Umfangsmeiri tekjufallsstyrkir ættu að verða að lögum fyrir lok vikunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 11:23 Fjölmargir hafa þurft að loka sjoppunni vegna kórónuveirunnar. Sem stendur er tíu manna samkomubann í landinu sem nær til langflestra verslana og allra veitingastaða. Vísir/Vilhelm Frumvörp um tekjufalls- og lokunarstyrki voru afgreidd úr efnahags- og viðskiptanefnd í morgun með einróma samþykki. Að sögn Óla Björns Kárasonar, nefndarformanns og þingmanns Sjálfstæðisflokks, tók frumvarp um lokunarstyrki ekki miklum breytingum í meðferð nefndarinnar. Samkvæmt frumvarpinu er úrræðið framlengt fram á mitt næsta ár. Töluverðar breytingar hafa hins vegar verið gerðar á umfangi tekjufallsstyrkja og er það orðið mun meira en lagt var upp með. Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna faraldursins og lagði fjármála- og efnahagsráðherra fyrir nefndina að útvíkka tekjufallsstyrki þannig að úrræðið myndi ná til fleiri rekstraraðila og gilda í lengri tíma. Að sögn Óla Björns miðast úrræðið nú ekki eingöngu við einyrkja eða örfyrirtæki með að hámarki þrjá starfsmenn, heldur öll fyrirtæki sem hafa orðið fyrir ákveðnu tekjufalli. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar.Vísir/vilhelm Fyrirtæki sem orðið hafa fyrir 40-70% tekjufalli geta fengið allt að 400 þúsund krónur fyrir allt að fimm stöðugildi. Alls tvær milljónir króna á mánuði yfir tímabilið frá 1. apríl til 31. október, eða að hámarki 14 milljónir króna. Fyrirtæki sem hafa orðið fyrir meira en 70% tekjufalli geta fengið allt að 500 þúsund krónur á hvert stöðugildi yfir sama tímabil, eða að hámarki 17,5 milljónir króna. Óli Björn segir breytingar koma til móts við athugasemdir og eiga að grípa til dæmis veitingahús sem orðið hafa fyrir miklum tekjusamdrætti. Gætu fengið greiðslu eftir nokkrar vikur Í umsögn Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði er lagt til að styrkir renni jafnframt til fyrirtækja sem hafi orðið fyrir minna tekjufalli, eða misst 30% af tekjum sínum. Aðspurður hvort til greina hafi komið að lækka viðmiðið segir Óli Björn að það hafi verið lækkað úr 50% og niður í 40%. „Þannig það var gefið hressilega í og komið til móts við athugasemdir.“ Hann segir stefnt að því að frumvarpið verði afgreitt sem fyrst og verði að lögum fyrir lok vikunnar. Aðspurður hvenær fyrirtæki geti átt von á greiðslu segir hann mikið verk bíða Skattsins við afgreiðslu umsókna og að ferlið gæti tekið einhverjar vikur. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
Frumvörp um tekjufalls- og lokunarstyrki voru afgreidd úr efnahags- og viðskiptanefnd í morgun með einróma samþykki. Að sögn Óla Björns Kárasonar, nefndarformanns og þingmanns Sjálfstæðisflokks, tók frumvarp um lokunarstyrki ekki miklum breytingum í meðferð nefndarinnar. Samkvæmt frumvarpinu er úrræðið framlengt fram á mitt næsta ár. Töluverðar breytingar hafa hins vegar verið gerðar á umfangi tekjufallsstyrkja og er það orðið mun meira en lagt var upp með. Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna faraldursins og lagði fjármála- og efnahagsráðherra fyrir nefndina að útvíkka tekjufallsstyrki þannig að úrræðið myndi ná til fleiri rekstraraðila og gilda í lengri tíma. Að sögn Óla Björns miðast úrræðið nú ekki eingöngu við einyrkja eða örfyrirtæki með að hámarki þrjá starfsmenn, heldur öll fyrirtæki sem hafa orðið fyrir ákveðnu tekjufalli. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar.Vísir/vilhelm Fyrirtæki sem orðið hafa fyrir 40-70% tekjufalli geta fengið allt að 400 þúsund krónur fyrir allt að fimm stöðugildi. Alls tvær milljónir króna á mánuði yfir tímabilið frá 1. apríl til 31. október, eða að hámarki 14 milljónir króna. Fyrirtæki sem hafa orðið fyrir meira en 70% tekjufalli geta fengið allt að 500 þúsund krónur á hvert stöðugildi yfir sama tímabil, eða að hámarki 17,5 milljónir króna. Óli Björn segir breytingar koma til móts við athugasemdir og eiga að grípa til dæmis veitingahús sem orðið hafa fyrir miklum tekjusamdrætti. Gætu fengið greiðslu eftir nokkrar vikur Í umsögn Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði er lagt til að styrkir renni jafnframt til fyrirtækja sem hafi orðið fyrir minna tekjufalli, eða misst 30% af tekjum sínum. Aðspurður hvort til greina hafi komið að lækka viðmiðið segir Óli Björn að það hafi verið lækkað úr 50% og niður í 40%. „Þannig það var gefið hressilega í og komið til móts við athugasemdir.“ Hann segir stefnt að því að frumvarpið verði afgreitt sem fyrst og verði að lögum fyrir lok vikunnar. Aðspurður hvenær fyrirtæki geti átt von á greiðslu segir hann mikið verk bíða Skattsins við afgreiðslu umsókna og að ferlið gæti tekið einhverjar vikur.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira