„Franska afbrigðið“ virðist meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. október 2020 12:08 Alma Möller, landlæknir, ítrekaði mikilvægi þess að allir hugi vel að sóttvörnum og forðist hópamyndun á upplýsingafundi í dag. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem það afbrigði kórónuveirunnar sem kom inn til landsins með tveimur frönskum ferðamönnum í ágúst sé meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar sem greinst hafa hér á landi. Þetta sagði Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hún sagði smitstuðulinn benda til þessa auk raðgreiningar erlendis frá. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, ræddi þetta einnig í Kastljósi í gærkvöldi. Þar sagði hann að svo virtist sem þetta afbrigði veirunnar væri óvanalega smitandi. Það hefði þó ekki enn verið sannað en þetta tiltekna afbrigði veirunnar hefur valdið yfirstandandi bylgju faraldursins hérlendis. Landlæknir lagði áherslu á það í máli sínu á upplýsingafundi í dag að allir tækju sig á í smitvörnum. Það þyrfti að þvo hendurnar með sápu í tuttugu sekúndur, spritta hendur eða þvo þær áður en komið væri við sameiginlega snertifleti og líka spritta eftir að hafa snert slíka fleti. Þá benti Alma sérstaklega á stigaganga fjölbýlishúsa og nauðsyn þess að þrífa þá og sameiginlega snertifleti þar. Fólk ætti að forðast að vera með hendur í andlitinu því veiran ætti þá greiða leið inn í líkamann í gegnum augu, nef og/eða munn. Einnig væri mikilvægt virða tveggja metra regluna, nota grímu þegar við á og forðast hópamyndun. „Við þurfum eiginlega að þétta okkar innsta hring meðan veiran gengur svona. Þetta er auðvitað sérstaklega mikilvægt fyrir þá sem tilheyra áhættuhópum. Síðan verður ekki nægilega oft sagt að við eigum að vera heima ef við erum með einkenni sem geta samræmst Covid. Þá eigum við að sækjast eftir sýnatöku og vera heima þangað til að svar um að við séum ekki með Covid liggur fyrir,“ sagði Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Fleiri fréttir Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Sjá meira
Svo virðist sem það afbrigði kórónuveirunnar sem kom inn til landsins með tveimur frönskum ferðamönnum í ágúst sé meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar sem greinst hafa hér á landi. Þetta sagði Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hún sagði smitstuðulinn benda til þessa auk raðgreiningar erlendis frá. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, ræddi þetta einnig í Kastljósi í gærkvöldi. Þar sagði hann að svo virtist sem þetta afbrigði veirunnar væri óvanalega smitandi. Það hefði þó ekki enn verið sannað en þetta tiltekna afbrigði veirunnar hefur valdið yfirstandandi bylgju faraldursins hérlendis. Landlæknir lagði áherslu á það í máli sínu á upplýsingafundi í dag að allir tækju sig á í smitvörnum. Það þyrfti að þvo hendurnar með sápu í tuttugu sekúndur, spritta hendur eða þvo þær áður en komið væri við sameiginlega snertifleti og líka spritta eftir að hafa snert slíka fleti. Þá benti Alma sérstaklega á stigaganga fjölbýlishúsa og nauðsyn þess að þrífa þá og sameiginlega snertifleti þar. Fólk ætti að forðast að vera með hendur í andlitinu því veiran ætti þá greiða leið inn í líkamann í gegnum augu, nef og/eða munn. Einnig væri mikilvægt virða tveggja metra regluna, nota grímu þegar við á og forðast hópamyndun. „Við þurfum eiginlega að þétta okkar innsta hring meðan veiran gengur svona. Þetta er auðvitað sérstaklega mikilvægt fyrir þá sem tilheyra áhættuhópum. Síðan verður ekki nægilega oft sagt að við eigum að vera heima ef við erum með einkenni sem geta samræmst Covid. Þá eigum við að sækjast eftir sýnatöku og vera heima þangað til að svar um að við séum ekki með Covid liggur fyrir,“ sagði Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Fleiri fréttir Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Sjá meira