Settu ákvörðunina í hendur iðkenda sem vildu langflestir hafa lokað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. október 2020 16:41 Reebok Fitness H0ltagarðar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Framkvæmdastjóri Reebok fitness segir allar átta líkamsræktarstöðvar fyrirtækisins verða lokaðar á næstunni í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis. Sú ákvörðun hafi verið tekin eftir samráð við viðskiptavini stöðvarinnar. Reglugerð heilbrigðisráðherra heimilar líkamsræktarstöðvum að bjóða upp á hóptíma að uppfylltum skilyrðum. „Við lögðumst undir feldinn og íhuguðum okkar skref mjög varlega. Við gripum ekki til þess ráðs að opna á þriðjudeginum þrátt fyrir að það væri þá heimilt. Þess í stað ákvaðum við að leggja það undir allt okkar fólk, starfsfólk, meðlimi og fylgjendur á Facebook,“ segir Ágúst Ágústsson, framkvæmdastjóri hjá Reebok fitness. Niðurstaðan var afgerandi. Afgerandi meirihluti vildi hafa lokað. Eins og fram hefur komið í fréttum ákváðu Sporthúsið og World Class að opna stöðvar sínar fyrir viðskiptavinum í gær. Þá hefur fólk getað sótt krossfittíma og jóga. Þéttbókað var í hóptímana í gær hjá World Class. Lausleg athugun Vísis í dag sýnir að fullt er í suma tíma en alls ekki alla. Ákvörðun heilbrigðisráðherra að heimila opnun líkamsræktarstöðva hefur sætt gagnrýni í samfélaginu. Formaður KKÍ og leikstjóri í Hafnarfirði tjáðu óánægju sína í gær og sögðu ákvörðunina ala á sundrungu í baráttu við kórónuveirunar. Eftir miklar vangaveltur fram og til baka ákvað Hreyfing að hafa lokað næstu daga. Sömu sögu er að segja um Heilsuklasann á Bíldshöfða sem tilkynntu iðkendum sínum í tölvupósti um ástæðurnar. Samfélagsleg ábyrgð og sóttvarnasjónarmið „Ákveðið var að bíða með opnun stöðvarinnar þar sem sóttvarnasjónarmið voru talin vega þyngra en önnur á þessum tímapunkti,“ segir Lars Jessen hjá Heilsuklasanum. Hann segir um þúsund meðlimi hjá Heilsuklasanum. Hress í Hafnarfirði ætlar líka að hafa lokað á meðan á baráttunni stendur næstu daga. „Við lítum svo á að samfélagsleg ábyrgð og samstaða sé mikilvæg og munum því fara eftir tilmælum sóttvarnalæknis í þessum efnum. Enn eru of mörg smit í samfélaginu og ljóst að staðan er viðkvæm,“ sagði í færslu hjá Hress í gær. Líkamsræktarstöðvar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leikstjóri argar og gargar vegna opnunar líkamsræktarstöðva Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikstjóri, segir þá aðgerð heilbrigðisráðherra að heimila líkamsræktarstöðvum að standa fyrir hóptímum splundra allri samstöðu. 20. október 2020 22:45 Stútfullt í tíma í World Class en Hreyfing hættir við að opna Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag. 20. október 2020 12:20 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Ánægjulegt að nýgengið sé á niðurleið en hefur áhyggjur af opnun líkamsræktarstöðva Tæplega helmingur þeirra 45 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær var í sóttkví. 21. október 2020 12:14 Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Fleiri fréttir Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Sjá meira
Framkvæmdastjóri Reebok fitness segir allar átta líkamsræktarstöðvar fyrirtækisins verða lokaðar á næstunni í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis. Sú ákvörðun hafi verið tekin eftir samráð við viðskiptavini stöðvarinnar. Reglugerð heilbrigðisráðherra heimilar líkamsræktarstöðvum að bjóða upp á hóptíma að uppfylltum skilyrðum. „Við lögðumst undir feldinn og íhuguðum okkar skref mjög varlega. Við gripum ekki til þess ráðs að opna á þriðjudeginum þrátt fyrir að það væri þá heimilt. Þess í stað ákvaðum við að leggja það undir allt okkar fólk, starfsfólk, meðlimi og fylgjendur á Facebook,“ segir Ágúst Ágústsson, framkvæmdastjóri hjá Reebok fitness. Niðurstaðan var afgerandi. Afgerandi meirihluti vildi hafa lokað. Eins og fram hefur komið í fréttum ákváðu Sporthúsið og World Class að opna stöðvar sínar fyrir viðskiptavinum í gær. Þá hefur fólk getað sótt krossfittíma og jóga. Þéttbókað var í hóptímana í gær hjá World Class. Lausleg athugun Vísis í dag sýnir að fullt er í suma tíma en alls ekki alla. Ákvörðun heilbrigðisráðherra að heimila opnun líkamsræktarstöðva hefur sætt gagnrýni í samfélaginu. Formaður KKÍ og leikstjóri í Hafnarfirði tjáðu óánægju sína í gær og sögðu ákvörðunina ala á sundrungu í baráttu við kórónuveirunar. Eftir miklar vangaveltur fram og til baka ákvað Hreyfing að hafa lokað næstu daga. Sömu sögu er að segja um Heilsuklasann á Bíldshöfða sem tilkynntu iðkendum sínum í tölvupósti um ástæðurnar. Samfélagsleg ábyrgð og sóttvarnasjónarmið „Ákveðið var að bíða með opnun stöðvarinnar þar sem sóttvarnasjónarmið voru talin vega þyngra en önnur á þessum tímapunkti,“ segir Lars Jessen hjá Heilsuklasanum. Hann segir um þúsund meðlimi hjá Heilsuklasanum. Hress í Hafnarfirði ætlar líka að hafa lokað á meðan á baráttunni stendur næstu daga. „Við lítum svo á að samfélagsleg ábyrgð og samstaða sé mikilvæg og munum því fara eftir tilmælum sóttvarnalæknis í þessum efnum. Enn eru of mörg smit í samfélaginu og ljóst að staðan er viðkvæm,“ sagði í færslu hjá Hress í gær.
Líkamsræktarstöðvar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leikstjóri argar og gargar vegna opnunar líkamsræktarstöðva Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikstjóri, segir þá aðgerð heilbrigðisráðherra að heimila líkamsræktarstöðvum að standa fyrir hóptímum splundra allri samstöðu. 20. október 2020 22:45 Stútfullt í tíma í World Class en Hreyfing hættir við að opna Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag. 20. október 2020 12:20 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Ánægjulegt að nýgengið sé á niðurleið en hefur áhyggjur af opnun líkamsræktarstöðva Tæplega helmingur þeirra 45 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær var í sóttkví. 21. október 2020 12:14 Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Fleiri fréttir Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Sjá meira
Leikstjóri argar og gargar vegna opnunar líkamsræktarstöðva Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikstjóri, segir þá aðgerð heilbrigðisráðherra að heimila líkamsræktarstöðvum að standa fyrir hóptímum splundra allri samstöðu. 20. október 2020 22:45
Stútfullt í tíma í World Class en Hreyfing hættir við að opna Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag. 20. október 2020 12:20
Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03
Ánægjulegt að nýgengið sé á niðurleið en hefur áhyggjur af opnun líkamsræktarstöðva Tæplega helmingur þeirra 45 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær var í sóttkví. 21. október 2020 12:14