Schumacher yngri heiðraði Hamilton | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. október 2020 15:46 Hamilton með hjálminn sem Mick Schumacher gaf honum til heiðurs þess að hafa jafnað met föður síns. Bryn Lennon/Getty Images Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes í Formúlu 1 kappakstrinum, jafnaði í dag met goðsagnarinnar Michael Schumacher er hann vann sinn 91. kappakstur í Formúlu 1. Í tilefni þess heiðraði Mick Schumacher, sonur Michael, Hamilton og gaf honum Formúlu 1 hjálm sem föður hans notaði er hann keyrði fyrir Mercedes. Þar lauk Michael ferli sínum en hann gerði garðinn frægan með Ferrari og var óumdeilanlega besti ökumaður heims á þeim tíma. Lewis Hamilton is honoured with a Michael Schumacher helmet, by his son Mick, after equalling his #F1 wins record today at the #EifelGPpic.twitter.com/TaUhQZWJPV— Sky Sports (@SkySports) October 11, 2020 „Til hamingju, þetta er magnað afrek og þetta er frá okkur öllum,“ sagði Schumacher yngri er hann rétti Hamilton hjálminn. Schumacher var að taka þátt í sinni fyrstu Formúlu 1 helgi en hann er sem stendur efstur á stigalista Formúlu 2. Talið er að hann muni feta í fótspor föður síns og keppa í Formúlu 1 strax á næsta keppnistímabili. „Þetta er mér mikill heiður. ég kann mikið að meta þetta og takk fyrir kærlega,“ sagði Hamilton. „Ég veit í rauninni ekki hvað skal segja. Þegar þú elst upp við að fylgjast með einhverjum sem þú gjörsamlega dýrkar. Bæði vegna þess hversu góðir ökumenn þeir eru og hversu lengi þeir geta haldið því áfram með liði sínu. Ég held að enginn, og sérstaklega ekki ég, hefði reiknað með því að ég myndi vera nálægt metunum hans Michael svo þetta er mikill heiður og það mun takast tíma að venjast þessu,“ sagði hrærður Hamilton við blaðamenn í kjölfarið og hélt áfram. „Það var ekki fyrr en ég kom í mark sem ég áttaði mig á að ég hefði jafnað metið. Ef það væri ekki fyrir þetta frábæra lið sem stendur við bakið á mér og ýtir mér áfram þá hefði ég aldrei náð þessu,“ sagði Hamilton að lokum. Hamilton gæti einnig jafnað met Schumachers yfir fjölda heimsmeistaratitla að lokinni leiktíðinni. Hann stefnir hraðbyr að sínum sjöunda sem eru jafn margir og Schumacher vann á ferli sínum í Formúlu 1. Formúla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes í Formúlu 1 kappakstrinum, jafnaði í dag met goðsagnarinnar Michael Schumacher er hann vann sinn 91. kappakstur í Formúlu 1. Í tilefni þess heiðraði Mick Schumacher, sonur Michael, Hamilton og gaf honum Formúlu 1 hjálm sem föður hans notaði er hann keyrði fyrir Mercedes. Þar lauk Michael ferli sínum en hann gerði garðinn frægan með Ferrari og var óumdeilanlega besti ökumaður heims á þeim tíma. Lewis Hamilton is honoured with a Michael Schumacher helmet, by his son Mick, after equalling his #F1 wins record today at the #EifelGPpic.twitter.com/TaUhQZWJPV— Sky Sports (@SkySports) October 11, 2020 „Til hamingju, þetta er magnað afrek og þetta er frá okkur öllum,“ sagði Schumacher yngri er hann rétti Hamilton hjálminn. Schumacher var að taka þátt í sinni fyrstu Formúlu 1 helgi en hann er sem stendur efstur á stigalista Formúlu 2. Talið er að hann muni feta í fótspor föður síns og keppa í Formúlu 1 strax á næsta keppnistímabili. „Þetta er mér mikill heiður. ég kann mikið að meta þetta og takk fyrir kærlega,“ sagði Hamilton. „Ég veit í rauninni ekki hvað skal segja. Þegar þú elst upp við að fylgjast með einhverjum sem þú gjörsamlega dýrkar. Bæði vegna þess hversu góðir ökumenn þeir eru og hversu lengi þeir geta haldið því áfram með liði sínu. Ég held að enginn, og sérstaklega ekki ég, hefði reiknað með því að ég myndi vera nálægt metunum hans Michael svo þetta er mikill heiður og það mun takast tíma að venjast þessu,“ sagði hrærður Hamilton við blaðamenn í kjölfarið og hélt áfram. „Það var ekki fyrr en ég kom í mark sem ég áttaði mig á að ég hefði jafnað metið. Ef það væri ekki fyrir þetta frábæra lið sem stendur við bakið á mér og ýtir mér áfram þá hefði ég aldrei náð þessu,“ sagði Hamilton að lokum. Hamilton gæti einnig jafnað met Schumachers yfir fjölda heimsmeistaratitla að lokinni leiktíðinni. Hann stefnir hraðbyr að sínum sjöunda sem eru jafn margir og Schumacher vann á ferli sínum í Formúlu 1.
Formúla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira