Ítalía er allt í einu orðin stór markaður fyrir íslenska fótboltamenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 10:31 Andri Fannar Baldursson í baráttunni við Jean-Daniel Akpa Akpro hjá Lazio í leik Bologna liðsins í Rómarborg í Seríu A um síðustu helgi. Getty/Matteo Ciambelli Það er eftirspurn eftir íslenskum knattspyrnumönnum á Ítalíu þessi misserin en alls eru níu íslenskir leikmenn á mála hjá ítölskum fótboltaliðum í dag. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður á skrifstofu Stellar Nordic, ræðir þessa þróun mála við Fréttablaðið í dag og hann þakkar frammistöðu eins leikmanns fyrir það að þessar flóðgáttir hafi nú opnast. Andri Fannar Baldursson vann sig inn í aðallið Bologna á síðustu leiktíð þrátt fyrir að vera aðeins átján ára gamall og varð um leið sjötti íslenski knattspyrnumaðurinn í sögunni til að spila í Seríu A. Andri Fannar Baldursson (2002) has prologned his contract with Bologna FC 1909 until 2025. One of Icelandic biggest talents & played 7 games in @SerieA_EN this season. pic.twitter.com/RyW60SHuSD— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) August 4, 2020 Bologna hefur síðan sótt sér þrjá íslenska knattspyrnumenn til viðbótar. Ítalska félagið gekk frá kaupunum á Ara Sigurpálssyni frá HK fyrr á þessu ári og fékk einnig þá Hlyn Frey Karlsson og Gísla Gotta Þórðarson á láni frá Breiðabliki á dögunum. „Það er auðvitað margt sem spilar inn í, það hafa ekki margir Íslendingar farið ungir út til Ítalíu en velgengni Andra Fannars á stuttum tíma hefur vakið athygli og þá líta menn í sömu átt,“ sagði Magnús Agnar Magnússon í viðtali við Kristinn Páll Teitsson í Fréttablaðinu í dag. Magnús Agnar segir dugnaður íslensku leikmannanna vinni með þeim og þeir séu góðir í því að aðlagast og tilbúnir til að læra tungumálið. Hann vill líka meina að íslensku strákarnir séu góðir liðsmenn. „Bologna finnst það hafa fengið mikið fyrir peninginn í tilviki Andra Fannars og hefur því leitað á sama markað. Eitt leiðir af öðru og þetta styrkir trú þeirra á leikmönnum frá landinu, líkt og sænska félagið Norrköping sem hefur undanfarin ár sótt á íslenskan markað með góðum árangri,“ sagði Magnús Agnar í viðtalinu en það má finna það allt hér. Andri Fannar Baldursson born 10.1.2002 is the youngest Icelandic player to debut in the big 5 leagues (England, Germany, France, Spain & @SerieA_EN) & the first with Bologna FC pic.twitter.com/r7IpZaQwYU— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) February 23, 2020 Ítalski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Sjá meira
Það er eftirspurn eftir íslenskum knattspyrnumönnum á Ítalíu þessi misserin en alls eru níu íslenskir leikmenn á mála hjá ítölskum fótboltaliðum í dag. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður á skrifstofu Stellar Nordic, ræðir þessa þróun mála við Fréttablaðið í dag og hann þakkar frammistöðu eins leikmanns fyrir það að þessar flóðgáttir hafi nú opnast. Andri Fannar Baldursson vann sig inn í aðallið Bologna á síðustu leiktíð þrátt fyrir að vera aðeins átján ára gamall og varð um leið sjötti íslenski knattspyrnumaðurinn í sögunni til að spila í Seríu A. Andri Fannar Baldursson (2002) has prologned his contract with Bologna FC 1909 until 2025. One of Icelandic biggest talents & played 7 games in @SerieA_EN this season. pic.twitter.com/RyW60SHuSD— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) August 4, 2020 Bologna hefur síðan sótt sér þrjá íslenska knattspyrnumenn til viðbótar. Ítalska félagið gekk frá kaupunum á Ara Sigurpálssyni frá HK fyrr á þessu ári og fékk einnig þá Hlyn Frey Karlsson og Gísla Gotta Þórðarson á láni frá Breiðabliki á dögunum. „Það er auðvitað margt sem spilar inn í, það hafa ekki margir Íslendingar farið ungir út til Ítalíu en velgengni Andra Fannars á stuttum tíma hefur vakið athygli og þá líta menn í sömu átt,“ sagði Magnús Agnar Magnússon í viðtali við Kristinn Páll Teitsson í Fréttablaðinu í dag. Magnús Agnar segir dugnaður íslensku leikmannanna vinni með þeim og þeir séu góðir í því að aðlagast og tilbúnir til að læra tungumálið. Hann vill líka meina að íslensku strákarnir séu góðir liðsmenn. „Bologna finnst það hafa fengið mikið fyrir peninginn í tilviki Andra Fannars og hefur því leitað á sama markað. Eitt leiðir af öðru og þetta styrkir trú þeirra á leikmönnum frá landinu, líkt og sænska félagið Norrköping sem hefur undanfarin ár sótt á íslenskan markað með góðum árangri,“ sagði Magnús Agnar í viðtalinu en það má finna það allt hér. Andri Fannar Baldursson born 10.1.2002 is the youngest Icelandic player to debut in the big 5 leagues (England, Germany, France, Spain & @SerieA_EN) & the first with Bologna FC pic.twitter.com/r7IpZaQwYU— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) February 23, 2020
Ítalski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Sjá meira