Ólafur Ingi: Þýðir ekkert að henda í eitthvað frekjukast Anton Ingi Leifsson skrifar 1. nóvember 2020 12:45 Ólafur Ingi Skúlason hefur væntanlega leikið sitt síðasta tímabil. VÍSIR/VILHELM Ólafur Ingi Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, skilur ákvörðun KSÍ að blása mótið af Íslandsmótin. Mannslíf séu í húfi og því sé réttara að huga þeim að en að klára knattspyrnutímabilin. Ólafur Ingi var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær þar sem hann fór yfir tímabilið, ákvörðun KSÍ og framhaldið hjá sjálfum sér. Fylkismenn áttu enn möguleika á Evrópusæti og þeir eru líklega það lið sem hefurlátið minnst í sér heyra af þeim liðum sem áttu einhvern möguleika á einhverju meira en þeir að endingu fengu. Aðspurður út í það svaraði Ólafur: „Hvað á maður að segja? Það er enginn að taka þessa ákvörðun létt. Það er klárt að þetta hefur verið erfið ákvörðun fyrir KSÍ að taka. Það er enginn að þessu til þess að skemma fyrir einhverjum eða af því menn taka þann pól í hæðina að þeir nenni þessu ekki lengur. Það er held ég alveg á hreinu að það er búið að fara í alvöru vinnu að skoða þetta. Er þetta raunhæft eða er þetta möguleiki?“ sagði Ólafur og hélt áfram. „Ég held að við verðum að treysta því að þeir sem taki þessar ákvarðanir, hljóta gera það í samvinnu við landlækni og aðra sem þekkja stöðuna betur en við hin, að þetta sé ekki gerlegt og sé ekki málið. Þá þýðir ekkert að henda í eitthvað frekjukast af því staðan er svona. Við verðum að virða þetta. Þetta er auðvitað hundleiðinlegt og við erum búin að eiga gott tímabil. Við hefðum fengið að njóta þess að hafa einhverju um að keppa í síðustu leikjunum og setja pressu á liðin fyrir ofan okkur. Og vona að það yrði nóg. Það er því miður ekki hægt.“ Ólafur segir einnig að veikindi nákominna fjölskyldumeðlima láti hann skilja stöðuna enn betur. „Það þýðir ekkert að henda í eitthvað frekjukast. Staðan er þannig að við erum á þessum fordæmalausum tímum. Þetta eru skrýtnar aðstæður. Það eru mannslíf í húfi. Pabbi minn er útskrifaður læknaður af krabbameini í lungun. Hann má alls ekki fá þetta. Þegar þetta er nálægt manni skilur maður að það er ekkert hægt að taka sénsa með þetta.“ Viðtalið við Ólaf í heild sinni má heyra hér að neðan en það hefst er um hálftími er liðinn af þættinum. Þar sagði hann einnig að hann hafi líklega leikið sinn síðasta leik en vildi þó ekki alveg staðfesta það. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, skilur ákvörðun KSÍ að blása mótið af Íslandsmótin. Mannslíf séu í húfi og því sé réttara að huga þeim að en að klára knattspyrnutímabilin. Ólafur Ingi var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær þar sem hann fór yfir tímabilið, ákvörðun KSÍ og framhaldið hjá sjálfum sér. Fylkismenn áttu enn möguleika á Evrópusæti og þeir eru líklega það lið sem hefurlátið minnst í sér heyra af þeim liðum sem áttu einhvern möguleika á einhverju meira en þeir að endingu fengu. Aðspurður út í það svaraði Ólafur: „Hvað á maður að segja? Það er enginn að taka þessa ákvörðun létt. Það er klárt að þetta hefur verið erfið ákvörðun fyrir KSÍ að taka. Það er enginn að þessu til þess að skemma fyrir einhverjum eða af því menn taka þann pól í hæðina að þeir nenni þessu ekki lengur. Það er held ég alveg á hreinu að það er búið að fara í alvöru vinnu að skoða þetta. Er þetta raunhæft eða er þetta möguleiki?“ sagði Ólafur og hélt áfram. „Ég held að við verðum að treysta því að þeir sem taki þessar ákvarðanir, hljóta gera það í samvinnu við landlækni og aðra sem þekkja stöðuna betur en við hin, að þetta sé ekki gerlegt og sé ekki málið. Þá þýðir ekkert að henda í eitthvað frekjukast af því staðan er svona. Við verðum að virða þetta. Þetta er auðvitað hundleiðinlegt og við erum búin að eiga gott tímabil. Við hefðum fengið að njóta þess að hafa einhverju um að keppa í síðustu leikjunum og setja pressu á liðin fyrir ofan okkur. Og vona að það yrði nóg. Það er því miður ekki hægt.“ Ólafur segir einnig að veikindi nákominna fjölskyldumeðlima láti hann skilja stöðuna enn betur. „Það þýðir ekkert að henda í eitthvað frekjukast. Staðan er þannig að við erum á þessum fordæmalausum tímum. Þetta eru skrýtnar aðstæður. Það eru mannslíf í húfi. Pabbi minn er útskrifaður læknaður af krabbameini í lungun. Hann má alls ekki fá þetta. Þegar þetta er nálægt manni skilur maður að það er ekkert hægt að taka sénsa með þetta.“ Viðtalið við Ólaf í heild sinni má heyra hér að neðan en það hefst er um hálftími er liðinn af þættinum. Þar sagði hann einnig að hann hafi líklega leikið sinn síðasta leik en vildi þó ekki alveg staðfesta það.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira