Topplið heimslista FIFA hefur aldrei áður spilað á Laugardalsvellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2020 14:00 Olivier Giroud tryggir Frökkum 1-0 sigur á Íslandi á Laugardalsvellinum í fyrra. Getty/Jan Hetfleisch Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur fengið bæði ríkjandi og nýkrýnda heimsmeistara í heimsókn í Laugardalinn en í kvöld taka íslensku strákarnir hins vegar í fyrsta sinn á móti efsta liði heimsmeistara FIFA á Laugardalsvelli. Frakkar hafa tvisvar komið í Laugardalinn sem ríkjandi heimsmeistarar en í hvorugt skipti þá voru þeir í efsta sæti heimslistans. Belgar fóru síðan á topp heimslistans eftir sigur sinn á Laugardalsvellinum haustið 2018. Hollendingar komu síðan í Laugardalinn sumarið 2009 þegar þeir voru í öðru sæti heimslistans. Belgar mæta í Laugardalinn í kvöld en þeir hafa verið í efsta sæti heimslistans síðan í septembermánuði 2018. Did you know that Belgium has been first in the FIFA ranking since 2018? Thanks to our fantastic Red Devils! Keep it that way! pic.twitter.com/1bkaKgvI9N— BelPhenomenal (@BelPhenomenal) September 23, 2019 Íslenska landsliðið hefur mætt efsta landsliði heimslistans áður á útivelli eða alls þrisvar sinnum. Fyrsti leikurinn var á útivelli á móti Brasilíu í aðdraganda heimsmeistaramótsins 1994 en Ronaldo skoraði þá í sínum fyrsta landsleik í 3-0 sigri Brassa. Íslensku strákarnir hafa líka tvisvar mætt Belgum á útivelli síðan belgíska liðið komst í efsta sæti heimslistans. Frakkar spiluðu sinn fyrsta mótsleik eftir heimsmeistaratitilinn 1998 þegar þeir spiluðu við íslenska landsliðið í byrjun september 1998 eða aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir 3-0 sigur sinn á Brasilíu í úrslitaleik HM. Ríkharður Daðason kom íslenska liðinu í 1-0 með skalla eftir skógarhlaup markvarðarins litríka Fabien Barthez en Frakkar náðu að jafna og tryggja sér eitt stig. Frakkar voru þarna enn í öðru sæti heimslistans á eftir Brasilíumönnum þrátt fyrir heimsmeistaratitilinn. Þeir komust ekki í efsta sætið fyrr en að þeir voru líka búnir að bæta Evrópumeistaratitlinum við sumarið 2000. Frakkar voru líka ríkjandi heimsmeistarar þegar þeir mættu á Laugardalsvöllinn 11. október í fyrra. Frakkar unnu þá nauman 1-0 sigur. Frakkar höfðu þá þegar misst efsta sæti heimslistans til Belga sem höfðu verið í öðru sæti heimslistans þegar þær mættu til Íslands mánuði fyrr. Svíar voru líka nálægt toppi heimslistans þegar þeir mættu á Laugardalsvöllinni haustið 1994 þá nýbúnir að vinna brons á HM í Bandaríkjunum. Sænska liðið var þá í þriðja sæti heimslistans og vann þá 1-0 sigur á íslenska liðinu með marki Klas Ingesson. Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á bæði Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. Leikir Íslands á móti toppliðinu á heimslista FIFA 3-0 tap á móti Brasilíu í Florianópolis 4. maí 1994 2-0 tap á móti Belgíu í Brussels 15. nóvember 2018 2-2 jafntefli á móti Frakklandi í Guingamp 11. október 2018 (æfingaleikur) 5-1 tap á móti Belgíu í Brussel 8. september 2020 Leikir Íslands á móti liðinu í öðru sæti á heimslista FIFA 1-0 tap á móti Frakklandi á Laugardalsvellinum 11. október 2019 4-0 tap á móti Frakklandi í Saint-Denis 25. mars 2019 3-0 tap á móti Belgíu á Laugardalsvellinum 11. september 2018 2-1 tap á móti Hollandi á Laugardalsvellinum 6. júní 2009 1-1 jafntefli á móti Frakklandi á Laugardalsvellinum 5. september 1998 Þjóðadeild UEFA Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur fengið bæði ríkjandi og nýkrýnda heimsmeistara í heimsókn í Laugardalinn en í kvöld taka íslensku strákarnir hins vegar í fyrsta sinn á móti efsta liði heimsmeistara FIFA á Laugardalsvelli. Frakkar hafa tvisvar komið í Laugardalinn sem ríkjandi heimsmeistarar en í hvorugt skipti þá voru þeir í efsta sæti heimslistans. Belgar fóru síðan á topp heimslistans eftir sigur sinn á Laugardalsvellinum haustið 2018. Hollendingar komu síðan í Laugardalinn sumarið 2009 þegar þeir voru í öðru sæti heimslistans. Belgar mæta í Laugardalinn í kvöld en þeir hafa verið í efsta sæti heimslistans síðan í septembermánuði 2018. Did you know that Belgium has been first in the FIFA ranking since 2018? Thanks to our fantastic Red Devils! Keep it that way! pic.twitter.com/1bkaKgvI9N— BelPhenomenal (@BelPhenomenal) September 23, 2019 Íslenska landsliðið hefur mætt efsta landsliði heimslistans áður á útivelli eða alls þrisvar sinnum. Fyrsti leikurinn var á útivelli á móti Brasilíu í aðdraganda heimsmeistaramótsins 1994 en Ronaldo skoraði þá í sínum fyrsta landsleik í 3-0 sigri Brassa. Íslensku strákarnir hafa líka tvisvar mætt Belgum á útivelli síðan belgíska liðið komst í efsta sæti heimslistans. Frakkar spiluðu sinn fyrsta mótsleik eftir heimsmeistaratitilinn 1998 þegar þeir spiluðu við íslenska landsliðið í byrjun september 1998 eða aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir 3-0 sigur sinn á Brasilíu í úrslitaleik HM. Ríkharður Daðason kom íslenska liðinu í 1-0 með skalla eftir skógarhlaup markvarðarins litríka Fabien Barthez en Frakkar náðu að jafna og tryggja sér eitt stig. Frakkar voru þarna enn í öðru sæti heimslistans á eftir Brasilíumönnum þrátt fyrir heimsmeistaratitilinn. Þeir komust ekki í efsta sætið fyrr en að þeir voru líka búnir að bæta Evrópumeistaratitlinum við sumarið 2000. Frakkar voru líka ríkjandi heimsmeistarar þegar þeir mættu á Laugardalsvöllinn 11. október í fyrra. Frakkar unnu þá nauman 1-0 sigur. Frakkar höfðu þá þegar misst efsta sæti heimslistans til Belga sem höfðu verið í öðru sæti heimslistans þegar þær mættu til Íslands mánuði fyrr. Svíar voru líka nálægt toppi heimslistans þegar þeir mættu á Laugardalsvöllinni haustið 1994 þá nýbúnir að vinna brons á HM í Bandaríkjunum. Sænska liðið var þá í þriðja sæti heimslistans og vann þá 1-0 sigur á íslenska liðinu með marki Klas Ingesson. Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á bæði Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. Leikir Íslands á móti toppliðinu á heimslista FIFA 3-0 tap á móti Brasilíu í Florianópolis 4. maí 1994 2-0 tap á móti Belgíu í Brussels 15. nóvember 2018 2-2 jafntefli á móti Frakklandi í Guingamp 11. október 2018 (æfingaleikur) 5-1 tap á móti Belgíu í Brussel 8. september 2020 Leikir Íslands á móti liðinu í öðru sæti á heimslista FIFA 1-0 tap á móti Frakklandi á Laugardalsvellinum 11. október 2019 4-0 tap á móti Frakklandi í Saint-Denis 25. mars 2019 3-0 tap á móti Belgíu á Laugardalsvellinum 11. september 2018 2-1 tap á móti Hollandi á Laugardalsvellinum 6. júní 2009 1-1 jafntefli á móti Frakklandi á Laugardalsvellinum 5. september 1998
Leikir Íslands á móti toppliðinu á heimslista FIFA 3-0 tap á móti Brasilíu í Florianópolis 4. maí 1994 2-0 tap á móti Belgíu í Brussels 15. nóvember 2018 2-2 jafntefli á móti Frakklandi í Guingamp 11. október 2018 (æfingaleikur) 5-1 tap á móti Belgíu í Brussel 8. september 2020 Leikir Íslands á móti liðinu í öðru sæti á heimslista FIFA 1-0 tap á móti Frakklandi á Laugardalsvellinum 11. október 2019 4-0 tap á móti Frakklandi í Saint-Denis 25. mars 2019 3-0 tap á móti Belgíu á Laugardalsvellinum 11. september 2018 2-1 tap á móti Hollandi á Laugardalsvellinum 6. júní 2009 1-1 jafntefli á móti Frakklandi á Laugardalsvellinum 5. september 1998
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira