Franska dagblaðið L’Equipe hrósaði Manchester United í hástert fyrir frammistöðu þeirra gegn PSG í Meistaradeildinni í gær. Man. United vann 2-1 sigur með sigurmarki Marcus Rashford.
Marcus Rashford skoraði sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok eftir að Bruno Fernandes hafði komið United yfir en Anthony Martial skoraði sjálfsmark sem jafnaði metin fyrir PSG.
Í einkunnargjöf franska dagblaðsins er sænski miðvörðurinn með sjö í einkunn, af tíu mögulegum, og þá einkunn fær einnig bakvörðurinn Alex Telles. Þeir tveir fengu hæstu einkunn United manna.
Blaðið segir einnig að United hafi látið PSG líta „óþekkjanlega“ út og vandræði Kylian Mbappe og Mbappe voru til umfjöllunar.
Slökustu menn PSG voru þeir Idrissa Gueye, fyrrum samherji Gylfa Sigurðssonar hjá Everton, sem var tekinn út af í hálfleik og bakvörðurinn Alessandro Florenzi en þeir fengu þrjá í einkunn.
L'Equipe hail Victor Lindelof and Alex Telles as the star men who helped Man United make PSG look 'unrecognisable' https://t.co/vDmlzktGVr
— MailOnline Sport (@MailSport) October 21, 2020