Viðbrögð veiðimanna komu Víði á óvart Samúel Karl Ólason og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 1. nóvember 2020 14:24 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir það koma sér á óvart að rjúpnaveiðimenn séu ósáttir við lítinn fyrirvara vegna tilkynningar um að það væri ekki í anda núverandi reglna að fara í ferðalög á milli landshluta við rjúpnaveiði. Það hefði ekki fyrst verið bent á það í gær. Áður hafi verið bent á það á fimmtudaginn og talað hafi verið um ferðalög á milli landshluta í margar viku. Í yfirlýsingu frá skotveiðifélaginu Skotvís segir að félagið hafi ítrekað óskað eftir fundum með yfirvöldum fyrir rjúpnaveiðitímabilið en ekki fengið slíkan fund. Mikil óánægja sé með tilmælin meðal veiðimanna. Víðir sagði í samtali við fréttastofu í dag að það hafi þótt rétt að hnykkja á tilmælunum í gær. Það hafi legið fyrir að rjúpnaveiðimenn væru margir farnir af stað. Víðir segir rjúpnaveiði vera holla og fína sem slíka. Þar séu ekki miklar líkur á smitum. Það séu ferðalögin sem séu vandamálið. „Við heyrum áhyggjur lögregluembættanna á landsbyggðinni þar sem mikið er bókað í sumarhús, mikið bókað á hótel. Þetta er auðvitað fólk sem er þá að fara á milli landshluta. Við erum búin að tala um það í margar vikur, að hvetja fólk til að ferðast ekki á milli landshluta,“ segir Víðir. Þar að auki hafi sérstaklega verið talað um rjúpnaveiðina á fimmtudaginn. Veiðitímabilið hafi byrjað í dag en þeir sem hafi ætlað sér að fara til dæmis um næstu helgi hafi nú nægan tíma til að velta hlutunum fyrir sér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotveiði Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir það koma sér á óvart að rjúpnaveiðimenn séu ósáttir við lítinn fyrirvara vegna tilkynningar um að það væri ekki í anda núverandi reglna að fara í ferðalög á milli landshluta við rjúpnaveiði. Það hefði ekki fyrst verið bent á það í gær. Áður hafi verið bent á það á fimmtudaginn og talað hafi verið um ferðalög á milli landshluta í margar viku. Í yfirlýsingu frá skotveiðifélaginu Skotvís segir að félagið hafi ítrekað óskað eftir fundum með yfirvöldum fyrir rjúpnaveiðitímabilið en ekki fengið slíkan fund. Mikil óánægja sé með tilmælin meðal veiðimanna. Víðir sagði í samtali við fréttastofu í dag að það hafi þótt rétt að hnykkja á tilmælunum í gær. Það hafi legið fyrir að rjúpnaveiðimenn væru margir farnir af stað. Víðir segir rjúpnaveiði vera holla og fína sem slíka. Þar séu ekki miklar líkur á smitum. Það séu ferðalögin sem séu vandamálið. „Við heyrum áhyggjur lögregluembættanna á landsbyggðinni þar sem mikið er bókað í sumarhús, mikið bókað á hótel. Þetta er auðvitað fólk sem er þá að fara á milli landshluta. Við erum búin að tala um það í margar vikur, að hvetja fólk til að ferðast ekki á milli landshluta,“ segir Víðir. Þar að auki hafi sérstaklega verið talað um rjúpnaveiðina á fimmtudaginn. Veiðitímabilið hafi byrjað í dag en þeir sem hafi ætlað sér að fara til dæmis um næstu helgi hafi nú nægan tíma til að velta hlutunum fyrir sér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotveiði Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira