Spider-Man: Miles Morales - Hinn nýi Spider-Man er jafnvel flottari og skemmtilegri en sá fyrri á PS5 Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2020 10:00 Spider-Man: Miles Morales er þrusugóður leikur, þó hann sé í raun eingöngu viðbót við hinn feykigóða leik Spider-Man. Þá lítur hann stórkostlega vel út á PS5. Þó MM sé ekki jafn þéttur og fyrri leikurinn, þá stendur hann vel fyrir sínu með nýrri sögu, endurbættu bardagakerfi og mun betri grafík. Spider-Man: Miles Morales gerist nokkrum mánuðum eftir atburði fyrri leiksins og steðjar ný ógn að íbúum New York. Auðjöfur og fyrirtæki hans Roxxon, vinnur að því að koma upp sérstökum orkuverum víða um Manhattan og ætlar hann sér að keyra alla eyjuna á umhverfisvænni orku. Tæknivæddir vondirkallar, sem leiddir eru af The Tinkerer, eru þó eitthvað ósáttir við þær áætlanir og Miles Morales, hinn nýi Spider-Man, þarf að komast til botns í málinu á meðan sá upprunalegi er í fríi. Eðli málsins samkvæmt er MM mjög líkur upprunalega leiknum og það er í rauninni ekki galli. Upprunalegi leikurinn var æðislegur. Það er enn ógeðslega gaman að sveifla sér um Manhattan og ég hef enn gaman af því að flakka um borgina og stöðva glæpi og finna eitthvað drasl til að uppfæra búninga Spider-Man og vopn. Maður fær það fyrir að leysa þrautir og verkefni. Allar þrautir sem Spider-Man leysir skilar manni svokölluðum „token-um“ og þau er hægt að nota til að gera betri tæki og búninga. Það er einnig enn gaman að lumbra á hinum fjölmörgum bófum Manhattan. Þó bardagakerfið sé svo gott sem það sama á milli leikja er Miles með öðruvísi krafta en Peter Parker. Það hjálpar verulega til. Ég er reyndar ekki frá því að bardagakerfi þessa leiks sé auðveldara en í fyrri leiknum. Annað hvort það eða ég er bara orðinn svona ógeðslega góður, sem kemur vel til greina. Mikill hraði og þvílík grafík Það er allt annað að spila MM í PS5 en að spila upprunalega Spider-Man í PS4. Ég hef ekki þurft að eyða neinum tíma í að bíða og horfa á hleðsluglugga. Allt gerist nánast samstundis. Þegar maður þarf að stökkva hratt á milli svæða í Manhattan, svokallað Fast Travel, er það bara spurning um að ýta á takka og þá er maður mættur á nýja staðinn. Miles Morales er ætlað að sýna fram á getu PS5 og hann gerir það svo sannarlega. Betra frame rate, Ray tracing og geggjuð lýsing, betri upplausn, betri hraði. Það er í raun fáránlegur munur á upprunalega Spider-Man og Miles Morales, þó Spider-Man hafi litið mjög vel út. Það sem heillaði mig þó hvað mest, þegar ég tók eftir því, það var endurspeglunin, sem er fylgifiskur Ray tracing. Það má sjá flottar endurspeglanir í gluggum, bílum, bónuðum gólfum og jafnvel pollum, sem er mjög flott. Það er erfitt að lýsa því almennilega í prenti og því er ef til vill best að vísa lesendum á samantekt Digital Foundry. Þeir eru sérfræðingar í þessum málum. Eftir átta mínútur í þessu myndbandi er fjallað ítarlega um Ray tracing í leiknum. Samantekt-ish Fyrsti leikurinn sem ég spila í nýrri kynslóð Playstation leikjatölva olli mér ekki vonbrigðum. Gæðin hafa tekið mikið stökk á milli kynslóða en Sony gat varla valið betri leik til að taka í gegn fyrir PS5. Spider-Man er líklega einn af mínum uppáhalds leikjum og Miles Morales breytti því alls ekki. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Spider-Man: Miles Morales er þrusugóður leikur, þó hann sé í raun eingöngu viðbót við hinn feykigóða leik Spider-Man. Þá lítur hann stórkostlega vel út á PS5. Þó MM sé ekki jafn þéttur og fyrri leikurinn, þá stendur hann vel fyrir sínu með nýrri sögu, endurbættu bardagakerfi og mun betri grafík. Spider-Man: Miles Morales gerist nokkrum mánuðum eftir atburði fyrri leiksins og steðjar ný ógn að íbúum New York. Auðjöfur og fyrirtæki hans Roxxon, vinnur að því að koma upp sérstökum orkuverum víða um Manhattan og ætlar hann sér að keyra alla eyjuna á umhverfisvænni orku. Tæknivæddir vondirkallar, sem leiddir eru af The Tinkerer, eru þó eitthvað ósáttir við þær áætlanir og Miles Morales, hinn nýi Spider-Man, þarf að komast til botns í málinu á meðan sá upprunalegi er í fríi. Eðli málsins samkvæmt er MM mjög líkur upprunalega leiknum og það er í rauninni ekki galli. Upprunalegi leikurinn var æðislegur. Það er enn ógeðslega gaman að sveifla sér um Manhattan og ég hef enn gaman af því að flakka um borgina og stöðva glæpi og finna eitthvað drasl til að uppfæra búninga Spider-Man og vopn. Maður fær það fyrir að leysa þrautir og verkefni. Allar þrautir sem Spider-Man leysir skilar manni svokölluðum „token-um“ og þau er hægt að nota til að gera betri tæki og búninga. Það er einnig enn gaman að lumbra á hinum fjölmörgum bófum Manhattan. Þó bardagakerfið sé svo gott sem það sama á milli leikja er Miles með öðruvísi krafta en Peter Parker. Það hjálpar verulega til. Ég er reyndar ekki frá því að bardagakerfi þessa leiks sé auðveldara en í fyrri leiknum. Annað hvort það eða ég er bara orðinn svona ógeðslega góður, sem kemur vel til greina. Mikill hraði og þvílík grafík Það er allt annað að spila MM í PS5 en að spila upprunalega Spider-Man í PS4. Ég hef ekki þurft að eyða neinum tíma í að bíða og horfa á hleðsluglugga. Allt gerist nánast samstundis. Þegar maður þarf að stökkva hratt á milli svæða í Manhattan, svokallað Fast Travel, er það bara spurning um að ýta á takka og þá er maður mættur á nýja staðinn. Miles Morales er ætlað að sýna fram á getu PS5 og hann gerir það svo sannarlega. Betra frame rate, Ray tracing og geggjuð lýsing, betri upplausn, betri hraði. Það er í raun fáránlegur munur á upprunalega Spider-Man og Miles Morales, þó Spider-Man hafi litið mjög vel út. Það sem heillaði mig þó hvað mest, þegar ég tók eftir því, það var endurspeglunin, sem er fylgifiskur Ray tracing. Það má sjá flottar endurspeglanir í gluggum, bílum, bónuðum gólfum og jafnvel pollum, sem er mjög flott. Það er erfitt að lýsa því almennilega í prenti og því er ef til vill best að vísa lesendum á samantekt Digital Foundry. Þeir eru sérfræðingar í þessum málum. Eftir átta mínútur í þessu myndbandi er fjallað ítarlega um Ray tracing í leiknum. Samantekt-ish Fyrsti leikurinn sem ég spila í nýrri kynslóð Playstation leikjatölva olli mér ekki vonbrigðum. Gæðin hafa tekið mikið stökk á milli kynslóða en Sony gat varla valið betri leik til að taka í gegn fyrir PS5. Spider-Man er líklega einn af mínum uppáhalds leikjum og Miles Morales breytti því alls ekki.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira