Sértæk lyf við veirusýkingunni kunni að hjálpa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2020 20:33 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala. Vísir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítalanum, segir stöðuna vera þunga á spítalanum. 23 sjúklingar eru nú inniliggjandi vegna covid-19, þar af þrír á gjörgæslu og einn þeirra er í öndunarvél. Þótt meira álag sé á spítalanum nú en í fyrri bylgju hafa þó færri þurft að leggjast á gjörgæslu vegna covid-19. Lítið er þó um að börn hafi þurft að leggjast inn. „Staðan er náttúrlega frekar þung. Það eru 23 inniliggjandi og þrír á gjörgæsludeild. Í dag fórum við yfir heildarfjölda smitaðra á göngudeildinni og erum með hærri tölu heldur en við vorum með nokkurn tímann í vor, við erum komin yfir ellefu hundruð manns. Þannig að þetta er heldur meira en var í vor en ekki eins margar innlagnir,“ sagði Már í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Nokkrar skýringar komi til greina Hann segir erfitt að segja til um hvað kunni að skýra það að færri hafi nú þurft að leggja inn á gjörgæslu en að ýmislegt kunni að spila þar inn í. „Í fyrsta lagi þá er meiri þekking núna á því hvernig við eigum að meðhöndla fólk. Í öðru lagi þá erum við með sértæk lyf fyrir veirusýkingunni og í þriðja lagi þá má kannski segja það að eðli smitunar í samfélaginu er svolítið öðruvísi. Það er meira um grímunotkun, það má kannski leiða líkur að því að smitefnið sem er að fara í fólk sé minna, og eftir því sem minna fer í fólk á hverjum tíma þá geta veikindi verið léttvægari. En þetta eru allt saman spekúlasjónir,“ segir Már. Börn ekki þurft á innlögn að halda Fram kom einnig í fréttum í kvöld að fleiri börn hafi smitast af kórónuveirunni það sem af er þriðju bylgju faraldursins en í þeirri fyrstu. Það virðist þó ekki þýða að fleiri börn hafi þurft að leita á spítala. „Það hefur ekki þurft að leggja neitt barn inn að mér vitandi. Þau eru ekki alvarlega veik en þetta er stór hópur og hærra hlutfall heldur en var í vor,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Lyf Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Sjá meira
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítalanum, segir stöðuna vera þunga á spítalanum. 23 sjúklingar eru nú inniliggjandi vegna covid-19, þar af þrír á gjörgæslu og einn þeirra er í öndunarvél. Þótt meira álag sé á spítalanum nú en í fyrri bylgju hafa þó færri þurft að leggjast á gjörgæslu vegna covid-19. Lítið er þó um að börn hafi þurft að leggjast inn. „Staðan er náttúrlega frekar þung. Það eru 23 inniliggjandi og þrír á gjörgæsludeild. Í dag fórum við yfir heildarfjölda smitaðra á göngudeildinni og erum með hærri tölu heldur en við vorum með nokkurn tímann í vor, við erum komin yfir ellefu hundruð manns. Þannig að þetta er heldur meira en var í vor en ekki eins margar innlagnir,“ sagði Már í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Nokkrar skýringar komi til greina Hann segir erfitt að segja til um hvað kunni að skýra það að færri hafi nú þurft að leggja inn á gjörgæslu en að ýmislegt kunni að spila þar inn í. „Í fyrsta lagi þá er meiri þekking núna á því hvernig við eigum að meðhöndla fólk. Í öðru lagi þá erum við með sértæk lyf fyrir veirusýkingunni og í þriðja lagi þá má kannski segja það að eðli smitunar í samfélaginu er svolítið öðruvísi. Það er meira um grímunotkun, það má kannski leiða líkur að því að smitefnið sem er að fara í fólk sé minna, og eftir því sem minna fer í fólk á hverjum tíma þá geta veikindi verið léttvægari. En þetta eru allt saman spekúlasjónir,“ segir Már. Börn ekki þurft á innlögn að halda Fram kom einnig í fréttum í kvöld að fleiri börn hafi smitast af kórónuveirunni það sem af er þriðju bylgju faraldursins en í þeirri fyrstu. Það virðist þó ekki þýða að fleiri börn hafi þurft að leita á spítala. „Það hefur ekki þurft að leggja neitt barn inn að mér vitandi. Þau eru ekki alvarlega veik en þetta er stór hópur og hærra hlutfall heldur en var í vor,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Lyf Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Sjá meira