Petr Cech, nú tæknilegur ráðgjafi hjá Chelsea og frammistöðuþjálfari, er í 25 manna leikmannahópi Chelsea sem liðið skilaði inn til ensku úrvalsdeildarinnar í dag.
Tékkinn er í hópnum sem svokölluð neyðarlausn en þetta er neyðartilfelli á tímum kórónuveirunnar.
Cech lagði skóna á hilluna í maí 2019 eftir að Arsenal hafði tapað fyrir Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.
Kepa Arrizabalaga, Willy Caballero og Edouard Mendy eru allir í hópnum svo ansi mikið þarf að gerast svo að Tékkinn þurfti að taka fram hanskana og henda sér í markið.
BREAKING: Chelsea have named retired goalkeeper Petr Cech in their Premier League squad.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 20, 2020
Full story...