Miðar ruku út á úrslitaleik Íslands og Ungverjalands Sindri Sverrisson skrifar 30. október 2020 15:31 Ísland komst í úrslitaleikinn með því að vinna Rúmeníu í undanúrslitum snemma í þessum mánuði. Ungverjaland vann Búlgaríu á sama tíma. vísir/vilhelm Ljóst er að ungverskir stuðningsmenn ætla ekki að láta sitt eftir liggja þegar Ungverjaland og Ísland mætast í úrslitaleiknum um sæti á EM, í Búdapest eftir 13 daga. Á fyrsta klukkutímanum eftir að miðasala opnaði seldust 6.000 miðar, samkvæmt ungverska knattspyrnusambandinu. Miðasalan er aðeins opin fyrir meðlimi í stuðningsmannafélagi landsliðsins og aðeins hægt að kaupa miða sem gildir á alla þrjá leikina sem framundan eru hjá Ungverjum. Eftir leikinn við Ísland mæta þeir Serbíu og Tyrklandi í Þjóðadeildinni. Á mánudaginn hefst almenn miðasala, ef ekki verður þegar orðið uppselt í þau 20 þúsund sæti sem í boði eru á Puskás Arena að þessu sinni. Þá verður hægt að kaupa miða á staka leiki. Uppselt er nú þegar í þau sæti sem ódýrust eru á vellinum. Engir miðar fyrir íslenska stuðningsmenn UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, tilkynnti fyrir mánuði síðan að áhorfendabanni á landsleikjum hefði verið aflétt að hluta. Bannið var sett á vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt nýju reglunum má selja miða í þriðjung þess sætafjölda sem er á hverjum leikvangi, en Puskás Arena rúmar yfir 60 þúsund manns. Samkvæmt sömu reglum fá stuðningsmenn gestaliðs ekki úthlutað miðum á leiki, en vanalega hafa gestaþjóðir fengið að kaupa 10% þeirra miða sem í boði eru á landsleikjum. „Við sjáum á áhuganum og eftirspurninni að stuðningsmennirnir vilja ólmir hjálpa landsliðinu í þessum heimaleikjum. Stuðningsmennirnir vilja vera á staðnum og vonast til að saman tryggjum við okkur sæti á EM,“ sagði Jeno Sipos talsmaður ungverska knattspyrnusambandsins. Liðið sem vinnur leikinn mun leika tvo leiki á Puskás Arena næsta sumar, í lokakeppni EM, gegn Portúgal og Frakklandi. Síðasti leikurinn í riðlinum verður gegn Þýskalandi í München. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kálfinn angrar Jóhann Berg þegar stutt er í úrslitaleikinn við Ungverja Óvíst er að Jóhann Berg Guðmundsson geti leikið með Burnley gegn Chelsea um helgina vegna kálfameiðsla, nú þegar sléttar tvær vikur eru í úrslitaleik Íslands og Ungverjalands um sæti á EM í fótbolta. 29. október 2020 16:31 Ungverska ungstirnið sem Íslendingar mæta með draumamark í gær Íslendingar þurfa að hafa góðar gætur á Dominik Szoboszlai í leiknum gegn Ungverjum um sæti á EM 12. nóvember. 22. október 2020 16:00 Þjálfari Ungverja er ekki hræddur við leikinn gegn Íslandi Marco Rossi, þjálfari ungverska landsliðsins í knattspyrnu, segir íslenska liðið engu betra en Serbíu eða Rússland. Tvö lönd sem Ungverjar mættu í æfingaleikjum nýverið. 17. október 2020 12:31 Allt í blóma hjá Ungverjum eftir sögulega þynnku Ungverjar hafa farið í gegnum rússíbanareið frá því að þeir mættu Íslendingum á EM 2016. Liðin mætast í úrslitaleik um sæti á EM, í Búdapest 12. nóvember. 15. október 2020 13:30 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Ljóst er að ungverskir stuðningsmenn ætla ekki að láta sitt eftir liggja þegar Ungverjaland og Ísland mætast í úrslitaleiknum um sæti á EM, í Búdapest eftir 13 daga. Á fyrsta klukkutímanum eftir að miðasala opnaði seldust 6.000 miðar, samkvæmt ungverska knattspyrnusambandinu. Miðasalan er aðeins opin fyrir meðlimi í stuðningsmannafélagi landsliðsins og aðeins hægt að kaupa miða sem gildir á alla þrjá leikina sem framundan eru hjá Ungverjum. Eftir leikinn við Ísland mæta þeir Serbíu og Tyrklandi í Þjóðadeildinni. Á mánudaginn hefst almenn miðasala, ef ekki verður þegar orðið uppselt í þau 20 þúsund sæti sem í boði eru á Puskás Arena að þessu sinni. Þá verður hægt að kaupa miða á staka leiki. Uppselt er nú þegar í þau sæti sem ódýrust eru á vellinum. Engir miðar fyrir íslenska stuðningsmenn UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, tilkynnti fyrir mánuði síðan að áhorfendabanni á landsleikjum hefði verið aflétt að hluta. Bannið var sett á vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt nýju reglunum má selja miða í þriðjung þess sætafjölda sem er á hverjum leikvangi, en Puskás Arena rúmar yfir 60 þúsund manns. Samkvæmt sömu reglum fá stuðningsmenn gestaliðs ekki úthlutað miðum á leiki, en vanalega hafa gestaþjóðir fengið að kaupa 10% þeirra miða sem í boði eru á landsleikjum. „Við sjáum á áhuganum og eftirspurninni að stuðningsmennirnir vilja ólmir hjálpa landsliðinu í þessum heimaleikjum. Stuðningsmennirnir vilja vera á staðnum og vonast til að saman tryggjum við okkur sæti á EM,“ sagði Jeno Sipos talsmaður ungverska knattspyrnusambandsins. Liðið sem vinnur leikinn mun leika tvo leiki á Puskás Arena næsta sumar, í lokakeppni EM, gegn Portúgal og Frakklandi. Síðasti leikurinn í riðlinum verður gegn Þýskalandi í München. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kálfinn angrar Jóhann Berg þegar stutt er í úrslitaleikinn við Ungverja Óvíst er að Jóhann Berg Guðmundsson geti leikið með Burnley gegn Chelsea um helgina vegna kálfameiðsla, nú þegar sléttar tvær vikur eru í úrslitaleik Íslands og Ungverjalands um sæti á EM í fótbolta. 29. október 2020 16:31 Ungverska ungstirnið sem Íslendingar mæta með draumamark í gær Íslendingar þurfa að hafa góðar gætur á Dominik Szoboszlai í leiknum gegn Ungverjum um sæti á EM 12. nóvember. 22. október 2020 16:00 Þjálfari Ungverja er ekki hræddur við leikinn gegn Íslandi Marco Rossi, þjálfari ungverska landsliðsins í knattspyrnu, segir íslenska liðið engu betra en Serbíu eða Rússland. Tvö lönd sem Ungverjar mættu í æfingaleikjum nýverið. 17. október 2020 12:31 Allt í blóma hjá Ungverjum eftir sögulega þynnku Ungverjar hafa farið í gegnum rússíbanareið frá því að þeir mættu Íslendingum á EM 2016. Liðin mætast í úrslitaleik um sæti á EM, í Búdapest 12. nóvember. 15. október 2020 13:30 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Kálfinn angrar Jóhann Berg þegar stutt er í úrslitaleikinn við Ungverja Óvíst er að Jóhann Berg Guðmundsson geti leikið með Burnley gegn Chelsea um helgina vegna kálfameiðsla, nú þegar sléttar tvær vikur eru í úrslitaleik Íslands og Ungverjalands um sæti á EM í fótbolta. 29. október 2020 16:31
Ungverska ungstirnið sem Íslendingar mæta með draumamark í gær Íslendingar þurfa að hafa góðar gætur á Dominik Szoboszlai í leiknum gegn Ungverjum um sæti á EM 12. nóvember. 22. október 2020 16:00
Þjálfari Ungverja er ekki hræddur við leikinn gegn Íslandi Marco Rossi, þjálfari ungverska landsliðsins í knattspyrnu, segir íslenska liðið engu betra en Serbíu eða Rússland. Tvö lönd sem Ungverjar mættu í æfingaleikjum nýverið. 17. október 2020 12:31
Allt í blóma hjá Ungverjum eftir sögulega þynnku Ungverjar hafa farið í gegnum rússíbanareið frá því að þeir mættu Íslendingum á EM 2016. Liðin mætast í úrslitaleik um sæti á EM, í Búdapest 12. nóvember. 15. október 2020 13:30