Finnst furðulegt að Víðir leggi mat á faraldurinn í fjölmiðlum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 17:09 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur eðlilegast að Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggi mat á faraldurinn. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gerir athugasemdir við að Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum hafi sagt við fjölmiðla í dag að tölur yfir smit gærdagsins gætu verið vísbending um að byrjað sé að hægja á faraldrinum. Kári útskýrði mál sitt í Reykjavík síðdegis. „Mér finnst býsna furðulegt að lögregluþjónninn í þessu þríeyki sé að leggja mat á faraldsfræðina sem slíka. Ef þríeykið ætlar að tjá sig um hvar faraldurinn er, hvort hann sé að rísa eða falla, þá held ég að það væri eðlilegt og skynsamlegt gagnvart þjóðinni að það væri Þórólfur sérfræðingur sem gerði það. Ef við keyrum full þá held ég að Víðir eigi að handtaka okkur en ef á að tala um faraldsfræði í Covid-19 þá held ég að Þórólfur eigi að gera það.“ Kári tekur þó fram að honum þyki Víðir yndislegur maður, í alla staði, en að ummælin hafi valdið honum áhyggjum. „Nú verðið þið sjálfsagt hissa á því hvað ég er harðorður í garð Víðis, sem er yndislegur maður í alla staði, alveg ómælanlega, glæpsamlega svo, en ástæðan fyrir því að þetta pirrar mig er að manni sýnist eins og maður sjái að þegar svona er sagt þá slaki menn svolítið á og við höfum bara ekkert efni á því að slaka á núna. Mér finnst við hafa fengið ástæðu til að halda áfram að haga okkur prúðmannlega gagnvart veirunni og við eigum að halda því áfram.“ Kári var spurður hvort hann væri ósammála Víði; hvort tölurnar sýni ekki fram á rénun faraldurs. „Ég er ekki sammála um að þetta sé merki um nokkurn skapaðan hlut. Ég vona heitt og innilega að þetta sé merki um að faraldurinn sé í einhverri rénun - ég vona það svo sannarlega - og ef ég væri ekki svona prúður eins og ég er þá myndi ég veðja að þetta þýddi það; að faraldurinn sé í rénun en hins vegar þá þori ég alls ekki að segja að svo sé, ég þori ekki að segja að þetta sé merki um nokkurn skapaðan hlut." Kári segir varhugarvert að lýsa yfir sigri of snemma. Það geti haft áhrif á hegðun fólks. „Við höfum séð það fyrr á þessu hausti og í sumar að faraldurinn sveiflast upp og niður tiltölulega hratt þannig að þegar verið er að tala til þjóðarinnar frá þessu þríreyki sem hefur verið að halda utan um sóttvarnirnar þá held ég að það sé gífurlega mikilvægt að tala varlega, eins og Þórólfur gerði í dag, þar sem hann sagði að hann vildi alls ekki líta á þetta sem skýrt merki um það að þetta væri að færast í betra horf. Eitt af því sem við verðum að leggja okkur fram við núna þegar við erum að horfa á þessa pest sem er innan við eins árs að aldri er að læra eins mikið af því sem við erum að horfa á, eins mögulegt er, og eitt af því sem mér finnst að við eigum að hafa lært, er að það er eins gott að fara varlega í að lýsa yfir sigri.“ Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Reykjavík síðdegis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gerir athugasemdir við að Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum hafi sagt við fjölmiðla í dag að tölur yfir smit gærdagsins gætu verið vísbending um að byrjað sé að hægja á faraldrinum. Kári útskýrði mál sitt í Reykjavík síðdegis. „Mér finnst býsna furðulegt að lögregluþjónninn í þessu þríeyki sé að leggja mat á faraldsfræðina sem slíka. Ef þríeykið ætlar að tjá sig um hvar faraldurinn er, hvort hann sé að rísa eða falla, þá held ég að það væri eðlilegt og skynsamlegt gagnvart þjóðinni að það væri Þórólfur sérfræðingur sem gerði það. Ef við keyrum full þá held ég að Víðir eigi að handtaka okkur en ef á að tala um faraldsfræði í Covid-19 þá held ég að Þórólfur eigi að gera það.“ Kári tekur þó fram að honum þyki Víðir yndislegur maður, í alla staði, en að ummælin hafi valdið honum áhyggjum. „Nú verðið þið sjálfsagt hissa á því hvað ég er harðorður í garð Víðis, sem er yndislegur maður í alla staði, alveg ómælanlega, glæpsamlega svo, en ástæðan fyrir því að þetta pirrar mig er að manni sýnist eins og maður sjái að þegar svona er sagt þá slaki menn svolítið á og við höfum bara ekkert efni á því að slaka á núna. Mér finnst við hafa fengið ástæðu til að halda áfram að haga okkur prúðmannlega gagnvart veirunni og við eigum að halda því áfram.“ Kári var spurður hvort hann væri ósammála Víði; hvort tölurnar sýni ekki fram á rénun faraldurs. „Ég er ekki sammála um að þetta sé merki um nokkurn skapaðan hlut. Ég vona heitt og innilega að þetta sé merki um að faraldurinn sé í einhverri rénun - ég vona það svo sannarlega - og ef ég væri ekki svona prúður eins og ég er þá myndi ég veðja að þetta þýddi það; að faraldurinn sé í rénun en hins vegar þá þori ég alls ekki að segja að svo sé, ég þori ekki að segja að þetta sé merki um nokkurn skapaðan hlut." Kári segir varhugarvert að lýsa yfir sigri of snemma. Það geti haft áhrif á hegðun fólks. „Við höfum séð það fyrr á þessu hausti og í sumar að faraldurinn sveiflast upp og niður tiltölulega hratt þannig að þegar verið er að tala til þjóðarinnar frá þessu þríreyki sem hefur verið að halda utan um sóttvarnirnar þá held ég að það sé gífurlega mikilvægt að tala varlega, eins og Þórólfur gerði í dag, þar sem hann sagði að hann vildi alls ekki líta á þetta sem skýrt merki um það að þetta væri að færast í betra horf. Eitt af því sem við verðum að leggja okkur fram við núna þegar við erum að horfa á þessa pest sem er innan við eins árs að aldri er að læra eins mikið af því sem við erum að horfa á, eins mögulegt er, og eitt af því sem mér finnst að við eigum að hafa lært, er að það er eins gott að fara varlega í að lýsa yfir sigri.“
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Reykjavík síðdegis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira