Heilbrigðisráðherra staðfestir í meginatriðum tillögur sóttvarnalæknis Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. október 2020 15:50 Heilbrigðisráðherra staðfestir í meginatriðum tillögur sóttvarnalæknis. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í meginatriðum þær breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem kveðið verður á um í reglugerð um takmarkanir á samkomum sem tekur gildi þriðjudaginn 20. október og gilda til 3. nóvember. Þetta kemur fram á Covid.is. Breytingarnar eru að mestu þær sömu og sóttvarnalæknir leggur til. Ráðherra kynnti breytingarnar og minnisblað sóttvarnalæknis á fundi ríkisstjórnar á föstudag. Áfram verður kveðið á um strangari takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu en gilda á landsvísu. Utan höfuðborgarsvæðisins verður gerð sú meginbreyting að nándarmörk milli einstaklinga verða aukin úr 1 metra í 2. Auglýsing um aðgerðirnar verður birt á vef Sjórnarráðsins á morgun. Á vef stjórnarráðsins kemur eftirfarandi fram: Takmarkanir utan höfuðborgarsvæðisins – helstu breytingar: Nándarmörk milli einstaklinga verða 2 metrar. Skylt verður að nota andlitsgrímur þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra nándarmörk, m.a. í verslunum. Á viðburðum verður einungis heimilt að hafa 20 gesti í hólfi í hverju rými sem skulu sitja í númeruðum sætum sem skráð eru á nafn. Engir áhorfendur mega vera á íþróttaviðburðum, hvorki innan- né utandyra. Íþróttaiðkun, einnig sú sem krefst snertingar eða mikillar nálægðar, verður heimil, jafnt innan- og utandyra. Líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar. Takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu – helstu breytingar: Allt íþrótta- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri sem krefst snertingar verður óheimilt. Skólasund verður óheimilt. Íþróttaiðkun sem ekki krefst snertingar verður heimil en fjöldi þátttakenda má að hámarki vera 20 einstaklingar og 2 metra nándarmörk skulu virt. Engir áhorfendur mega vera viðstaddir. Æfingar og keppni í íþróttum sem krefjast snertingar verða óheimilar, innan húss og utan, jafnt hjá börnum og fullorðnum. Óbreyttar reglur um skólastarf Sóttvarnalæknir leggur ekki til neinar breytingar á gildandi sóttvarnaráðstöfunum í skólastarfi og verður gildistími reglugerðar þar að lútandi því framlengdur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Boðar áframhaldandi hertar aðgerðir Katrín Jakobsdóttir forsætisráhðerra vonar að hækkandi hlutfall fólks sem greinist hér á landi í sóttkví séu merki um að hertar aðgerðir séu að skila árangri. Um leið berist fréttir af andláti vegna Covid-19 sem minni á mikilvægi aðgerða. 16. október 2020 12:46 „Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. 15. október 2020 11:32 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í meginatriðum þær breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem kveðið verður á um í reglugerð um takmarkanir á samkomum sem tekur gildi þriðjudaginn 20. október og gilda til 3. nóvember. Þetta kemur fram á Covid.is. Breytingarnar eru að mestu þær sömu og sóttvarnalæknir leggur til. Ráðherra kynnti breytingarnar og minnisblað sóttvarnalæknis á fundi ríkisstjórnar á föstudag. Áfram verður kveðið á um strangari takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu en gilda á landsvísu. Utan höfuðborgarsvæðisins verður gerð sú meginbreyting að nándarmörk milli einstaklinga verða aukin úr 1 metra í 2. Auglýsing um aðgerðirnar verður birt á vef Sjórnarráðsins á morgun. Á vef stjórnarráðsins kemur eftirfarandi fram: Takmarkanir utan höfuðborgarsvæðisins – helstu breytingar: Nándarmörk milli einstaklinga verða 2 metrar. Skylt verður að nota andlitsgrímur þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra nándarmörk, m.a. í verslunum. Á viðburðum verður einungis heimilt að hafa 20 gesti í hólfi í hverju rými sem skulu sitja í númeruðum sætum sem skráð eru á nafn. Engir áhorfendur mega vera á íþróttaviðburðum, hvorki innan- né utandyra. Íþróttaiðkun, einnig sú sem krefst snertingar eða mikillar nálægðar, verður heimil, jafnt innan- og utandyra. Líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar. Takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu – helstu breytingar: Allt íþrótta- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri sem krefst snertingar verður óheimilt. Skólasund verður óheimilt. Íþróttaiðkun sem ekki krefst snertingar verður heimil en fjöldi þátttakenda má að hámarki vera 20 einstaklingar og 2 metra nándarmörk skulu virt. Engir áhorfendur mega vera viðstaddir. Æfingar og keppni í íþróttum sem krefjast snertingar verða óheimilar, innan húss og utan, jafnt hjá börnum og fullorðnum. Óbreyttar reglur um skólastarf Sóttvarnalæknir leggur ekki til neinar breytingar á gildandi sóttvarnaráðstöfunum í skólastarfi og verður gildistími reglugerðar þar að lútandi því framlengdur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Boðar áframhaldandi hertar aðgerðir Katrín Jakobsdóttir forsætisráhðerra vonar að hækkandi hlutfall fólks sem greinist hér á landi í sóttkví séu merki um að hertar aðgerðir séu að skila árangri. Um leið berist fréttir af andláti vegna Covid-19 sem minni á mikilvægi aðgerða. 16. október 2020 12:46 „Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. 15. október 2020 11:32 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Boðar áframhaldandi hertar aðgerðir Katrín Jakobsdóttir forsætisráhðerra vonar að hækkandi hlutfall fólks sem greinist hér á landi í sóttkví séu merki um að hertar aðgerðir séu að skila árangri. Um leið berist fréttir af andláti vegna Covid-19 sem minni á mikilvægi aðgerða. 16. október 2020 12:46
„Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. 15. október 2020 11:32