Sir Charles Barkley kemur inn fyrir Tiger Woods í „The Match 3“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2020 16:31 Charles Barkley er ekki þekktur fyrir fallega sveiflu á golfvellinum. Getty/Christian Petersen Tiger Woods mun ekki taka þátt í þriðju útgáfunni af „The Match“ golfeinvíginu en sjónvarpsáhorfendur fá í staðinn að fylgjast með golftöktum körfuboltamannanna Charles Barkley og Steph Curry. Í fyrsta golfeinvíginu þá keppti Tiger Woods á moti Phil Mickelson en í öðru einvíginu þá voru þeir báðir komnir með NFL-goðsögn með sér við hlið. Phil Mickelson var þá í liði með Tom Brady en Tiger Woods keppti með Peyton Manning. Nú er komið að þriðju útgáfunni og það eru forföll í báðum liðum. .@StephenCurry30, Peyton Manning, @PhilMickelson, and Charles Barkley headline golf fundraiser - all to be broadcast for our abundant entertainment. Read more: https://t.co/3UxM1GlbRE pic.twitter.com/QNQHDMHJmi— Sportico (@Sportico) October 15, 2020 Tom Brady er upptekinn við að spila með Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni og Tiger Woods tekur ekki þátt að þessu sinni. Phil Mickelson og Peyton Manning mæta aftur á móti báðir aftur til leiks. Í stað þeirra Brady og Woods eru komnar tvær körfuboltahetjur, þeir Charles Barkley og Steph Curry. Steph Curry er frábær kylfingur eins og hann sýndi á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í fyrra en Barkley er ekki eins frægur fyrir tilþrif á golfvellinum. Það vantar hins vegar ekki áhugann hjá kappanum. Þeir Charles Barkley og Steph Curry hafa báðir verið valdi mikilvægustu leikmenn NBA deildarinnar en á meðan Curry er enn að spila þá harles Barkley löngur hættur og starfar sem sérfræðingur um deildina á TNT sjónvarðstöðinni. Eins og áður mun þetta golfeinvígi safna peningi fyrir góðgerðasamtök. Match 2 safnaði tuttugu milljónum dollara fyrir baráttuna við COVID-19 en það gera um 2,8 milljarða íslenskra króna. Golfeinvígi númer tvö var líka mjög vinsælt sjónvarpsefni síðasta vor en það fór fram á tíma þegar nánast engar íþróttir voru í gangi í heiminum. 5,67 milljónir manns horfðu á keppnina í Bandaríkjunum sem er hæsta áhorf á golfmót í sögu kapalsjónvarpsins í landinu. Golfeinvígið númer þrjú mun hefjast föstudaginn 27. nóvember. Golf NBA Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods mun ekki taka þátt í þriðju útgáfunni af „The Match“ golfeinvíginu en sjónvarpsáhorfendur fá í staðinn að fylgjast með golftöktum körfuboltamannanna Charles Barkley og Steph Curry. Í fyrsta golfeinvíginu þá keppti Tiger Woods á moti Phil Mickelson en í öðru einvíginu þá voru þeir báðir komnir með NFL-goðsögn með sér við hlið. Phil Mickelson var þá í liði með Tom Brady en Tiger Woods keppti með Peyton Manning. Nú er komið að þriðju útgáfunni og það eru forföll í báðum liðum. .@StephenCurry30, Peyton Manning, @PhilMickelson, and Charles Barkley headline golf fundraiser - all to be broadcast for our abundant entertainment. Read more: https://t.co/3UxM1GlbRE pic.twitter.com/QNQHDMHJmi— Sportico (@Sportico) October 15, 2020 Tom Brady er upptekinn við að spila með Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni og Tiger Woods tekur ekki þátt að þessu sinni. Phil Mickelson og Peyton Manning mæta aftur á móti báðir aftur til leiks. Í stað þeirra Brady og Woods eru komnar tvær körfuboltahetjur, þeir Charles Barkley og Steph Curry. Steph Curry er frábær kylfingur eins og hann sýndi á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í fyrra en Barkley er ekki eins frægur fyrir tilþrif á golfvellinum. Það vantar hins vegar ekki áhugann hjá kappanum. Þeir Charles Barkley og Steph Curry hafa báðir verið valdi mikilvægustu leikmenn NBA deildarinnar en á meðan Curry er enn að spila þá harles Barkley löngur hættur og starfar sem sérfræðingur um deildina á TNT sjónvarðstöðinni. Eins og áður mun þetta golfeinvígi safna peningi fyrir góðgerðasamtök. Match 2 safnaði tuttugu milljónum dollara fyrir baráttuna við COVID-19 en það gera um 2,8 milljarða íslenskra króna. Golfeinvígi númer tvö var líka mjög vinsælt sjónvarpsefni síðasta vor en það fór fram á tíma þegar nánast engar íþróttir voru í gangi í heiminum. 5,67 milljónir manns horfðu á keppnina í Bandaríkjunum sem er hæsta áhorf á golfmót í sögu kapalsjónvarpsins í landinu. Golfeinvígið númer þrjú mun hefjast föstudaginn 27. nóvember.
Golf NBA Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira