COVID-19 strákarnir farnir að æfa aftur með Liverpool liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2020 10:30 Thiago Alcantara og Sadio Mane á æfingu með Liverpool liðinu í vikunni. Getty/ John Powell Liverpool getur teflt fram þeim Sadio Mané og Thiago Alcantara í nágrannaslagnum við Everton um næstu helgi. Spánverjinn Thiago Alcantara og Senegalinn Sadio Mané greindust báðir með kórónuveiruna á dögunum en þeir hafa báðir náð sér að fullu og eru byrjaðir að æfa á nýjan leik með Liverpool liðinu. Thiago Alcantara missti af tveimur deildarleikjum, á móti Arsneal og Aston Villa en Sadio Mané missti af fyrrnefndum leik á móti Aston Villa sem tapaðist 7-2. Báðir sýndu þeir flotta takta þegar þeir klæddust Liverpool treyjunni síðast. Thiago náði að gefa 75 heppnaðar sendingar í einum hálfleik á móti Chelsea sem er það mesta í einum hálfleik í sögu þeirrar tölfræði í ensku úrvalsdeildinni. View this post on Instagram Touch, @thiago6 #LFC #LiverpoolFC #Thiago #Training A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) on Oct 14, 2020 at 7:09am PDT Sadio Mané skoraði fyrsta markið í 3-1 sigrinum á Arsenal og hafði áður skorað bæði mörkin í sigrinum á Chelsea á Stamford Bridge. Liverpool er búið að vinna alla þrjá leikina sem Sadio Mané hefur spilað í deildinni á þessari leiktíð. Þeir Thiago Alcantara og Sadio Mané fóru líka ekki í landsliðsverkefni Spánar og Senegal í þessum glugga vegna veikindanna. Landsliðsglugginn var aftur á móti ástæðan fyrir því að þeir félagar misstu ekki af fleiri leikjum. Naby Keita var sá síðasti af leikmönnum Liverpool sem greindust með kórónuveiruna en hann spilaði leikinn á móti Aston Villa. Keita mun væntanlega missa af Everton leiknum. Leikur Liverpool og Everton fer fram í hádeginu á laugardaginn kemur en leikurinn er á Goodison Park, heimavelli Gylfa Þórs Sigurðssonar og félaga í Everton. Hér fyrir neðan má sjá þegar Liverpool tilkynnti það á samfélagsmiðlum sínum að þeir Sadio Mané og Thiago Alcantara væru komnir til baka. Hér fyrir ofan eru líka glæsileg tæknitilþrif hjá Spánverjunum. View this post on Instagram Here he is... #LFC #LiverpoolFC #Mane A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) on Oct 13, 2020 at 10:54am PDT View this post on Instagram ¡Hola, Thiago! #LFC #LiverpoolFC #Thiago A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) on Oct 13, 2020 at 11:21am PDT Enski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Sjá meira
Liverpool getur teflt fram þeim Sadio Mané og Thiago Alcantara í nágrannaslagnum við Everton um næstu helgi. Spánverjinn Thiago Alcantara og Senegalinn Sadio Mané greindust báðir með kórónuveiruna á dögunum en þeir hafa báðir náð sér að fullu og eru byrjaðir að æfa á nýjan leik með Liverpool liðinu. Thiago Alcantara missti af tveimur deildarleikjum, á móti Arsneal og Aston Villa en Sadio Mané missti af fyrrnefndum leik á móti Aston Villa sem tapaðist 7-2. Báðir sýndu þeir flotta takta þegar þeir klæddust Liverpool treyjunni síðast. Thiago náði að gefa 75 heppnaðar sendingar í einum hálfleik á móti Chelsea sem er það mesta í einum hálfleik í sögu þeirrar tölfræði í ensku úrvalsdeildinni. View this post on Instagram Touch, @thiago6 #LFC #LiverpoolFC #Thiago #Training A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) on Oct 14, 2020 at 7:09am PDT Sadio Mané skoraði fyrsta markið í 3-1 sigrinum á Arsenal og hafði áður skorað bæði mörkin í sigrinum á Chelsea á Stamford Bridge. Liverpool er búið að vinna alla þrjá leikina sem Sadio Mané hefur spilað í deildinni á þessari leiktíð. Þeir Thiago Alcantara og Sadio Mané fóru líka ekki í landsliðsverkefni Spánar og Senegal í þessum glugga vegna veikindanna. Landsliðsglugginn var aftur á móti ástæðan fyrir því að þeir félagar misstu ekki af fleiri leikjum. Naby Keita var sá síðasti af leikmönnum Liverpool sem greindust með kórónuveiruna en hann spilaði leikinn á móti Aston Villa. Keita mun væntanlega missa af Everton leiknum. Leikur Liverpool og Everton fer fram í hádeginu á laugardaginn kemur en leikurinn er á Goodison Park, heimavelli Gylfa Þórs Sigurðssonar og félaga í Everton. Hér fyrir neðan má sjá þegar Liverpool tilkynnti það á samfélagsmiðlum sínum að þeir Sadio Mané og Thiago Alcantara væru komnir til baka. Hér fyrir ofan eru líka glæsileg tæknitilþrif hjá Spánverjunum. View this post on Instagram Here he is... #LFC #LiverpoolFC #Mane A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) on Oct 13, 2020 at 10:54am PDT View this post on Instagram ¡Hola, Thiago! #LFC #LiverpoolFC #Thiago A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) on Oct 13, 2020 at 11:21am PDT
Enski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Sjá meira