Gunnar lofaði flúri Stefán Árni Pálsson skrifar 10. nóvember 2020 11:30 Gunnar og Ásgeir Trausti þegar þeir unnu saman að laginu. Í dag kemur út nýtt lag með Gunnar the fifth sem er sólo verkefni Gunnars Valdimarssonar húðflúrlistamanns og málara. Lagið er gert í samvinnu við Ásgeir Trausta. „Ég er búinn að þekkja Ásgeir alveg síðan ég flúraði hann þegar hann var fyrst að koma fram á sjónarsviðið. Hann kom inn á stofuna þar sem ég var að vinna og mér fannst ég kannast eitthvað svakalega við röddina í honum þegar hann talaði. Ég hafði fengið plötuna hans í jólagjöf,“ segir Gunnar og heldur áfram. „Svo vind ég mér upp að honum og þá kemur upp úr krafsinu að ég hafði sagt nei við hann þegar hann hafði sent mér fyrirspurn um húðflúr. Við gerðum með okkur samning þar á staðnum að ég skyldi flúra hann og í staðinn myndi hann spila í eins árs brúðkaupsafmælinu mínu. Þannig kynntumst við. Svo höfum við verið í reglulegum samskiptum síðan og ég hef flúrað hann allt of oft. Svo þegar ég byrjaði á sóló tónlistarverkefninu mínu þá hjálpaði hann.“ Gunnar talar um hvernig lagið varð til og hvernig óvenjulegar kringumstæður geta skapað eitthvað öðruvísi. „Við vorum búnir að mæla okkur mót í Hljóðrita, sem er hljóðverið sem hann notast alla jafna við. Svo þegar ég kem þá hefur öllu rafmagni slegið út og allt stopp. Þegar rafmagnið var aftur komið á þá var eitthvað vesen að fá allt í gang aftur. Við enduðum að sitja við píanóið og spiluðum til skiptis. Ég tók upp eitt riff sem Ásgeir hafði verið að fikta með. Svo fór ég heim og setti við þann takt og samdi texta. Úr varð þetta fína lag. Við erum báðir mjög ánægðir með það. Það er talsvert öðruvísi.“ Lagið hefur talsvert dimman undirtón og um það segir Gunnar. „Ég endaði á að nota upprunalegu síma upptökuna af Ásgeiri í byrjuninni. Það er náttúrulega ekki besta sándið en gaf þessu svona ákveðið dimman tón. Textinn fjallar svo um talsvert dimma tíma í mínu lífi þannig að þetta passar allt saman.“ Gunnar var gestur í Einkalífinu fyrr á þessu ári og má horfa viðtalið við hann hér að neðan. Tónlist Húðflúr Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Í dag kemur út nýtt lag með Gunnar the fifth sem er sólo verkefni Gunnars Valdimarssonar húðflúrlistamanns og málara. Lagið er gert í samvinnu við Ásgeir Trausta. „Ég er búinn að þekkja Ásgeir alveg síðan ég flúraði hann þegar hann var fyrst að koma fram á sjónarsviðið. Hann kom inn á stofuna þar sem ég var að vinna og mér fannst ég kannast eitthvað svakalega við röddina í honum þegar hann talaði. Ég hafði fengið plötuna hans í jólagjöf,“ segir Gunnar og heldur áfram. „Svo vind ég mér upp að honum og þá kemur upp úr krafsinu að ég hafði sagt nei við hann þegar hann hafði sent mér fyrirspurn um húðflúr. Við gerðum með okkur samning þar á staðnum að ég skyldi flúra hann og í staðinn myndi hann spila í eins árs brúðkaupsafmælinu mínu. Þannig kynntumst við. Svo höfum við verið í reglulegum samskiptum síðan og ég hef flúrað hann allt of oft. Svo þegar ég byrjaði á sóló tónlistarverkefninu mínu þá hjálpaði hann.“ Gunnar talar um hvernig lagið varð til og hvernig óvenjulegar kringumstæður geta skapað eitthvað öðruvísi. „Við vorum búnir að mæla okkur mót í Hljóðrita, sem er hljóðverið sem hann notast alla jafna við. Svo þegar ég kem þá hefur öllu rafmagni slegið út og allt stopp. Þegar rafmagnið var aftur komið á þá var eitthvað vesen að fá allt í gang aftur. Við enduðum að sitja við píanóið og spiluðum til skiptis. Ég tók upp eitt riff sem Ásgeir hafði verið að fikta með. Svo fór ég heim og setti við þann takt og samdi texta. Úr varð þetta fína lag. Við erum báðir mjög ánægðir með það. Það er talsvert öðruvísi.“ Lagið hefur talsvert dimman undirtón og um það segir Gunnar. „Ég endaði á að nota upprunalegu síma upptökuna af Ásgeiri í byrjuninni. Það er náttúrulega ekki besta sándið en gaf þessu svona ákveðið dimman tón. Textinn fjallar svo um talsvert dimma tíma í mínu lífi þannig að þetta passar allt saman.“ Gunnar var gestur í Einkalífinu fyrr á þessu ári og má horfa viðtalið við hann hér að neðan.
Tónlist Húðflúr Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira