Nú sitji börnin heima á meðan fullorðnir mæta í ræktina Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2020 07:01 Einmana bolti á gervigrasi. Knattspyrnuæfingar barna hafa legið niðri í nokkrar vikur og munu gera það áfram. Vísir/Vilhelm Foreldrum og aðstandendum íþróttastarfs barna þykir mörgum skjóta skökku við að börn fái ekki að stunda sínar skipulögðu íþróttir en líkamsræktarstöðvar fái að halda úti hóptímum. Eftir að ný reglugerð heilbrigðisráðherra tók gildi á þriðjdag sagði framkvæmdastjóri UMFÍ merkja ákveðna stefnubreytingu hjá stjórnvöldum; í fyrri bylgjum kórónuveirufaraldursins hafi kapp verið lagt á að halda barnastarfi í gangi en nú sitji börnin heima á meðan fullorðnir mæti í ræktina. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla kallaði við sama tilefni eftir skýrari reglum. Íþróttir barna „án snertingar og blöndunar“ leyfðar Í reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi í fyrradag er íþróttastarf á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands „sem krefst snertingar eða hætta er á snertingu milli fólks“ óheimilt á höfuðborgarsvæðinu. Íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri, þar með talið skólasund, sem krefst meiri snertingar og frekari blöndunar hópa en í skólastarfi, er jafnframt óheimilt á höfuðborgarsvæðinu. Íþrótta- og tómstundastarf barna sem ekki krefst frekari blöndunar hópa en í skólastarfi er heimilt, einnig þótt í því felist snerting. Þetta á t.d. við um frímínútur í skólum og leikfimitímum. Talsverðrar óvissu hefur gætt um það hvernig íþróttastarfi barna skuli háttað innan ramma reglugerðarinnar. Það er þó ákvörðun þeirra sem stjórna íþrótta- og tómstundastarfi barna hvort þeir nýti sér það svigrúm sem reglugerðir ráðherra fela í sér, eða ekki. Fram kemur í tilkynningu frá UMFÍ á mánudag að staðið hafi til að íþróttastarf barna myndi hefjast að nýju á höfuðborgarsvæðinu á þriðjudag, að uppfylltum skilyrðum, en æfingar hafa legið niðri síðan í byrjun mánaðar. Af því varð þó ekki. Eftir „langan dag og yfirferð um ýmsar sviðsmyndir“ var loks ákveðið að öllum íþróttamannvirkjum og sundlaugum á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skyldi lokað á þriðjudag. Íþróttakennsla verði leyfð utandyra en skólasund falli niður. „Samfélagið á mikið undir því að það takist að halda skólastarfi gangandi. Því sé lögð áhersla á að takmarka blöndun barna og unglinga milli ólíkra leik- og grunnskóla höfuðborgarsvæðisins. Að öðrum kosti getur eitt smit leitt til að óþarflega stórir hópar eða fleiri en einn skóli þurfi að fara í einangrun eða sóttkví,“ segir í tilkynningu almannavarna um málið á mánudag. Innt eftir því að loknum ríkisstjórnarfundi í fyrradag hvaða íþróttir börn geti stundað utandyra innan þessara takmarkana kvaðst Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ekki vera sérfræðingur í því. Verið væri að vinna að útfærslum á þessu með þeim sem sinna íþróttastarfi barna. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.Vísir/Baldur Áðurnefndar reglur um íþróttastarf barna hafa verið gagnrýndar, einkum í ljósi þess að líkamsræktarstöðvar fengu að opna á ný í fyrradag innan ramma reglugerðarinnar. Iðkendur stöðvanna mega nú sækja skipulagða hóptíma, að uppfylltri tveggja metra reglu, fjöldatakmörkunum og öðrum sóttvörnum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði þó til í minnisblaði sínu að líkamsræktarstöðvar yrðu áfram lokaðar og talaði einnig fyrir því á upplýsingafundi almannavarna í fyrradag. Þess má þó geta að Þórólfur lagði einnig til í minnisblaði sínu að íþróttaiðkun á borð við crossfit og jóga undirgangist sömu takmarkanir og aðrar íþróttir, þ.e. að slík iðkun verði leyfð að því gefnu að hún feli ekki í sér snertingu og uppfylli önnur sóttvarnaskilyrði. Ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að vegna jafnræðisreglu væri ekki hægt að heimila slíka iðkun hjá einum rekstraraðila en ekki hjá öðrum. Telur reglurnar ekki nógu skýrar Hrefna Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Heimilis og skóla sagði í samtali við Vísi á þriðjudag að foreldrum þyki mörgum sérstakt að líkamsræktarstöðvar megi opna en að börn geti ekki stundað sínar skipulögðu íþróttir. Fótboltaæfingar barna hafa legið niðri á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur.Vísir/Hanna „Það sem ég held að sé samt aðalvandinn í þessu, og það sem foreldrum finnst erfiðast, er að þetta er orðið of flókið. Ef yfirvöld vilja fá fólk með sér í lið, fá fólk til að hlíta fyrirmælum, þurfa fyrirmælin að vera skýr. Ég held að allir hafi skilning á því að þetta sé af illri nauðsyn en það stingur í stúf þegar er misræmi í reglum og tilmælum. Það er skrýtið að framhaldsskólar séu lokaðir, að börn megi ekki vera saman á æfingum en svo opna líkamsræktarstöðvarnar.“ Meiri „frústrerasjón“ en áður Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ sagði sömuleiðis í samtali við Vísi á þriðjudag að reglugerðin opni á íþróttastarf án snertingar en minnisblað sóttvarnalæknis og tilmæli almannavarna á mánudagskvöld hafi verið á þann veg að starf fari ekki fram. Staðan í dag sé því skýr: engin starfsemi fer fram hjá félögunum. Mánudagurinn hafi hins vegar verið afar ruglingslegur; misræmi í minnisblaði sóttvarnalæknis og reglugerð ráðherra hafi verið óþægilegt. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.UMFÍ „Ungmennafélögin og íþróttafélögin eru vön því að fara eftir reglum. En það sem lá ekkert fyrir var hvaða reglum ætti að fara eftir. Það er aðalruglingurinn. Því reglurnar í sjálfu sér eru ekki svakalega óskýrar en svo snýrðu þér við og þá eru þær reglur ekki í gildi heldur allt aðrar. Þar myndast núningurinn og samanburðurinn. Það sem við sjáum skapast meira og meira er „frústrerasjón“ og pirringur sem ætti að vera hægt að komast hjá. Ég heyri það á félögunum að það berast gríðarlega mörg símtöl og tölvupóstar til þeirra.“ Þá segir Auður að nú virðist hafa orðið ákveðin stefnubreyting hjá stjórnvöldum varðandi íþróttir og tómstundir barna. Skákæfingar á höfuðborgarsvæðinu liggja niðri en þó er hægt að stunda skák í hverjum skóla eða leikskóla fyrir sig.Vísir/Vilhelm „Ég veit ekki hvort þetta sé sú útkoma sem fólk ætlaði sér þegar farið var af stað en við gerum ekkert annað en að fylgja þeim reglum og fyrirmælum sem eru í gangi. En við veltum líka fyrir okkur að í þessum fyrri bylgjum var allt kapp lagt á að halda barna- og ungmennastarfinu í gangi, bæði íþrótta- og skólastarfinu, en nú erum við komin í þá stöðu að börnin sitja heima á meðan fullorðnir eru komnir í ræktina. Það er ákveðin þversögn. En ég held að það sé ekki til neins fyrir okkur að hengja okkur í því,“ segir Auður. Ef til vill röng nálgun Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir benti á það í útvarpsþættinum Bítinu á mánudag að börn virðist smita minna sín á milli en fullorðnir, nokkuð sem sóttvarnalæknir hefur einnig nefnt ítrekað á upplýsingafundum. Þá sagði Bryndís að ekkert benti til þess að þau börn sem smitast af veirunni eigi eftir að glíma við vandamál til langs tíma líkt og fullorðnir. Bryndís veltir fyrir sér hvort það sé röng nálgun að leyfa börnum ekki að æfa sínar íþróttir vitandi þó það að þau séu úti að leika sér á daginn.Vísir Bryndís setti í því samhengi spurningarmerki við að mörg hundruð grunnskólabörn þurfi að fara í sóttkví þegar eitt barn í skólanum greinist með kórónuveiruna, líkt og dæmi eru um á síðustu vikum. Ef til vill væri of langt gengið í þeim sóttvarnaaðgerðum sem takmarka þátttöku barna í íþróttum og skólastarfi. „Við langflest sem þekkjum börn eða eigum börn erum tilbúin að leggja ansi mikið á okkur til þess að líf okkar barna og unglinga séu sem eðlilegust. Hugsanlega þarf aðeins að endurskoða eitthvað af þessu. Núna er ég að tala um grunnskólabörn. Það sem er á allra vörum undanfarna daga eru æfingar þeirra eða útivist og svo framvegis. Maður veit að grunnskólabörn eru flest, ef þau eru ekki í sóttkví þá eru þau í skóla, sem ég fagna og mér finnst vera eðlilegast í þessu ástandi sem við eigum við hérna á Íslandi sem er gott. En að leyfa þeim ekki að æfa sínar íþróttir, vitandi þó það að þau séu úti að leika sér á daginn, það er kannski, ég veit það ekki, röng nálgun,“ sagði Bryndís. Óhætt er að segja að reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi á þriðjudag sé ein sú umdeildasta frá því að faraldurinn hófst. Líkt og rakið er að framan hefur mjög borið á því að reglurnar þyki óskýrar, einkum með tilliti til íþróttastarfs barna og líkamsræktarstöðva. Þá hefur þótt misræmi í reglunum og minnisblaði sóttvarnalæknis, sem reynst hefur mörgum fjötur um fót. Þannig voru eigendur líkamsræktarstöðva óvissir um það allt fram á mánudag hvort þeir mættu opna stöðvar sínar fyrir hóptímum í gær. Eigendur World Class og Sporthússins ákváðu á endanum að opna en eigandi Hreyfingar kvaðst ekki ætla að nýta sér „glufu í reglugerð heilbrigðisráðuneytisins“. Fleiri líkamsræktarstöðvar á borð við Reebok Fitness, Hress og Heilsuklasann tóku sömu ákvörðun. Heilbrigðisráðherra hafnaði því í samtali við fréttastofu í fyrradag að farið hefði verið gegn tillögum sóttvarnalæknis. „Ég er ekki að fara gegn hans tillögum heldur í raun og veru að gæta jafnræðis milli rekstraraðila. Við Þórólfur höfum farið yfir þetta mál síðan og það er það er algjörlega sameiginlegur skilningur á málinu eins og það lítur út núna,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Athugasemd: Viðtölin við framkvæmdastjóri UMFÍ og framkvæmdastjóra Heimilis og skóla voru tekin á þriðjudag. Reglur varðandi íþróttastarf og líkamsræktarstöðvar hafa ekkert breyst síðan þá. Hins vegar var í gærkvöldi ákveðið að heimila afreksíþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu að uppfylltum skilyrðum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Íþróttir barna Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Telur að einstaklingsbundnum sóttvörnum hafi ekki verið gefinn séns „Ég er bara að benda á að menn hafa kannski ekki leyft einstaklingsbundnum sóttvörnum að hafa sín áhrif. Þessar harðari aðgerðir sem gripið hefur verið til með samkomubanni, lokun á sundstöðum og líkamsræktarstöðum, það hefur verið gripið til þeirra þegar útbreiðsla var á niðurleið,“ segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 21. október 2020 14:34 Ánægjulegt að nýgengið sé á niðurleið en hefur áhyggjur af opnun líkamsræktarstöðva Tæplega helmingur þeirra 45 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær var í sóttkví. 21. október 2020 12:14 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Foreldrum og aðstandendum íþróttastarfs barna þykir mörgum skjóta skökku við að börn fái ekki að stunda sínar skipulögðu íþróttir en líkamsræktarstöðvar fái að halda úti hóptímum. Eftir að ný reglugerð heilbrigðisráðherra tók gildi á þriðjdag sagði framkvæmdastjóri UMFÍ merkja ákveðna stefnubreytingu hjá stjórnvöldum; í fyrri bylgjum kórónuveirufaraldursins hafi kapp verið lagt á að halda barnastarfi í gangi en nú sitji börnin heima á meðan fullorðnir mæti í ræktina. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla kallaði við sama tilefni eftir skýrari reglum. Íþróttir barna „án snertingar og blöndunar“ leyfðar Í reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi í fyrradag er íþróttastarf á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands „sem krefst snertingar eða hætta er á snertingu milli fólks“ óheimilt á höfuðborgarsvæðinu. Íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri, þar með talið skólasund, sem krefst meiri snertingar og frekari blöndunar hópa en í skólastarfi, er jafnframt óheimilt á höfuðborgarsvæðinu. Íþrótta- og tómstundastarf barna sem ekki krefst frekari blöndunar hópa en í skólastarfi er heimilt, einnig þótt í því felist snerting. Þetta á t.d. við um frímínútur í skólum og leikfimitímum. Talsverðrar óvissu hefur gætt um það hvernig íþróttastarfi barna skuli háttað innan ramma reglugerðarinnar. Það er þó ákvörðun þeirra sem stjórna íþrótta- og tómstundastarfi barna hvort þeir nýti sér það svigrúm sem reglugerðir ráðherra fela í sér, eða ekki. Fram kemur í tilkynningu frá UMFÍ á mánudag að staðið hafi til að íþróttastarf barna myndi hefjast að nýju á höfuðborgarsvæðinu á þriðjudag, að uppfylltum skilyrðum, en æfingar hafa legið niðri síðan í byrjun mánaðar. Af því varð þó ekki. Eftir „langan dag og yfirferð um ýmsar sviðsmyndir“ var loks ákveðið að öllum íþróttamannvirkjum og sundlaugum á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skyldi lokað á þriðjudag. Íþróttakennsla verði leyfð utandyra en skólasund falli niður. „Samfélagið á mikið undir því að það takist að halda skólastarfi gangandi. Því sé lögð áhersla á að takmarka blöndun barna og unglinga milli ólíkra leik- og grunnskóla höfuðborgarsvæðisins. Að öðrum kosti getur eitt smit leitt til að óþarflega stórir hópar eða fleiri en einn skóli þurfi að fara í einangrun eða sóttkví,“ segir í tilkynningu almannavarna um málið á mánudag. Innt eftir því að loknum ríkisstjórnarfundi í fyrradag hvaða íþróttir börn geti stundað utandyra innan þessara takmarkana kvaðst Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ekki vera sérfræðingur í því. Verið væri að vinna að útfærslum á þessu með þeim sem sinna íþróttastarfi barna. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.Vísir/Baldur Áðurnefndar reglur um íþróttastarf barna hafa verið gagnrýndar, einkum í ljósi þess að líkamsræktarstöðvar fengu að opna á ný í fyrradag innan ramma reglugerðarinnar. Iðkendur stöðvanna mega nú sækja skipulagða hóptíma, að uppfylltri tveggja metra reglu, fjöldatakmörkunum og öðrum sóttvörnum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði þó til í minnisblaði sínu að líkamsræktarstöðvar yrðu áfram lokaðar og talaði einnig fyrir því á upplýsingafundi almannavarna í fyrradag. Þess má þó geta að Þórólfur lagði einnig til í minnisblaði sínu að íþróttaiðkun á borð við crossfit og jóga undirgangist sömu takmarkanir og aðrar íþróttir, þ.e. að slík iðkun verði leyfð að því gefnu að hún feli ekki í sér snertingu og uppfylli önnur sóttvarnaskilyrði. Ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að vegna jafnræðisreglu væri ekki hægt að heimila slíka iðkun hjá einum rekstraraðila en ekki hjá öðrum. Telur reglurnar ekki nógu skýrar Hrefna Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Heimilis og skóla sagði í samtali við Vísi á þriðjudag að foreldrum þyki mörgum sérstakt að líkamsræktarstöðvar megi opna en að börn geti ekki stundað sínar skipulögðu íþróttir. Fótboltaæfingar barna hafa legið niðri á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur.Vísir/Hanna „Það sem ég held að sé samt aðalvandinn í þessu, og það sem foreldrum finnst erfiðast, er að þetta er orðið of flókið. Ef yfirvöld vilja fá fólk með sér í lið, fá fólk til að hlíta fyrirmælum, þurfa fyrirmælin að vera skýr. Ég held að allir hafi skilning á því að þetta sé af illri nauðsyn en það stingur í stúf þegar er misræmi í reglum og tilmælum. Það er skrýtið að framhaldsskólar séu lokaðir, að börn megi ekki vera saman á æfingum en svo opna líkamsræktarstöðvarnar.“ Meiri „frústrerasjón“ en áður Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ sagði sömuleiðis í samtali við Vísi á þriðjudag að reglugerðin opni á íþróttastarf án snertingar en minnisblað sóttvarnalæknis og tilmæli almannavarna á mánudagskvöld hafi verið á þann veg að starf fari ekki fram. Staðan í dag sé því skýr: engin starfsemi fer fram hjá félögunum. Mánudagurinn hafi hins vegar verið afar ruglingslegur; misræmi í minnisblaði sóttvarnalæknis og reglugerð ráðherra hafi verið óþægilegt. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.UMFÍ „Ungmennafélögin og íþróttafélögin eru vön því að fara eftir reglum. En það sem lá ekkert fyrir var hvaða reglum ætti að fara eftir. Það er aðalruglingurinn. Því reglurnar í sjálfu sér eru ekki svakalega óskýrar en svo snýrðu þér við og þá eru þær reglur ekki í gildi heldur allt aðrar. Þar myndast núningurinn og samanburðurinn. Það sem við sjáum skapast meira og meira er „frústrerasjón“ og pirringur sem ætti að vera hægt að komast hjá. Ég heyri það á félögunum að það berast gríðarlega mörg símtöl og tölvupóstar til þeirra.“ Þá segir Auður að nú virðist hafa orðið ákveðin stefnubreyting hjá stjórnvöldum varðandi íþróttir og tómstundir barna. Skákæfingar á höfuðborgarsvæðinu liggja niðri en þó er hægt að stunda skák í hverjum skóla eða leikskóla fyrir sig.Vísir/Vilhelm „Ég veit ekki hvort þetta sé sú útkoma sem fólk ætlaði sér þegar farið var af stað en við gerum ekkert annað en að fylgja þeim reglum og fyrirmælum sem eru í gangi. En við veltum líka fyrir okkur að í þessum fyrri bylgjum var allt kapp lagt á að halda barna- og ungmennastarfinu í gangi, bæði íþrótta- og skólastarfinu, en nú erum við komin í þá stöðu að börnin sitja heima á meðan fullorðnir eru komnir í ræktina. Það er ákveðin þversögn. En ég held að það sé ekki til neins fyrir okkur að hengja okkur í því,“ segir Auður. Ef til vill röng nálgun Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir benti á það í útvarpsþættinum Bítinu á mánudag að börn virðist smita minna sín á milli en fullorðnir, nokkuð sem sóttvarnalæknir hefur einnig nefnt ítrekað á upplýsingafundum. Þá sagði Bryndís að ekkert benti til þess að þau börn sem smitast af veirunni eigi eftir að glíma við vandamál til langs tíma líkt og fullorðnir. Bryndís veltir fyrir sér hvort það sé röng nálgun að leyfa börnum ekki að æfa sínar íþróttir vitandi þó það að þau séu úti að leika sér á daginn.Vísir Bryndís setti í því samhengi spurningarmerki við að mörg hundruð grunnskólabörn þurfi að fara í sóttkví þegar eitt barn í skólanum greinist með kórónuveiruna, líkt og dæmi eru um á síðustu vikum. Ef til vill væri of langt gengið í þeim sóttvarnaaðgerðum sem takmarka þátttöku barna í íþróttum og skólastarfi. „Við langflest sem þekkjum börn eða eigum börn erum tilbúin að leggja ansi mikið á okkur til þess að líf okkar barna og unglinga séu sem eðlilegust. Hugsanlega þarf aðeins að endurskoða eitthvað af þessu. Núna er ég að tala um grunnskólabörn. Það sem er á allra vörum undanfarna daga eru æfingar þeirra eða útivist og svo framvegis. Maður veit að grunnskólabörn eru flest, ef þau eru ekki í sóttkví þá eru þau í skóla, sem ég fagna og mér finnst vera eðlilegast í þessu ástandi sem við eigum við hérna á Íslandi sem er gott. En að leyfa þeim ekki að æfa sínar íþróttir, vitandi þó það að þau séu úti að leika sér á daginn, það er kannski, ég veit það ekki, röng nálgun,“ sagði Bryndís. Óhætt er að segja að reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi á þriðjudag sé ein sú umdeildasta frá því að faraldurinn hófst. Líkt og rakið er að framan hefur mjög borið á því að reglurnar þyki óskýrar, einkum með tilliti til íþróttastarfs barna og líkamsræktarstöðva. Þá hefur þótt misræmi í reglunum og minnisblaði sóttvarnalæknis, sem reynst hefur mörgum fjötur um fót. Þannig voru eigendur líkamsræktarstöðva óvissir um það allt fram á mánudag hvort þeir mættu opna stöðvar sínar fyrir hóptímum í gær. Eigendur World Class og Sporthússins ákváðu á endanum að opna en eigandi Hreyfingar kvaðst ekki ætla að nýta sér „glufu í reglugerð heilbrigðisráðuneytisins“. Fleiri líkamsræktarstöðvar á borð við Reebok Fitness, Hress og Heilsuklasann tóku sömu ákvörðun. Heilbrigðisráðherra hafnaði því í samtali við fréttastofu í fyrradag að farið hefði verið gegn tillögum sóttvarnalæknis. „Ég er ekki að fara gegn hans tillögum heldur í raun og veru að gæta jafnræðis milli rekstraraðila. Við Þórólfur höfum farið yfir þetta mál síðan og það er það er algjörlega sameiginlegur skilningur á málinu eins og það lítur út núna,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Athugasemd: Viðtölin við framkvæmdastjóri UMFÍ og framkvæmdastjóra Heimilis og skóla voru tekin á þriðjudag. Reglur varðandi íþróttastarf og líkamsræktarstöðvar hafa ekkert breyst síðan þá. Hins vegar var í gærkvöldi ákveðið að heimila afreksíþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu að uppfylltum skilyrðum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Íþróttir barna Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Telur að einstaklingsbundnum sóttvörnum hafi ekki verið gefinn séns „Ég er bara að benda á að menn hafa kannski ekki leyft einstaklingsbundnum sóttvörnum að hafa sín áhrif. Þessar harðari aðgerðir sem gripið hefur verið til með samkomubanni, lokun á sundstöðum og líkamsræktarstöðum, það hefur verið gripið til þeirra þegar útbreiðsla var á niðurleið,“ segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 21. október 2020 14:34 Ánægjulegt að nýgengið sé á niðurleið en hefur áhyggjur af opnun líkamsræktarstöðva Tæplega helmingur þeirra 45 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær var í sóttkví. 21. október 2020 12:14 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Telur að einstaklingsbundnum sóttvörnum hafi ekki verið gefinn séns „Ég er bara að benda á að menn hafa kannski ekki leyft einstaklingsbundnum sóttvörnum að hafa sín áhrif. Þessar harðari aðgerðir sem gripið hefur verið til með samkomubanni, lokun á sundstöðum og líkamsræktarstöðum, það hefur verið gripið til þeirra þegar útbreiðsla var á niðurleið,“ segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 21. október 2020 14:34
Ánægjulegt að nýgengið sé á niðurleið en hefur áhyggjur af opnun líkamsræktarstöðva Tæplega helmingur þeirra 45 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær var í sóttkví. 21. október 2020 12:14
Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03