Leggur til að valkvæðum skurðaðgerðum verði frestað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2020 17:39 Alma Möller landlæknir mun leggja það til við heilbrigðisráðherra að valkvæðum skurðaðgerðum, bæði á sjúkrahúsum og á einkareknum stofum, verð frestað til að minnka álag á spítalanum. Vísir/Vilhelm Á upplýsingafundi almannavarna í dag kvaðst Alma Möller, landlæknir, ætla að leggja það til við heilbrigðisráðherra síðar í dag að valkvæðum skurðaðgerðum sem leitt gætu til spítalainnlagnar yrði frestað. Forstjóri Landspítalans sendi erindi til landlæknis um tvö leitið í dag þar sem hann biðlar til landlæknis að leggja þetta til við ráðherra. Hún segir að um neyðarúrræði sé að ræða líkt og var í vetur. „Það er til að minnka hugsanlegt álag á spítalann sem getur hlotist af aðgerðum. Þannig að ég mun núna síðdegis leggja þetta til við ráðherra að fresta ífarandi aðgerðum, skurðaðgerðum og greiningarskoðunum frá og með þriðjudeginum næstkomandi, 27. október, og í um það bil tvær vikur,“ segir Alma D. Möller, landlæknir, í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða skurðaðgerðir sem geti beðið í allt að átta vikur, líkt og gert var í vetur, og á þetta bæði við um aðgerðir innan og utan spítalans. „Við erum að tala um bæði aðgerðir á spítalanum og utan hans, bæði í einkareknu- og opinberu kerfi, vegna þess að aðgerðir sem eru framkvæmdar utan Landspítala geta í stöku tilfellum leitt til innlagnar þangað,“ sagði Alma. Þetta eigi hins vegar ekki við um bráðaaðgerðir. „Þetta á einungis við aðgerðir sem geta beðið og þá er mat skurðlæknis í hverju einasta tilfelli þannig að hér er bara um að ræða aðgerðir sem geta beðið án þess að sjúklingurinn hljóti skaða af. Allar bráðaaðgerðir á að gera,“ sagði Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Hafa rakið 77 smit til hópsýkingar á Landakoti Alls hafa 49 skjólstæðingar Landakots, Reykjalundar og Sólvalla á Eyrarbakka greinst með Covid-19 í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. 25. október 2020 15:19 Mörg smit hjá viðkvæmum hópum hefðu alvarlegar afleiðingar Á fimmta tug sjúklinga hefur smitast af kórónuveirunni á heilbrigðisstofnunum síðustu daga. Sóttvarnalæknir segir að fjölgun smitaðra geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið. 25. október 2020 12:01 Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst á Landakoti Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst smitaðir af Covid-19 á Landakoti við þá tuttugu og sex sem greindust í dag. Forstjóri Landspítalans segir stöðuna alvarlega en spítalann undirbúinn fyrir hópsýkingu af þessum toga. 24. október 2020 18:53 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Á upplýsingafundi almannavarna í dag kvaðst Alma Möller, landlæknir, ætla að leggja það til við heilbrigðisráðherra síðar í dag að valkvæðum skurðaðgerðum sem leitt gætu til spítalainnlagnar yrði frestað. Forstjóri Landspítalans sendi erindi til landlæknis um tvö leitið í dag þar sem hann biðlar til landlæknis að leggja þetta til við ráðherra. Hún segir að um neyðarúrræði sé að ræða líkt og var í vetur. „Það er til að minnka hugsanlegt álag á spítalann sem getur hlotist af aðgerðum. Þannig að ég mun núna síðdegis leggja þetta til við ráðherra að fresta ífarandi aðgerðum, skurðaðgerðum og greiningarskoðunum frá og með þriðjudeginum næstkomandi, 27. október, og í um það bil tvær vikur,“ segir Alma D. Möller, landlæknir, í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða skurðaðgerðir sem geti beðið í allt að átta vikur, líkt og gert var í vetur, og á þetta bæði við um aðgerðir innan og utan spítalans. „Við erum að tala um bæði aðgerðir á spítalanum og utan hans, bæði í einkareknu- og opinberu kerfi, vegna þess að aðgerðir sem eru framkvæmdar utan Landspítala geta í stöku tilfellum leitt til innlagnar þangað,“ sagði Alma. Þetta eigi hins vegar ekki við um bráðaaðgerðir. „Þetta á einungis við aðgerðir sem geta beðið og þá er mat skurðlæknis í hverju einasta tilfelli þannig að hér er bara um að ræða aðgerðir sem geta beðið án þess að sjúklingurinn hljóti skaða af. Allar bráðaaðgerðir á að gera,“ sagði Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Hafa rakið 77 smit til hópsýkingar á Landakoti Alls hafa 49 skjólstæðingar Landakots, Reykjalundar og Sólvalla á Eyrarbakka greinst með Covid-19 í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. 25. október 2020 15:19 Mörg smit hjá viðkvæmum hópum hefðu alvarlegar afleiðingar Á fimmta tug sjúklinga hefur smitast af kórónuveirunni á heilbrigðisstofnunum síðustu daga. Sóttvarnalæknir segir að fjölgun smitaðra geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið. 25. október 2020 12:01 Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst á Landakoti Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst smitaðir af Covid-19 á Landakoti við þá tuttugu og sex sem greindust í dag. Forstjóri Landspítalans segir stöðuna alvarlega en spítalann undirbúinn fyrir hópsýkingu af þessum toga. 24. október 2020 18:53 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Hafa rakið 77 smit til hópsýkingar á Landakoti Alls hafa 49 skjólstæðingar Landakots, Reykjalundar og Sólvalla á Eyrarbakka greinst með Covid-19 í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. 25. október 2020 15:19
Mörg smit hjá viðkvæmum hópum hefðu alvarlegar afleiðingar Á fimmta tug sjúklinga hefur smitast af kórónuveirunni á heilbrigðisstofnunum síðustu daga. Sóttvarnalæknir segir að fjölgun smitaðra geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið. 25. október 2020 12:01
Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst á Landakoti Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst smitaðir af Covid-19 á Landakoti við þá tuttugu og sex sem greindust í dag. Forstjóri Landspítalans segir stöðuna alvarlega en spítalann undirbúinn fyrir hópsýkingu af þessum toga. 24. október 2020 18:53