Rússar segja ásakanir Norðmanna „alvarlega ögrun“ Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2020 23:36 Norska þinghúsið í Osló. Tölvuþrjótar komust í tölvupósta þingmanna og starfsmanna þingsins en ekki hefur verið gefið upp hversu miklu magni gagna var stolið í innbrotinu. Vísir/EPA Sendiráð Rússlands í Noregi sagði ásakanir norskra stjórnvalda um að Rússar hafi staðið að tölvuárás á norska þingið í sumar „alvarlega og vísvitandi ögrun“ sem muni skaða samskipti ríkjanna. Norski utanríkisráðherrann segir vísbendingar um aðild rússneskra stjórnvalda að innbrotinu. Árásin var gerð 24. ágúst og var tölvupóstum þingmanna og starfsmanna þingsins stolið. Ine Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, sagði í dag að ríkisstjórnin hefði upplýsingar undir höndum sem vísuðu á Rússa en að rannsókn stæði enn yfir. Innbrotið í tölvukerfi þingsins hefur verið sett í samhengi við deilur norskra og rússneskra stjórnvalda um meintan rússneskan njósnara sem Norðmenn vísuðu úr landi fyrr í ágústmánuði. Rússneska sendiráðið í Osló brást við ásökunum í yfirlýsingu sem það birti á Facebook-síðu sinni í dag. Sagði það ásakanirnar „óásættanlegar“ og „alvarlega og vísvitandi ögrun“. Sakaði það jafnframt norsk stjórnvöld um að hafa hafnað viðræðum um tölvuglæpi, að því er kemur fram í frétt rússnesku ríkisfréttastofunnar TASS. Fyrr á þessu ári varaði norska herleyniþjónustan við því að stjórnvöld í Kreml reyndu að ala á sundrung með áróðursherferðum sem væri ætlað að veikja traust almennings á stjórnvöldum, kosningum og fjölmiðlum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tölvuþrjótar á vegum rússneskra stjórnvalda brutust inn í tölvupósta stjórnmálamanna Demókrataflokksins í Bandaríkjunum og láku til fjölmiðla fyrir forsetakosningarnar þar árið 2016. Þá háðu útsendarar Rússlands upplýsingahernað á samfélagsmiðlum sem bandarísk yfirvöld telja að hafi átt að sundra bandarísku þjóðinni. Rússland Noregur Tölvuárásir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Sendiráð Rússlands í Noregi sagði ásakanir norskra stjórnvalda um að Rússar hafi staðið að tölvuárás á norska þingið í sumar „alvarlega og vísvitandi ögrun“ sem muni skaða samskipti ríkjanna. Norski utanríkisráðherrann segir vísbendingar um aðild rússneskra stjórnvalda að innbrotinu. Árásin var gerð 24. ágúst og var tölvupóstum þingmanna og starfsmanna þingsins stolið. Ine Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, sagði í dag að ríkisstjórnin hefði upplýsingar undir höndum sem vísuðu á Rússa en að rannsókn stæði enn yfir. Innbrotið í tölvukerfi þingsins hefur verið sett í samhengi við deilur norskra og rússneskra stjórnvalda um meintan rússneskan njósnara sem Norðmenn vísuðu úr landi fyrr í ágústmánuði. Rússneska sendiráðið í Osló brást við ásökunum í yfirlýsingu sem það birti á Facebook-síðu sinni í dag. Sagði það ásakanirnar „óásættanlegar“ og „alvarlega og vísvitandi ögrun“. Sakaði það jafnframt norsk stjórnvöld um að hafa hafnað viðræðum um tölvuglæpi, að því er kemur fram í frétt rússnesku ríkisfréttastofunnar TASS. Fyrr á þessu ári varaði norska herleyniþjónustan við því að stjórnvöld í Kreml reyndu að ala á sundrung með áróðursherferðum sem væri ætlað að veikja traust almennings á stjórnvöldum, kosningum og fjölmiðlum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tölvuþrjótar á vegum rússneskra stjórnvalda brutust inn í tölvupósta stjórnmálamanna Demókrataflokksins í Bandaríkjunum og láku til fjölmiðla fyrir forsetakosningarnar þar árið 2016. Þá háðu útsendarar Rússlands upplýsingahernað á samfélagsmiðlum sem bandarísk yfirvöld telja að hafi átt að sundra bandarísku þjóðinni.
Rússland Noregur Tölvuárásir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira