Miðað við 300 þúsund manna þjóð er ótrúlegt hve góður fótboltinn á Íslandi er Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2020 11:31 Erin McLeod í leik með Stjörnunni gegn ÍBV í lok ágúst. Garðbæingar unnu leikinn, 1-0. vísir/hulda margrét Erin McLeod, markvörður Stjörnunnar í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, ræðir um dvöl sína á Íslandi í viðtali við heimasíðu FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins. McLeod kom til Stjörnunnar á láni frá Orlando Pride í Bandaríkjunum um miðjan ágúst. Sú kanadíska hefur leikið átta leiki með Garðbæingum í Pepsi Max-deildinni. Í viðtalinu segir McLeod að hún hafi þurft að spila eftir að hafa glímt við meiðsli í um ár og Ísland hafi komið inn í myndina vegna kærustu sinnar, Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. „Við heimsóttum Ísland í desember - ég mæli með því að fólk heimsæki landið að sumri til - og þá áttum við viðræður við Stjörnuna, uppeldisfélag Gunnhildar. Svo þegar ég skoðaði þetta, að ég átti möguleika á að koma hingað, það voru fá kórónuveirutilfelli á Íslandi og fékk tækifæri til að kynnast fjölskyldu kærustu minnar, var þetta ekki spurning. Og þetta hefur verið dásamlegt,“ sagði McLeod. McLeod hefur farið á fjögur heimsmeistaramót og tvenna Ólympíuleika með kanadíska landsliðinu.vísir/hulda margrét Hin 37 ára McLeod, sem hefur leikið 118 leiki fyrir kanadíska landsliðið og farið með því á fjölmörg stórmót, talar afar vel um Ísland í viðtalinu, hversu góður fótboltinn hér á landi er og hrósar umhverfinu í kringum hann. „Miðað við 300 þúsund manna þjóð er ótrúlegt hversu góður fótboltinn er. Að mörgu leyti er Ísland stórkostlegt. Ég ber mikla virðingu fyrir því hvernig þetta land lítur, ekki einungis á kvennaíþróttir, heldur kynjamál almennt. Fyrir nokkrum árum var feðrum gert að fara í fæðingarorlof og launamunur kynjanna er einn sá minnsti í heiminum. Það sama er með árangurstengdar greiðslur [íslensku landsliðanna], konur fá það sama og karlar. Það er margt sem önnur lönd, m.a. Kanada, geta lært af Íslandi,“ sagði McLeod. „Ég held að heildarmyndin sé það sem heilli erlenda leikmenn sem koma hingað að spila. Allir tala frábæra ensku, og margir leiðrétta málfræðina mína, og þér líður eins og þú sért heima hjá þér. Þú getur klárað æfingu, keyrt svo í 30-40 mínútur og skoðað stórkostlega náttúru. Ég hef fundið að því meiri áherslu sem ég legg á að ná jafnvægi í vinnu og starfi því betur spila ég.“ Allt viðtalið við Erin McLeod má lesa með því að smella hér. Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Erin McLeod, markvörður Stjörnunnar í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, ræðir um dvöl sína á Íslandi í viðtali við heimasíðu FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins. McLeod kom til Stjörnunnar á láni frá Orlando Pride í Bandaríkjunum um miðjan ágúst. Sú kanadíska hefur leikið átta leiki með Garðbæingum í Pepsi Max-deildinni. Í viðtalinu segir McLeod að hún hafi þurft að spila eftir að hafa glímt við meiðsli í um ár og Ísland hafi komið inn í myndina vegna kærustu sinnar, Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. „Við heimsóttum Ísland í desember - ég mæli með því að fólk heimsæki landið að sumri til - og þá áttum við viðræður við Stjörnuna, uppeldisfélag Gunnhildar. Svo þegar ég skoðaði þetta, að ég átti möguleika á að koma hingað, það voru fá kórónuveirutilfelli á Íslandi og fékk tækifæri til að kynnast fjölskyldu kærustu minnar, var þetta ekki spurning. Og þetta hefur verið dásamlegt,“ sagði McLeod. McLeod hefur farið á fjögur heimsmeistaramót og tvenna Ólympíuleika með kanadíska landsliðinu.vísir/hulda margrét Hin 37 ára McLeod, sem hefur leikið 118 leiki fyrir kanadíska landsliðið og farið með því á fjölmörg stórmót, talar afar vel um Ísland í viðtalinu, hversu góður fótboltinn hér á landi er og hrósar umhverfinu í kringum hann. „Miðað við 300 þúsund manna þjóð er ótrúlegt hversu góður fótboltinn er. Að mörgu leyti er Ísland stórkostlegt. Ég ber mikla virðingu fyrir því hvernig þetta land lítur, ekki einungis á kvennaíþróttir, heldur kynjamál almennt. Fyrir nokkrum árum var feðrum gert að fara í fæðingarorlof og launamunur kynjanna er einn sá minnsti í heiminum. Það sama er með árangurstengdar greiðslur [íslensku landsliðanna], konur fá það sama og karlar. Það er margt sem önnur lönd, m.a. Kanada, geta lært af Íslandi,“ sagði McLeod. „Ég held að heildarmyndin sé það sem heilli erlenda leikmenn sem koma hingað að spila. Allir tala frábæra ensku, og margir leiðrétta málfræðina mína, og þér líður eins og þú sért heima hjá þér. Þú getur klárað æfingu, keyrt svo í 30-40 mínútur og skoðað stórkostlega náttúru. Ég hef fundið að því meiri áherslu sem ég legg á að ná jafnvægi í vinnu og starfi því betur spila ég.“ Allt viðtalið við Erin McLeod má lesa með því að smella hér.
Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira