Sex af hverjum tíu telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá Atli Ísleifsson skrifar 13. október 2020 12:18 Konur (67%) reyndust líklegri heldur en karlar (51%) til að segja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Vísir/Hanna Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem telur það lítilvægt. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar MMR. Stuðningur við endurnýjun stjórnarskrárinnar eykst um sex prósentustig milli ára. Í tilkynningu frá MMR segir að fjöldi þeirra sem segist á báðum áttum fækki – sérstaklega meðal ungs fólks sem tekur nú afgerandi afstöðu með endurnýjun stjórnarskrár. 69% prósent svarenda á aldrinum 18 til 29 ára sögðu endurnýjun frekar eða mjög mikilvæga. „Konur (67%) reyndust líklegri heldur en karlar (51%) til að segja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Þetta er töluverð breyting frá síðustu könnun MMR, frá í október 2019, þegar þessi sömu hlutföll reyndust 56% fyrir konur og 49% fyrir karla. Sem fyrr þá reyndist hlutfall þeirra sem sögðu endurnýjun stjórnarskrár mjög mikilvæga hæst í aldurshópnum 67 ára og eldri (50%) en töluverð breyting varð hvað aldurshópinn 18-29 ára varðaði, þar sem hlutfall þeirra sem töldu endurnýjun stjórnarskrárinnar mjög mikilvæga jókst úr 24% í 46%. Hlutfall þeirra sem kváðu endurnýjun stjórnarskrár mjög mikilvæga jókst einnig í öðrum aldurshópum - úr 29% í 35% meðal 30-49 ára og úr 34% í 37% meðal 50-67 ára. Fjöldi þeirra sem töldu endurnýjun stjórnarskrár mjög mikilvæga jókst hvort tveggja á höfuðborgarsvæðinu (úr 34% í 43%) og á landsbyggðinni (úr 28% í 34%). Samanlagður fjöldi þeirra sem töldu frekar eða mjög mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili mældist nú 62% á höfuðborgarsvæðinu og 52% á landsbyggðinni,“ segir í tilkynningunni. Svarfjöldi könnunnarinnar var 2.043 einstaklingar og var hún framkvæmd dagana 10. til 23. september 2020. Stjórnarskrá Skoðanakannanir Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Sjá meira
Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem telur það lítilvægt. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar MMR. Stuðningur við endurnýjun stjórnarskrárinnar eykst um sex prósentustig milli ára. Í tilkynningu frá MMR segir að fjöldi þeirra sem segist á báðum áttum fækki – sérstaklega meðal ungs fólks sem tekur nú afgerandi afstöðu með endurnýjun stjórnarskrár. 69% prósent svarenda á aldrinum 18 til 29 ára sögðu endurnýjun frekar eða mjög mikilvæga. „Konur (67%) reyndust líklegri heldur en karlar (51%) til að segja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Þetta er töluverð breyting frá síðustu könnun MMR, frá í október 2019, þegar þessi sömu hlutföll reyndust 56% fyrir konur og 49% fyrir karla. Sem fyrr þá reyndist hlutfall þeirra sem sögðu endurnýjun stjórnarskrár mjög mikilvæga hæst í aldurshópnum 67 ára og eldri (50%) en töluverð breyting varð hvað aldurshópinn 18-29 ára varðaði, þar sem hlutfall þeirra sem töldu endurnýjun stjórnarskrárinnar mjög mikilvæga jókst úr 24% í 46%. Hlutfall þeirra sem kváðu endurnýjun stjórnarskrár mjög mikilvæga jókst einnig í öðrum aldurshópum - úr 29% í 35% meðal 30-49 ára og úr 34% í 37% meðal 50-67 ára. Fjöldi þeirra sem töldu endurnýjun stjórnarskrár mjög mikilvæga jókst hvort tveggja á höfuðborgarsvæðinu (úr 34% í 43%) og á landsbyggðinni (úr 28% í 34%). Samanlagður fjöldi þeirra sem töldu frekar eða mjög mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili mældist nú 62% á höfuðborgarsvæðinu og 52% á landsbyggðinni,“ segir í tilkynningunni. Svarfjöldi könnunnarinnar var 2.043 einstaklingar og var hún framkvæmd dagana 10. til 23. september 2020.
Stjórnarskrá Skoðanakannanir Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Sjá meira