkomin vegna tilmæla sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra [hér eftir nefnd sóttvarnayfirvöld],“ segir í yfirlýsingunni. Yfirlýsing Golfsambands Íslands er hér að neðan: Viðbragðshópur Golfsambands Íslands, sem skipaður er 12 fulltrúum frá 10 golfklúbbum af öllu landinu, ásamt fulltrúum úr stjórn GSÍ, hefur unnið saman að málum tengdum sóttvörnum og golfiðkun frá því í vor, sökum Covid-19. Í ljósi misvísandi upplýsinga og þeirrar gagnrýni sem beinst hefur að þeirri ákvörðun að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu vill viðbragðshópur GSÍ koma á framfæri eftirfarandi skýringum. Með því vonast hópurinn til að varpa ljósi á málavexti og ástæður að baki niðurstöðunni. Þann 8. október síðastliðinn voru þeim tilmælum sóttvarnayfirvalda beint til íþróttahreyfingarinnar í heild að láta af öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu, skipulögðu sem óskipulögðu, til 19. október. Tilmælunum var beint að íþróttahreyfingunni í ljósi þess að smitum vegna Covid-19 hefur fjölgað verulega á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum dögum og líkur á veldisvexti smita í faraldrinum. Þegar viðbragðshópurinn kom saman til ákvörðunartöku þann 8. október, lá fyrir að reglugerð heilbrigðisráðherra og fyrirmæli sóttvarnayfirvalda fóru ekki saman að öllu leyti. Á sama tíma og reglugerð ráðherra leggur ekki bann við íþróttaiðkun utandyra þá ganga tilmæli sóttvarnayfirvalda lengra og taka einnig til íþróttaiðkunar utandyra. Þrátt fyrir þetta misræmi kemur fram á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins að fólk sé engu að síður hvatt til þess að fylgja tilmælum sóttvarnayfirvalda, sem gangi lengra en reglugerðin. Telja að hægt sé að stunda golf og gæta að sóttvörnum á á sama tíma Vegna þessa misræmis kallaði viðbragðshópurinn eftir skýringum og staðfestingu á því að tilmæli sóttvarnayfirvalda næðu einnig til golfiðkunar, enda telur hópurinn að vel sé hægt að stunda golf og gæta að sóttvörnum á sama tíma. Eftir samtal og samráð við fulltrúa Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra var staðan metin að morgni 9. október. Lá þá fyrir munnleg staðfesting sóttvarnayfirvalda um að mælst væri til þess að golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu yrði lokað. Vegna hinna skýru og afdráttarlausu tilmæla ákvað viðbragðshópurinn að beina því til golfklúbba á höfuðborgarsvæðinu að loka umsvifalaust sínum golfvallasvæðum til 19. október. Kylfingar á höfuðborgarsvæðinu voru jafnframt hvattir til þess að takmarka ferðalög frá höfuðborgarsvæðinu. Ákvörðun viðbragðshópsins var tekin eftir miklar umræður og var hún engan veginn léttvæg. Full samstaða var innan hópsins um ákvörðunina. Ekki ákvörðun sambandsins Viðbragðshópurinn hittist enn á ný í gær þann 10. október til þess að endurmeta stöðuna, ekki síst vegna þess að kylfingar höfðu margir fengið misvísandi skilaboð um forsendur að baki ákvörðuninni og því slegið föstu að lokun golfvalla væri að frumkvæði golfsambandsins. Því fer fjarri. Viðbragðshópurinn óskaði því eftir skriflegri staðfestingu Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sem nú hefur borist, þess efnis að tilmæli sóttvarnayfirvalda taki til golfiðkunar og af þeim sökum skuli golfvellir á höfuðborgarsvæðinu vera lokaðir til 19. október. Tilmæli sóttvarnayfirvalda eru skýr og stendur niðurstaða viðbragðshópsins því enn óbreytt. Á sama tíma og hópurinn áttar sig fyllilega á því hversu leiðinlegt það er að geta ekki lokið síðustu dögum golftímabilsins þá biðjum við kylfinga um að sýna ákvörðuninni skilning og virða hana. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Golfsamband Íslands gaf frá sér tilkynningu í dag er varðar lokun golfvalla á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir meðal annars að sambandið hafi ekki ákveðið að loka völlum borgarinnar. „Ákvörðun um lokun golfvalla á höfuðborgarsvæðinu til 19. október var ekki tekin tekin af Golfsambandi Íslands heldur er hún tilkomin vegna tilmæla sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra [hér eftir nefnd sóttvarnayfirvöld],“ segir í yfirlýsingunni. Yfirlýsing Golfsambands Íslands er hér að neðan: Viðbragðshópur Golfsambands Íslands, sem skipaður er 12 fulltrúum frá 10 golfklúbbum af öllu landinu, ásamt fulltrúum úr stjórn GSÍ, hefur unnið saman að málum tengdum sóttvörnum og golfiðkun frá því í vor, sökum Covid-19. Í ljósi misvísandi upplýsinga og þeirrar gagnrýni sem beinst hefur að þeirri ákvörðun að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu vill viðbragðshópur GSÍ koma á framfæri eftirfarandi skýringum. Með því vonast hópurinn til að varpa ljósi á málavexti og ástæður að baki niðurstöðunni. Þann 8. október síðastliðinn voru þeim tilmælum sóttvarnayfirvalda beint til íþróttahreyfingarinnar í heild að láta af öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu, skipulögðu sem óskipulögðu, til 19. október. Tilmælunum var beint að íþróttahreyfingunni í ljósi þess að smitum vegna Covid-19 hefur fjölgað verulega á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum dögum og líkur á veldisvexti smita í faraldrinum. Þegar viðbragðshópurinn kom saman til ákvörðunartöku þann 8. október, lá fyrir að reglugerð heilbrigðisráðherra og fyrirmæli sóttvarnayfirvalda fóru ekki saman að öllu leyti. Á sama tíma og reglugerð ráðherra leggur ekki bann við íþróttaiðkun utandyra þá ganga tilmæli sóttvarnayfirvalda lengra og taka einnig til íþróttaiðkunar utandyra. Þrátt fyrir þetta misræmi kemur fram á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins að fólk sé engu að síður hvatt til þess að fylgja tilmælum sóttvarnayfirvalda, sem gangi lengra en reglugerðin. Telja að hægt sé að stunda golf og gæta að sóttvörnum á á sama tíma Vegna þessa misræmis kallaði viðbragðshópurinn eftir skýringum og staðfestingu á því að tilmæli sóttvarnayfirvalda næðu einnig til golfiðkunar, enda telur hópurinn að vel sé hægt að stunda golf og gæta að sóttvörnum á sama tíma. Eftir samtal og samráð við fulltrúa Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra var staðan metin að morgni 9. október. Lá þá fyrir munnleg staðfesting sóttvarnayfirvalda um að mælst væri til þess að golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu yrði lokað. Vegna hinna skýru og afdráttarlausu tilmæla ákvað viðbragðshópurinn að beina því til golfklúbba á höfuðborgarsvæðinu að loka umsvifalaust sínum golfvallasvæðum til 19. október. Kylfingar á höfuðborgarsvæðinu voru jafnframt hvattir til þess að takmarka ferðalög frá höfuðborgarsvæðinu. Ákvörðun viðbragðshópsins var tekin eftir miklar umræður og var hún engan veginn léttvæg. Full samstaða var innan hópsins um ákvörðunina. Ekki ákvörðun sambandsins Viðbragðshópurinn hittist enn á ný í gær þann 10. október til þess að endurmeta stöðuna, ekki síst vegna þess að kylfingar höfðu margir fengið misvísandi skilaboð um forsendur að baki ákvörðuninni og því slegið föstu að lokun golfvalla væri að frumkvæði golfsambandsins. Því fer fjarri. Viðbragðshópurinn óskaði því eftir skriflegri staðfestingu Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sem nú hefur borist, þess efnis að tilmæli sóttvarnayfirvalda taki til golfiðkunar og af þeim sökum skuli golfvellir á höfuðborgarsvæðinu vera lokaðir til 19. október. Tilmæli sóttvarnayfirvalda eru skýr og stendur niðurstaða viðbragðshópsins því enn óbreytt. Á sama tíma og hópurinn áttar sig fyllilega á því hversu leiðinlegt það er að geta ekki lokið síðustu dögum golftímabilsins þá biðjum við kylfinga um að sýna ákvörðuninni skilning og virða hana.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti