EM alls staðar gæti farið fram í einu landi næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2020 09:24 Komist íslenska landsliðið á EM næsta sumar þá lendir það í riðli með Portúgal, Frakklandi og Þýskalandi. Hér má sjá landsliðsþjálfara þeirra landa eða þá Fernando Santos, Joachim Löw og Didier Deschamps. Getty/Alex Nicodim Það er ekki öruggt að þær þjóðir sem telja sig vera að fara að hýsa leiki á Evrópumótinu næsta sumar muni gera það þegar á hólminn er komið. Evrópumótið í knattspyrnu átti að fara fram síðasta sumar en var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins. Nú gæti mótið tekið enn frekari breytingum. Alexander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, er nú farinn að tala um það að fækka gestgjöfunum og jafnvel láta Evrópumótið bara fara fram í einu landi. Evrópumótið hefur verið kallað EM alls staðar en það átti að fara fram í tólf mismunandi löndum víðs vegar um Evrópu. Undanúrslitin og úrslitaleikurinn á síðan að vera á Englandi. Uefa-basen: EM kan bli i ett land https://t.co/7S5JDTlNOz— SVT Sport (@SVTSport) October 16, 2020 „Planið okkar er að halda Evrópumótið með óbreyttu sniði en í stað þess að hafa það í tólf löndum þá gætum við verið með Evrópumótið í ellefu, átta, fimm eða jafnvel einu landi,“ sagði Alexander Ceferin í viðtali við Movistar+ á Spáni. Ceferin segir að það sé of snemmt að ákveða hvort að það verði áhorfendur leyfðir á leikjunum eða ekki enda hafa menn miklar áhyggjur af mikilli útbreiðslu kórónuveirunnar í Evrópu þessa dagana. „Við höfum alltaf áhyggjur af stöðunni en við erum jafnframt alveg viss um að þetta Evrópumóti muni fara fram,“ sagði Ceferin. Íslenska landsliðið er eitt af þeim átta löndum sem keppa um fjögur laus sæti í keppninni. Ísland mætir Ungverjalandi á útivelli í næsta mánuði í hreinum úrslitaleik um farseðil á EM 2020 (21). Komist Ísland áfram þá átti liðið að spila leiki sína í Búdapest og München en samkvæmt þessum fréttum þá gæti það breyst í vetur. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Sjá meira
Það er ekki öruggt að þær þjóðir sem telja sig vera að fara að hýsa leiki á Evrópumótinu næsta sumar muni gera það þegar á hólminn er komið. Evrópumótið í knattspyrnu átti að fara fram síðasta sumar en var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins. Nú gæti mótið tekið enn frekari breytingum. Alexander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, er nú farinn að tala um það að fækka gestgjöfunum og jafnvel láta Evrópumótið bara fara fram í einu landi. Evrópumótið hefur verið kallað EM alls staðar en það átti að fara fram í tólf mismunandi löndum víðs vegar um Evrópu. Undanúrslitin og úrslitaleikurinn á síðan að vera á Englandi. Uefa-basen: EM kan bli i ett land https://t.co/7S5JDTlNOz— SVT Sport (@SVTSport) October 16, 2020 „Planið okkar er að halda Evrópumótið með óbreyttu sniði en í stað þess að hafa það í tólf löndum þá gætum við verið með Evrópumótið í ellefu, átta, fimm eða jafnvel einu landi,“ sagði Alexander Ceferin í viðtali við Movistar+ á Spáni. Ceferin segir að það sé of snemmt að ákveða hvort að það verði áhorfendur leyfðir á leikjunum eða ekki enda hafa menn miklar áhyggjur af mikilli útbreiðslu kórónuveirunnar í Evrópu þessa dagana. „Við höfum alltaf áhyggjur af stöðunni en við erum jafnframt alveg viss um að þetta Evrópumóti muni fara fram,“ sagði Ceferin. Íslenska landsliðið er eitt af þeim átta löndum sem keppa um fjögur laus sæti í keppninni. Ísland mætir Ungverjalandi á útivelli í næsta mánuði í hreinum úrslitaleik um farseðil á EM 2020 (21). Komist Ísland áfram þá átti liðið að spila leiki sína í Búdapest og München en samkvæmt þessum fréttum þá gæti það breyst í vetur.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn