Formaðurinn vill ekki tjá sig um fögnuð Leiknismanna Kolbeinn Tumi Daðason og Ísak Hallmundarson skrifa 31. október 2020 14:17 Ekki virðist hafa verið gætt að tveggja metra reglu og grímuskyldu í búningsklefa Leiknis í gær. vísir/skjáskot Leiknir Reykjavík er komið upp í Pepsi Max deildina 2021 eftir að KSÍ tók ákvörðun um að blása Íslandsmótið í knattspyrnu af í gær, þar sem Leiknir var í öðru sæti þegar einungis tvær umferðir voru eftir af mótinu. Leiknismenn voru á æfingu síðdegis í gær um það leyti sem KSÍ greindi frá ákvörðun sinni í kjölfar hertra aðgerða á landinu vegna kórónuveirunnar, sem tóku gildi á miðnætti. Eftir æfingu brutust út mikil fagnaðarlæti þegar leikmenn fengu fréttirnar að þeir væru komnir í efstu deild. Tveggja metra reglan er tekin alla leið í Breiðholtinu. Reyndar tóku þeir fjögurra metra reglu King Mæk alvarlega líka. pic.twitter.com/PkOvNW0aGT— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) October 30, 2020 Kristján Óli Sigurðsson, einn þáttastjórnenda í hlaðvarpsþættinum Dr. Football, birtir mynd á Twitter úr búningsklefanum og bendir á að þar hafi tveggja metra regla ekki verið virt. Fyrr í dag kom fram í frétt á Vísi að leikmenn og starfsmenn meistaraflokks Vals í knattspyrnu hafi fagnað Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, félagsheimili félagsins, í gærkvöldi. Svo virðist sem reglur um samkomubann hafi gleymst í fögnuði Valsmanna þar sem staðið var á stólum og sungið. Formaður Vals vissi ekki af hittingnum og sagði hann ekki í anda félagsins. Fögnuður Leiknismanna í klefanum var þó ekki skipulagður fögnuður heldur var myndin eins og áður segir tekin í búningsklefa eftir æfingu, en á myndinni má telja 21 leikmann. Þá eru engar grímur á andlitum leikmanna. Íþróttadeild barst myndband úr félagsheimili Leiknismanna í gær þar sem kampavíni eða freyðivíni er sprautað af svölum í heimilinu. Íþróttadeild náði tali af Oscari Clausen, formanni Leiknis, en hann vildi ekki tjá sig um fögnuð Breiðhyltinga. Leiknir Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Þórólfur um fögnuð Valsmanna: Hópsýkingar geti komið upp við slíkar aðstæður „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. 31. október 2020 11:37 Umdeildur fögnuður Valsmanna ekki með blessun formanns Leikmenn og starfsmenn meistaraflokks Vals í knattspyrnu fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, félagsheimili félagsins, í gærkvöldi. Svo virðist sem reglur um samkomubann hafi gleymst í fögnuði Valsmanna þar sem staðið var á stólum og sungið. Formaður Vals vissi ekki af hittingnum og segir hann ekki í anda félagsins. 31. október 2020 10:53 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Leiknir Reykjavík er komið upp í Pepsi Max deildina 2021 eftir að KSÍ tók ákvörðun um að blása Íslandsmótið í knattspyrnu af í gær, þar sem Leiknir var í öðru sæti þegar einungis tvær umferðir voru eftir af mótinu. Leiknismenn voru á æfingu síðdegis í gær um það leyti sem KSÍ greindi frá ákvörðun sinni í kjölfar hertra aðgerða á landinu vegna kórónuveirunnar, sem tóku gildi á miðnætti. Eftir æfingu brutust út mikil fagnaðarlæti þegar leikmenn fengu fréttirnar að þeir væru komnir í efstu deild. Tveggja metra reglan er tekin alla leið í Breiðholtinu. Reyndar tóku þeir fjögurra metra reglu King Mæk alvarlega líka. pic.twitter.com/PkOvNW0aGT— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) October 30, 2020 Kristján Óli Sigurðsson, einn þáttastjórnenda í hlaðvarpsþættinum Dr. Football, birtir mynd á Twitter úr búningsklefanum og bendir á að þar hafi tveggja metra regla ekki verið virt. Fyrr í dag kom fram í frétt á Vísi að leikmenn og starfsmenn meistaraflokks Vals í knattspyrnu hafi fagnað Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, félagsheimili félagsins, í gærkvöldi. Svo virðist sem reglur um samkomubann hafi gleymst í fögnuði Valsmanna þar sem staðið var á stólum og sungið. Formaður Vals vissi ekki af hittingnum og sagði hann ekki í anda félagsins. Fögnuður Leiknismanna í klefanum var þó ekki skipulagður fögnuður heldur var myndin eins og áður segir tekin í búningsklefa eftir æfingu, en á myndinni má telja 21 leikmann. Þá eru engar grímur á andlitum leikmanna. Íþróttadeild barst myndband úr félagsheimili Leiknismanna í gær þar sem kampavíni eða freyðivíni er sprautað af svölum í heimilinu. Íþróttadeild náði tali af Oscari Clausen, formanni Leiknis, en hann vildi ekki tjá sig um fögnuð Breiðhyltinga.
Leiknir Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Þórólfur um fögnuð Valsmanna: Hópsýkingar geti komið upp við slíkar aðstæður „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. 31. október 2020 11:37 Umdeildur fögnuður Valsmanna ekki með blessun formanns Leikmenn og starfsmenn meistaraflokks Vals í knattspyrnu fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, félagsheimili félagsins, í gærkvöldi. Svo virðist sem reglur um samkomubann hafi gleymst í fögnuði Valsmanna þar sem staðið var á stólum og sungið. Formaður Vals vissi ekki af hittingnum og segir hann ekki í anda félagsins. 31. október 2020 10:53 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Þórólfur um fögnuð Valsmanna: Hópsýkingar geti komið upp við slíkar aðstæður „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. 31. október 2020 11:37
Umdeildur fögnuður Valsmanna ekki með blessun formanns Leikmenn og starfsmenn meistaraflokks Vals í knattspyrnu fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, félagsheimili félagsins, í gærkvöldi. Svo virðist sem reglur um samkomubann hafi gleymst í fögnuði Valsmanna þar sem staðið var á stólum og sungið. Formaður Vals vissi ekki af hittingnum og segir hann ekki í anda félagsins. 31. október 2020 10:53