„Krakkar! Þið megið fara af stað,“ sagði ráðherra og slánni var lyft Kristján Már Unnarsson skrifar 25. október 2020 17:24 Vegamálastjóri og samgönguráðherra klappa í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Reykjavík þegar slánni er lyft við gangamunna Dýrafjarðarganga. Rútan ók þá af stað í vígsluferðina með skólabörnin á Þingeyri og Gunnar snjómokstursmann um borð. Vegagerðin „Nú er akkúrat tækifæri til þess að lyfta slánni, opna Dýrafjarðargöng formlega. Og ég segi bara: Til lukku og megi þau heppnast vel og verða til mikillar blessunar öllum sem um þau fara,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra í símtalinu til Vegagerðarmanna á Ísafirði þegar hann gaf þeim fyrirmæli um að opna göngin um kl. 14.20 í dag. „Krakkar! Þið megið fara af stað. Og enn einn Gíslinn. Þetta er skrýtin opnun,“ sagði ráðherrann og Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri bauð viðstöddum að klappa í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Reykjavík. Stór hvít rúta með nemendur grunnskólans á Þingeyri og snjómokstursmanninn Gunnar Gísla Sigurðsson um borð var fyrst til að aka í gegn og fór þannig vígsluaksturinn þessa 5,6 kílómetra úr Dýrafirði yfir í Arnarfjörð. Sumir flögguðu íslenska fánanum á bílum sínum þegar þeir fögnuðu opnun Dýrafjarðarganga.Vegagerðin Löng bílalest beið beggja vegna og áætluðu Vegagerðarmenn á vettvangi að milli 250 og 260 bílar hafi ekið í gegn á eftir rútunni. „Allir fóru fram og til baka þannig að það hafa örugglega vel yfir fimmhundruð bílar farið um göngin á fyrsta hálftímanum,“ sagði Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði. Áætlað er að bílalestin sem beið Dýrafjarðarmegin hafi verið hátt í tveggja kílómetra löng.Vísir/Hafþór Gunnarsson „Það var bros á hvers manns vör og mikil gleði,“ bætti Guðmundur við og sagði þetta upphafið að nýjum tímum á Vestfjörðum. Sumir höfðu fána á bílum sínu og víða mátti sjá flaggað í byggðum Vestfjarða. Guðmundur kvaðst vita til þess að sumir hafi komið langt að. Fólk hafi ekið frá Hólmavík og meira segja hafi fólk komið akandi alla leið úr Reykjavík gagngert til að vera við opnun jarðganganna. Hér má sjá á myndbandi Vegagerðarinnar þegar samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að Dýrafjarðargöng skyldu opnuð umferð: Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Byggðamál Tengdar fréttir Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð Í dag klukkan 14 verða Dýrafjarðargöng opnuð. Vegna samkomutakmarkana verður opnunin með óhefðbundnum hætti, en henni verður streymt beint hér á Vísi. 25. október 2020 13:00 Síðasti snjómokarinn og börn á Þingeyri opna Dýrafjarðargöng Grunnskólabörn á Þingeyri og Gunnar Gísli Sigurðsson, sem mokaði Hrafnseyrarheiði í síðasta sinn síðastliðið vor, verða þau fyrstu sem aka í gegnum Dýrafjarðargöng þegar þau verða opnuð á sunnudag. Athöfninni verður útvarpað og streymt á netinu. 23. október 2020 22:23 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
„Nú er akkúrat tækifæri til þess að lyfta slánni, opna Dýrafjarðargöng formlega. Og ég segi bara: Til lukku og megi þau heppnast vel og verða til mikillar blessunar öllum sem um þau fara,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra í símtalinu til Vegagerðarmanna á Ísafirði þegar hann gaf þeim fyrirmæli um að opna göngin um kl. 14.20 í dag. „Krakkar! Þið megið fara af stað. Og enn einn Gíslinn. Þetta er skrýtin opnun,“ sagði ráðherrann og Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri bauð viðstöddum að klappa í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Reykjavík. Stór hvít rúta með nemendur grunnskólans á Þingeyri og snjómokstursmanninn Gunnar Gísla Sigurðsson um borð var fyrst til að aka í gegn og fór þannig vígsluaksturinn þessa 5,6 kílómetra úr Dýrafirði yfir í Arnarfjörð. Sumir flögguðu íslenska fánanum á bílum sínum þegar þeir fögnuðu opnun Dýrafjarðarganga.Vegagerðin Löng bílalest beið beggja vegna og áætluðu Vegagerðarmenn á vettvangi að milli 250 og 260 bílar hafi ekið í gegn á eftir rútunni. „Allir fóru fram og til baka þannig að það hafa örugglega vel yfir fimmhundruð bílar farið um göngin á fyrsta hálftímanum,“ sagði Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði. Áætlað er að bílalestin sem beið Dýrafjarðarmegin hafi verið hátt í tveggja kílómetra löng.Vísir/Hafþór Gunnarsson „Það var bros á hvers manns vör og mikil gleði,“ bætti Guðmundur við og sagði þetta upphafið að nýjum tímum á Vestfjörðum. Sumir höfðu fána á bílum sínu og víða mátti sjá flaggað í byggðum Vestfjarða. Guðmundur kvaðst vita til þess að sumir hafi komið langt að. Fólk hafi ekið frá Hólmavík og meira segja hafi fólk komið akandi alla leið úr Reykjavík gagngert til að vera við opnun jarðganganna. Hér má sjá á myndbandi Vegagerðarinnar þegar samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að Dýrafjarðargöng skyldu opnuð umferð:
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Byggðamál Tengdar fréttir Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð Í dag klukkan 14 verða Dýrafjarðargöng opnuð. Vegna samkomutakmarkana verður opnunin með óhefðbundnum hætti, en henni verður streymt beint hér á Vísi. 25. október 2020 13:00 Síðasti snjómokarinn og börn á Þingeyri opna Dýrafjarðargöng Grunnskólabörn á Þingeyri og Gunnar Gísli Sigurðsson, sem mokaði Hrafnseyrarheiði í síðasta sinn síðastliðið vor, verða þau fyrstu sem aka í gegnum Dýrafjarðargöng þegar þau verða opnuð á sunnudag. Athöfninni verður útvarpað og streymt á netinu. 23. október 2020 22:23 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð Í dag klukkan 14 verða Dýrafjarðargöng opnuð. Vegna samkomutakmarkana verður opnunin með óhefðbundnum hætti, en henni verður streymt beint hér á Vísi. 25. október 2020 13:00
Síðasti snjómokarinn og börn á Þingeyri opna Dýrafjarðargöng Grunnskólabörn á Þingeyri og Gunnar Gísli Sigurðsson, sem mokaði Hrafnseyrarheiði í síðasta sinn síðastliðið vor, verða þau fyrstu sem aka í gegnum Dýrafjarðargöng þegar þau verða opnuð á sunnudag. Athöfninni verður útvarpað og streymt á netinu. 23. október 2020 22:23