Makar krabbameinssjúklinga upplifa sig út undan í ferlinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. október 2020 12:30 Félagið flutti starfsemina sína á dögunum í nýtt húsnæði á Selfossi, sem er við Eyraveg 31. Það er bjart og fallegt með nóg af plássi fyrir alla. Magnús Hlynur Hreiðarsson Makar þeirra, sem greinast með krabbamein upplifa sig út undan í ferlinu og vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga á meðan makinn er í sinni krabbameinsmeðferð. Krabbameinsfélag Árnessýslu ætlar að bregðast við þessu og koma á fót stuðningshópi fyrir maka þeirra, sem eru í krabbameinsferli. Krabbameinsfélag Árnessýslu var stofnað 29.maí 1971 og fagnar því 50 ára afmæli á næsta ári. Í félaginu eru um 300 manns og hefur starfið sjaldan eða aldrei verið eins öflugt og nú. Félagið heldur t.d. úti stuðningshópum fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra og sérstakur hópur, Smárarnir eru fyrir karla, sem greinst hafa með krabbamein. Svanhildur Ólafsdóttir er formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu. Svanhildur Ólafsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Starfið hjá okkur gengur mikið út á það að vera bara til staðar fyrir fólkið í okkar samfélagi, veita fræðslu og veita félagsskap. Það er erfitt að vera í krabbameinsferlinu og detta út úr daglegri rútínu,“ segir Svanhildur Krabbameinsfélag Árnessýslu er með heilmikla starfsemi „Já, við erum alltaf að eflast, núna vorum við að flytja í nýtt húsnæði, sem gerir okkur kleift að efla þjónustuna enn þá frekar eins og að vera með fastan opnunartíma, fjölga viðtölum og vera með námskeið og fræðslumola, sem allir geta nýtt sér.“ Svanhildur segir að það hafi mikið breyst hjá félaginu þegar Sigurður Böðvarsson, krabbameinslæknir hóf störf á sjúkrahúsinu á Selfossi því nú þurfa Sunnlendingar ekki að keyra lengur til Reykjavíkur til að komast til krabbameinslæknis. Mjög vel er passað upp á allar sóttvarnir í nýja húsinu vegna Covid-19.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún segir að nú standi til að halda sérstaklega vel utan um maka þeirra, sem hafa fengið krabbamein eða eru í krabbameinsmeðferð, nýlega rannsókn Stefaníu Þóru Jónsdóttur, félagsráðgjafa hafi sýnt nauðsyn þess. „Niðurstöðurnar sýna að við erum svolítið að gleyma mökunum, þeir upplifa sig út undan í ferlinu og þeim vantar leiðbeiningar, fræðslu og utanumhald. Þannig að við ætlum að bregðast við því og erum að byrja með núna í október makahóp, sérstakan stuðningshóp bara fyrir makan,“ segir Svanhildur. Krabbameinsfélag Árnessýslu fagnar 50 ára afmæli sínu á næsta ári.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Sjá meira
Makar þeirra, sem greinast með krabbamein upplifa sig út undan í ferlinu og vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga á meðan makinn er í sinni krabbameinsmeðferð. Krabbameinsfélag Árnessýslu ætlar að bregðast við þessu og koma á fót stuðningshópi fyrir maka þeirra, sem eru í krabbameinsferli. Krabbameinsfélag Árnessýslu var stofnað 29.maí 1971 og fagnar því 50 ára afmæli á næsta ári. Í félaginu eru um 300 manns og hefur starfið sjaldan eða aldrei verið eins öflugt og nú. Félagið heldur t.d. úti stuðningshópum fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra og sérstakur hópur, Smárarnir eru fyrir karla, sem greinst hafa með krabbamein. Svanhildur Ólafsdóttir er formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu. Svanhildur Ólafsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Starfið hjá okkur gengur mikið út á það að vera bara til staðar fyrir fólkið í okkar samfélagi, veita fræðslu og veita félagsskap. Það er erfitt að vera í krabbameinsferlinu og detta út úr daglegri rútínu,“ segir Svanhildur Krabbameinsfélag Árnessýslu er með heilmikla starfsemi „Já, við erum alltaf að eflast, núna vorum við að flytja í nýtt húsnæði, sem gerir okkur kleift að efla þjónustuna enn þá frekar eins og að vera með fastan opnunartíma, fjölga viðtölum og vera með námskeið og fræðslumola, sem allir geta nýtt sér.“ Svanhildur segir að það hafi mikið breyst hjá félaginu þegar Sigurður Böðvarsson, krabbameinslæknir hóf störf á sjúkrahúsinu á Selfossi því nú þurfa Sunnlendingar ekki að keyra lengur til Reykjavíkur til að komast til krabbameinslæknis. Mjög vel er passað upp á allar sóttvarnir í nýja húsinu vegna Covid-19.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún segir að nú standi til að halda sérstaklega vel utan um maka þeirra, sem hafa fengið krabbamein eða eru í krabbameinsmeðferð, nýlega rannsókn Stefaníu Þóru Jónsdóttur, félagsráðgjafa hafi sýnt nauðsyn þess. „Niðurstöðurnar sýna að við erum svolítið að gleyma mökunum, þeir upplifa sig út undan í ferlinu og þeim vantar leiðbeiningar, fræðslu og utanumhald. Þannig að við ætlum að bregðast við því og erum að byrja með núna í október makahóp, sérstakan stuðningshóp bara fyrir makan,“ segir Svanhildur. Krabbameinsfélag Árnessýslu fagnar 50 ára afmæli sínu á næsta ári.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Sjá meira