Þorgrímur sagður hafa brotið sóttvarnareglur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2020 07:49 Þorgrímur Þráinsson ræðir við Gylfa Þór Sigurðsson eftir leik Íslands og Frakklands í undankeppni EM í fyrra. vísir/vilhelm Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag er fullyrt að Þorgrímur Þráinsson hafi brotið sóttvarnareglur UEFA þegar hann gekk inn á Laugardalsvöll eftir sigur íslenska karlalandsliðsins á Rúmeníu fyrir viku og faðmaði mann og annan. Þorgrímur greindist með kórónuveiruna í fyrradag og í kjölfarið þurfti allt starfslið íslenska liðsins að fara í sóttkví, þ.á.m. landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén. Hann fékk þó að vera á leiknum gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í gær ásamt aðstoðarþjálfaranum Frey Alexanderssyni en Arnar Þór Viðarsson og Davíð Snorri Jónasson stýrðu liðinu af hliðarlínunni. Ísland tapaði leiknum, 1-2, og féll þar með niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. Þorgrímur var ekki á skýrslu í leikjunum gegn Rúmeníu í umspili um sæti EM og Danmörku í Þjóðadeildinni. Starfsmenn sem eru á ekki á skýrslu eiga ekki að fara inn á völlinn eins og Þorgrímur gerði þegar hann fagnaði með íslensku landsliðsmönnunum eftir sigurinn á Rúmenum. Í reglum UEFA er talað um aðskilnað leikmanna og starfsfólks í landsliðsverkefnum, m.a. á æfingum, í matmálstímum og á leikjum. Það virðist eitthvað hafa skolast til því eftir leikinn gegn Rúmeníu fóru Þorgrímur og Magnús Gylfason, formaður landsliðsnefndar, inn á völlinn til að fagna með landsliðsmönnunum. Magnús var þó með grímu en ekki Þorgrímur. Með frétt Fréttablaðsins er birt mynd af Þorgrími að faðma landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson að sér. Leikurinn gegn Belgíu í gær var síðasti heimaleikur Íslands á árinu. Framundan eru þrír útileikir í nóvember, m.a. gegn Ungverjalandi um sæti á EM á næsta ári. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Þetta er ákveðin reynsla sem við setjum í bakpokann Arnar Þór Viðarsson var aðalþjálfari íslenska landsliðsins er liðið tapaði 2-1 fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. Hann var nokkuð sáttur með frammistöðu kvöldsins gegn liðinu sem trónir á toppi heimslista FIFA. Hann hefði þó viljað sjá liðið jafna metin undir lok leiks. 14. október 2020 21:15 Umfjöllun: Ísland - Belgía 1-2 | Fín frammistaða en Ísland er fallið Ísland leitar enn að sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni í fótbolta en stóð sig vel gegn besta landsliði heims, Belgíu, í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2020 21:10 Enginn í landsliðshópnum smitaður Allir nítján leikmennirnir í íslenska landsliðshópnum fengu neikvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. 14. október 2020 13:35 Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07 Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Sjá meira
Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag er fullyrt að Þorgrímur Þráinsson hafi brotið sóttvarnareglur UEFA þegar hann gekk inn á Laugardalsvöll eftir sigur íslenska karlalandsliðsins á Rúmeníu fyrir viku og faðmaði mann og annan. Þorgrímur greindist með kórónuveiruna í fyrradag og í kjölfarið þurfti allt starfslið íslenska liðsins að fara í sóttkví, þ.á.m. landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén. Hann fékk þó að vera á leiknum gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í gær ásamt aðstoðarþjálfaranum Frey Alexanderssyni en Arnar Þór Viðarsson og Davíð Snorri Jónasson stýrðu liðinu af hliðarlínunni. Ísland tapaði leiknum, 1-2, og féll þar með niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. Þorgrímur var ekki á skýrslu í leikjunum gegn Rúmeníu í umspili um sæti EM og Danmörku í Þjóðadeildinni. Starfsmenn sem eru á ekki á skýrslu eiga ekki að fara inn á völlinn eins og Þorgrímur gerði þegar hann fagnaði með íslensku landsliðsmönnunum eftir sigurinn á Rúmenum. Í reglum UEFA er talað um aðskilnað leikmanna og starfsfólks í landsliðsverkefnum, m.a. á æfingum, í matmálstímum og á leikjum. Það virðist eitthvað hafa skolast til því eftir leikinn gegn Rúmeníu fóru Þorgrímur og Magnús Gylfason, formaður landsliðsnefndar, inn á völlinn til að fagna með landsliðsmönnunum. Magnús var þó með grímu en ekki Þorgrímur. Með frétt Fréttablaðsins er birt mynd af Þorgrími að faðma landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson að sér. Leikurinn gegn Belgíu í gær var síðasti heimaleikur Íslands á árinu. Framundan eru þrír útileikir í nóvember, m.a. gegn Ungverjalandi um sæti á EM á næsta ári.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Þetta er ákveðin reynsla sem við setjum í bakpokann Arnar Þór Viðarsson var aðalþjálfari íslenska landsliðsins er liðið tapaði 2-1 fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. Hann var nokkuð sáttur með frammistöðu kvöldsins gegn liðinu sem trónir á toppi heimslista FIFA. Hann hefði þó viljað sjá liðið jafna metin undir lok leiks. 14. október 2020 21:15 Umfjöllun: Ísland - Belgía 1-2 | Fín frammistaða en Ísland er fallið Ísland leitar enn að sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni í fótbolta en stóð sig vel gegn besta landsliði heims, Belgíu, í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2020 21:10 Enginn í landsliðshópnum smitaður Allir nítján leikmennirnir í íslenska landsliðshópnum fengu neikvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. 14. október 2020 13:35 Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07 Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Sjá meira
Þetta er ákveðin reynsla sem við setjum í bakpokann Arnar Þór Viðarsson var aðalþjálfari íslenska landsliðsins er liðið tapaði 2-1 fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. Hann var nokkuð sáttur með frammistöðu kvöldsins gegn liðinu sem trónir á toppi heimslista FIFA. Hann hefði þó viljað sjá liðið jafna metin undir lok leiks. 14. október 2020 21:15
Umfjöllun: Ísland - Belgía 1-2 | Fín frammistaða en Ísland er fallið Ísland leitar enn að sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni í fótbolta en stóð sig vel gegn besta landsliði heims, Belgíu, í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2020 21:10
Enginn í landsliðshópnum smitaður Allir nítján leikmennirnir í íslenska landsliðshópnum fengu neikvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. 14. október 2020 13:35
Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07
Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40
Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16
Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16