Maradona grínaðist með „Hendi guðs“ í tilefni sextugsafmælins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2020 08:31 Markið fræga sem Diego Maradona skoraði með hendi guðs á HM í Mexíkó 1986. Getty/Samsett Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Armando Maradona heldur upp á stórafmæli á föstudaginn kemur því hann kom í heiminn á 30. október fyrir sextíu árum síðan. Eitt umdeildasta og um leið frægasta mark Diego Maradona á ferlinum var fyrra mark hans á móti Englandi í átta liða úrslitum á HM í Mexíkó 1986. Maradona komst þá upp með að skora með hendinni í úrslitakeppni HM og talaði um það eftir leikinn að það hafi verið hendi guðs sem skoraði markið. Skömmu síðar sólaði Maradona sig í gegnum alla ensku vörnina og skoraði sitt annað mark sem er af mörgum talið vera flottasta mark HM-sögunnar. watch on YouTube Argentína vann síðan Belgíu í undanúrslitunum og tryggði sér heimsmeistaratitilinn með 3-2 sigri á Vestur-Þýskalandi í úrslitaleiknum. Maradona tók við bikarnum í mótslok en HM 1986 er talið vera eitt af þeim heimsmeistaramótum sem einn maður komst nálægt því að vinna upp á sitt einsdæmi. Maradona var með fimm mörk og fimm stoðsendingar í sjö leikjum og kom því með beinum hætti að tíu af fjórtán mörkum heimsmeistarana eða 71 prósent markanna. Diego Maradona virðist vera stoltur af því að hafa skorað þetta kolólöglega mark í þessum mikilvæga leik á HM. Hann var í það minnsta tilbúinn að grínast með þetta mark í tilefni stórafmælis síns. Maradona only wants one thing for his 60th birthday pic.twitter.com/uvOxS5vZOs— B/R Football (@brfootball) October 26, 2020 Diego Maradona sagði nefnilega bara óska sér eins í afmælisgjöf. Í viðtali við franska blaðið France Football þá talaði um þessa óhefðbundu afmælisósk. Maradona grínaðist nefnilega með það að það eina sem hann óskaði sér væri að skora aftur með hendi guðs á móti enska landsliðinu en fá að nota hina hendina núna. „Mig dreymir um að geta skorað annað mark á móti Englandi en að þessu sinni með hægri hendinni,“ sagði Diego Maradona í viðtalinu við France Football. Maradona hefur margoft varið það að hafa notað hendina og segist þar hafa verið að hefna sín á Englendingum vegna Falklandseyjastríðsins í byrjun níunda áratugarins. We now have detailed statistics for 'The Hand of God' game between Argentina and England at the 1986 World Cup Diego Maradona garnered a perfect WhoScored rating and his iconic goal went down as an aerial duel won Full match centre -- https://t.co/ZiKaRLdEFo pic.twitter.com/a2W9N8BbHV— WhoScored.com (@WhoScored) June 22, 2020 HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Sjá meira
Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Armando Maradona heldur upp á stórafmæli á föstudaginn kemur því hann kom í heiminn á 30. október fyrir sextíu árum síðan. Eitt umdeildasta og um leið frægasta mark Diego Maradona á ferlinum var fyrra mark hans á móti Englandi í átta liða úrslitum á HM í Mexíkó 1986. Maradona komst þá upp með að skora með hendinni í úrslitakeppni HM og talaði um það eftir leikinn að það hafi verið hendi guðs sem skoraði markið. Skömmu síðar sólaði Maradona sig í gegnum alla ensku vörnina og skoraði sitt annað mark sem er af mörgum talið vera flottasta mark HM-sögunnar. watch on YouTube Argentína vann síðan Belgíu í undanúrslitunum og tryggði sér heimsmeistaratitilinn með 3-2 sigri á Vestur-Þýskalandi í úrslitaleiknum. Maradona tók við bikarnum í mótslok en HM 1986 er talið vera eitt af þeim heimsmeistaramótum sem einn maður komst nálægt því að vinna upp á sitt einsdæmi. Maradona var með fimm mörk og fimm stoðsendingar í sjö leikjum og kom því með beinum hætti að tíu af fjórtán mörkum heimsmeistarana eða 71 prósent markanna. Diego Maradona virðist vera stoltur af því að hafa skorað þetta kolólöglega mark í þessum mikilvæga leik á HM. Hann var í það minnsta tilbúinn að grínast með þetta mark í tilefni stórafmælis síns. Maradona only wants one thing for his 60th birthday pic.twitter.com/uvOxS5vZOs— B/R Football (@brfootball) October 26, 2020 Diego Maradona sagði nefnilega bara óska sér eins í afmælisgjöf. Í viðtali við franska blaðið France Football þá talaði um þessa óhefðbundu afmælisósk. Maradona grínaðist nefnilega með það að það eina sem hann óskaði sér væri að skora aftur með hendi guðs á móti enska landsliðinu en fá að nota hina hendina núna. „Mig dreymir um að geta skorað annað mark á móti Englandi en að þessu sinni með hægri hendinni,“ sagði Diego Maradona í viðtalinu við France Football. Maradona hefur margoft varið það að hafa notað hendina og segist þar hafa verið að hefna sín á Englendingum vegna Falklandseyjastríðsins í byrjun níunda áratugarins. We now have detailed statistics for 'The Hand of God' game between Argentina and England at the 1986 World Cup Diego Maradona garnered a perfect WhoScored rating and his iconic goal went down as an aerial duel won Full match centre -- https://t.co/ZiKaRLdEFo pic.twitter.com/a2W9N8BbHV— WhoScored.com (@WhoScored) June 22, 2020
HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Sjá meira