Ólafur Ingi: Þýðir ekkert að henda í eitthvað frekjukast Anton Ingi Leifsson skrifar 1. nóvember 2020 12:45 Ólafur Ingi Skúlason hefur væntanlega leikið sitt síðasta tímabil. VÍSIR/VILHELM Ólafur Ingi Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, skilur ákvörðun KSÍ að blása mótið af Íslandsmótin. Mannslíf séu í húfi og því sé réttara að huga þeim að en að klára knattspyrnutímabilin. Ólafur Ingi var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær þar sem hann fór yfir tímabilið, ákvörðun KSÍ og framhaldið hjá sjálfum sér. Fylkismenn áttu enn möguleika á Evrópusæti og þeir eru líklega það lið sem hefurlátið minnst í sér heyra af þeim liðum sem áttu einhvern möguleika á einhverju meira en þeir að endingu fengu. Aðspurður út í það svaraði Ólafur: „Hvað á maður að segja? Það er enginn að taka þessa ákvörðun létt. Það er klárt að þetta hefur verið erfið ákvörðun fyrir KSÍ að taka. Það er enginn að þessu til þess að skemma fyrir einhverjum eða af því menn taka þann pól í hæðina að þeir nenni þessu ekki lengur. Það er held ég alveg á hreinu að það er búið að fara í alvöru vinnu að skoða þetta. Er þetta raunhæft eða er þetta möguleiki?“ sagði Ólafur og hélt áfram. „Ég held að við verðum að treysta því að þeir sem taki þessar ákvarðanir, hljóta gera það í samvinnu við landlækni og aðra sem þekkja stöðuna betur en við hin, að þetta sé ekki gerlegt og sé ekki málið. Þá þýðir ekkert að henda í eitthvað frekjukast af því staðan er svona. Við verðum að virða þetta. Þetta er auðvitað hundleiðinlegt og við erum búin að eiga gott tímabil. Við hefðum fengið að njóta þess að hafa einhverju um að keppa í síðustu leikjunum og setja pressu á liðin fyrir ofan okkur. Og vona að það yrði nóg. Það er því miður ekki hægt.“ Ólafur segir einnig að veikindi nákominna fjölskyldumeðlima láti hann skilja stöðuna enn betur. „Það þýðir ekkert að henda í eitthvað frekjukast. Staðan er þannig að við erum á þessum fordæmalausum tímum. Þetta eru skrýtnar aðstæður. Það eru mannslíf í húfi. Pabbi minn er útskrifaður læknaður af krabbameini í lungun. Hann má alls ekki fá þetta. Þegar þetta er nálægt manni skilur maður að það er ekkert hægt að taka sénsa með þetta.“ Viðtalið við Ólaf í heild sinni má heyra hér að neðan en það hefst er um hálftími er liðinn af þættinum. Þar sagði hann einnig að hann hafi líklega leikið sinn síðasta leik en vildi þó ekki alveg staðfesta það. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, skilur ákvörðun KSÍ að blása mótið af Íslandsmótin. Mannslíf séu í húfi og því sé réttara að huga þeim að en að klára knattspyrnutímabilin. Ólafur Ingi var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær þar sem hann fór yfir tímabilið, ákvörðun KSÍ og framhaldið hjá sjálfum sér. Fylkismenn áttu enn möguleika á Evrópusæti og þeir eru líklega það lið sem hefurlátið minnst í sér heyra af þeim liðum sem áttu einhvern möguleika á einhverju meira en þeir að endingu fengu. Aðspurður út í það svaraði Ólafur: „Hvað á maður að segja? Það er enginn að taka þessa ákvörðun létt. Það er klárt að þetta hefur verið erfið ákvörðun fyrir KSÍ að taka. Það er enginn að þessu til þess að skemma fyrir einhverjum eða af því menn taka þann pól í hæðina að þeir nenni þessu ekki lengur. Það er held ég alveg á hreinu að það er búið að fara í alvöru vinnu að skoða þetta. Er þetta raunhæft eða er þetta möguleiki?“ sagði Ólafur og hélt áfram. „Ég held að við verðum að treysta því að þeir sem taki þessar ákvarðanir, hljóta gera það í samvinnu við landlækni og aðra sem þekkja stöðuna betur en við hin, að þetta sé ekki gerlegt og sé ekki málið. Þá þýðir ekkert að henda í eitthvað frekjukast af því staðan er svona. Við verðum að virða þetta. Þetta er auðvitað hundleiðinlegt og við erum búin að eiga gott tímabil. Við hefðum fengið að njóta þess að hafa einhverju um að keppa í síðustu leikjunum og setja pressu á liðin fyrir ofan okkur. Og vona að það yrði nóg. Það er því miður ekki hægt.“ Ólafur segir einnig að veikindi nákominna fjölskyldumeðlima láti hann skilja stöðuna enn betur. „Það þýðir ekkert að henda í eitthvað frekjukast. Staðan er þannig að við erum á þessum fordæmalausum tímum. Þetta eru skrýtnar aðstæður. Það eru mannslíf í húfi. Pabbi minn er útskrifaður læknaður af krabbameini í lungun. Hann má alls ekki fá þetta. Þegar þetta er nálægt manni skilur maður að það er ekkert hægt að taka sénsa með þetta.“ Viðtalið við Ólaf í heild sinni má heyra hér að neðan en það hefst er um hálftími er liðinn af þættinum. Þar sagði hann einnig að hann hafi líklega leikið sinn síðasta leik en vildi þó ekki alveg staðfesta það.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira