Barði kærasta fyrrverandi kærustu með lóðbolta í leigubíl Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 21:37 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í október dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás árið 2018. Maðurinn beitti lóðbolta við árásina, sem beindist gegn kærasta konu sem maðurinn hafði átt í sambandi við um skeið. Maðurinn var ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa í júní 2018 ráðist á annan mann með því að slá hann ítrekað með lóðbolta í höfuð og líkama, hvar sá síðarnefndi sat í farþegasæti kyrrstæðrar leigubifreiðar. Hann hlaut grunnt sár á hnakka við árásina. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að maðurinn sem varð fyrir árásinni hefði tekið leigubíl til að sækja kærustu sína. Þar á bílastæði hefði kærastan komið ásamt ákærða og sá síðarnefndi þá slegið til mannsins með hamri þar sem hann sat í framsæti leigubílsins. Kærastan tjáði lögreglu að hún hefði átt í „ofbeldisfullu“ sambandi við manninn sem ráðist var á. Áður en hann kom á staðinn hefði hún verið með ákærða á heimili móður hans. Þegar sá síðarnefndi hefði frétt af því að maðurinn væri fyrir utan hefði hann tekið hamar, gengið út og sagst „ætla að ganga fram af honum“. Ákærði hélt því þó fram að ekki hefði verið um hamar að ræða heldur lóðbolta og var frásögn hans höfð til grundvallar. Ákærði bar því við fyrir dómi að hann og kærasta mannsins hefðu einnig verið saman um skeið. Þá hefði hann vissulega slegið til mannsins en ekki náð neinum höggum á hann. Ákærði hefði á endanum hlaupið burt og falið sig í runna og fljótlega orðið var við að lögregla væri að leita að honum en síðan sofnað í runnanum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að árásin hefði verið ofsafengin og ásetningur ákærða einbeittur þegar hann tók með sér vopn. Refsing var ákveðin hæfileg sex mánaða skilorðsbundið fangelsi, auk þess sem honum var gert að greiða manninum 300 þúsund krónur í miskabætur og greiðslu alls málskostnaðar, tæpa milljón króna. Dómsmál Leigubílar Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í október dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás árið 2018. Maðurinn beitti lóðbolta við árásina, sem beindist gegn kærasta konu sem maðurinn hafði átt í sambandi við um skeið. Maðurinn var ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa í júní 2018 ráðist á annan mann með því að slá hann ítrekað með lóðbolta í höfuð og líkama, hvar sá síðarnefndi sat í farþegasæti kyrrstæðrar leigubifreiðar. Hann hlaut grunnt sár á hnakka við árásina. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að maðurinn sem varð fyrir árásinni hefði tekið leigubíl til að sækja kærustu sína. Þar á bílastæði hefði kærastan komið ásamt ákærða og sá síðarnefndi þá slegið til mannsins með hamri þar sem hann sat í framsæti leigubílsins. Kærastan tjáði lögreglu að hún hefði átt í „ofbeldisfullu“ sambandi við manninn sem ráðist var á. Áður en hann kom á staðinn hefði hún verið með ákærða á heimili móður hans. Þegar sá síðarnefndi hefði frétt af því að maðurinn væri fyrir utan hefði hann tekið hamar, gengið út og sagst „ætla að ganga fram af honum“. Ákærði hélt því þó fram að ekki hefði verið um hamar að ræða heldur lóðbolta og var frásögn hans höfð til grundvallar. Ákærði bar því við fyrir dómi að hann og kærasta mannsins hefðu einnig verið saman um skeið. Þá hefði hann vissulega slegið til mannsins en ekki náð neinum höggum á hann. Ákærði hefði á endanum hlaupið burt og falið sig í runna og fljótlega orðið var við að lögregla væri að leita að honum en síðan sofnað í runnanum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að árásin hefði verið ofsafengin og ásetningur ákærða einbeittur þegar hann tók með sér vopn. Refsing var ákveðin hæfileg sex mánaða skilorðsbundið fangelsi, auk þess sem honum var gert að greiða manninum 300 þúsund krónur í miskabætur og greiðslu alls málskostnaðar, tæpa milljón króna.
Dómsmál Leigubílar Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira