„Eigum samt enn langt í land“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 07:00 Hanna Birna Kristjánsdóttir, Heimsþing kvenleiðtoga Vísir/Vilhelm „Það er einfaldlega enn verk að vinna þegar kemur að jafnrétti karla og kvenna. Þetta á sérstaklega við um íslenskt atvinnulíf og nýleg greining Creditinfo staðfestir að tæplega fjórðungur framkvæmdastjóra eru konur. Þetta er enn frekar staðfest með því hversu margar hindranir virðast enn vera til staðar, þar sem heimilisstörf og barnauppeldi hvíla enn mun þyngra á konum en körlum,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir og bætir við: „Karlar í stjórnunarstöðum eru einnig líklegri að eiga maka sem vinna færri stundir og taka þannig frekar ábyrgð á heimilinu, en makar kvenna sem eru í stjórnunarstöðum.“ Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er fjallað um Heimsþing kvenleiðtoga út frá forsendum stjórnenda og atvinnulífs. Heimsþingið er í þetta sinn haldið á netinu en þátttakendur eru yfir 600 kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum, vísindum og tæknigeiranum í yfir 100 löndum. Hanna Birna Kristjánsdóttir er stjórnarformaður Heimsþingsins, auk þess að starfa fyrir UN Women. Er Ísland best í heimi? Hanna Birna segist stolt af Íslandi sem fyrirmynd annarra þjóða. „Ég er endalaust stolt af því að vera íslensk kona og tilheyra samfélagi sem í samanburði við önnur lönd er framsækið og til fyrirmyndar. Í störfum mínum fyrir UN Women, líkt og sem stjórnarfomaður Heimsþings kvenleiðtoga líður varla sá dagur að ég sé ekki spurð hvernig við á Íslandi förum að því að ná þessum árangri.“ En betur má ef duga skal. „Ég hika auðvitað ekki við að segja að Ísland sé best í heimi hvað þetta varðar, en bæti því líka við að við eigum samt enn langt í land sem staðfestir bara hvernig staðan er annars staðar,“ segir Hanna Birna og bætir við: „Og mér finnst það styrkur okkar Íslendinga; að fagna því sem vel er gert en viðurkenna líka við viljum gera enn betur.“ Að mati Hönnu Birnu er þróun kvenna í leiðtogastöður í alþjóðlegum fyrirtækjum að hreyfast alltof hægt. Konur sem leiða stærstu fyrirtæki heims eru enn undir 10%. Það er auðvitað óviðunandi og jafnvel lægra en það hlutfall sem við sjáum í stjórnmálum. Þetta virðist því haldast nokkuð í hendur og ég er sannfærð um að kjör Kamillu Harris sem varaforseta Bandaríkjanna muni skipta máli,“ segir Hanna Birna. Að hennar mati felst helsta hindrunin í baráttunni í löngu úreltum hugmynd um hverjir eiga að vera eða geta verið leiðtogar. „Það er í raun ótrúlegt að kona sé fyrst núna að ná slíkum árangri í bandarískum stjórnmálum en sú staðreynd endurspeglar mikilvægi jafnréttisbaráttunnar. Ég er sannfærð um kjör hennar í þetta valdamikla embætti muni skipta máli og verða einn þeirra áfanga sem vonandi opnar dyr fyrir enn fleiri konur.“ En finnst þér eitthvað hafa breyst á þeim þremur árum sem þú hefur verið í forsvari fyrir WPL hvað varðar konur og atvinnulíf? ,,Auðvitað koma tímar þar sem mér finnst lítið þokast, en því stærra sem umhverfið sem ég vinn í verður, því þakklátari verð ég fyrir það sem við höfum og erum. Mér finnst öllu skipta að viðurkenna vandann, ákveða að við viljum gera betur, sjá öll þau sameiginlegu tækifæri og hagsmuni sem felast í auknu jafnrétti kynjanna, fyrir karla og konur, og nýta svo þá þekkingu og reynslu til að taka stærri skref,“ segir Hanna Birna. Hún segist sem betur fer enn trúa því að flest í mannlegu samfélagi sé betra í dag en það var í gær. Ef hún tryði því ekki, væri hún eflaust löngu ætt að taka slaginn fyrir jafnrétti kynjanna. Og já, mér finnst hlutirnir vera að færast til betri vegar og mér finnst íslenskt atvinnulíf vilja og skilja að þar þurfa konur og karlar að hafa sömu tækifæri. Ég vildi bara óska að það gerist hraðar og fagna ekki sigri fyrr en hlutfall karla og kvenna á þeim vettvangi er orðið jafnt,“ segir Hanna Birna. Jafnréttismál Stjórnun Vinnumarkaður Heimsþing kvenleiðtoga Tengdar fréttir Konur taka við af konum sem framkvæmdastjórar Konur eru líklegri til að taka við konum sem framkvæmdastjórar en þróunin er hæg segir Brynja Baldursdóttir meðal annars í viðtali um greiningu Creditinfo á kynjahlutföllum stjórnenda í Framúrskarandi fyrirtækjum. 28. október 2020 07:00 Mikil vonbrigði, dapurlegt, hryggilegt og hundfúlt Dapurlegar, hryggilegar og hundfúlar niðurstöður segja viðmælendur Atvinnulífsins á Vísi um 13% hlutfall kvenna sem framkvæmdastjórar í Framúrskarandi fyrirtækjum. Fjármagns- og fyrirtækjaeigendur þurfa að taka ákvörðun um breytingar. 28. október 2020 11:01 Dæmi um þrjár leiðir til að eyða kynjahalla í stjórnendastöðum Ásta Dís Óladóttir dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir kynjakvóta á forstjórastöður nokkuð erfiða leið. Fleiri leiðir sé hægt að skoða til að eyða kynjahalla í æðstu stjórnendastöðum. 29. október 2020 07:01 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
„Það er einfaldlega enn verk að vinna þegar kemur að jafnrétti karla og kvenna. Þetta á sérstaklega við um íslenskt atvinnulíf og nýleg greining Creditinfo staðfestir að tæplega fjórðungur framkvæmdastjóra eru konur. Þetta er enn frekar staðfest með því hversu margar hindranir virðast enn vera til staðar, þar sem heimilisstörf og barnauppeldi hvíla enn mun þyngra á konum en körlum,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir og bætir við: „Karlar í stjórnunarstöðum eru einnig líklegri að eiga maka sem vinna færri stundir og taka þannig frekar ábyrgð á heimilinu, en makar kvenna sem eru í stjórnunarstöðum.“ Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er fjallað um Heimsþing kvenleiðtoga út frá forsendum stjórnenda og atvinnulífs. Heimsþingið er í þetta sinn haldið á netinu en þátttakendur eru yfir 600 kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum, vísindum og tæknigeiranum í yfir 100 löndum. Hanna Birna Kristjánsdóttir er stjórnarformaður Heimsþingsins, auk þess að starfa fyrir UN Women. Er Ísland best í heimi? Hanna Birna segist stolt af Íslandi sem fyrirmynd annarra þjóða. „Ég er endalaust stolt af því að vera íslensk kona og tilheyra samfélagi sem í samanburði við önnur lönd er framsækið og til fyrirmyndar. Í störfum mínum fyrir UN Women, líkt og sem stjórnarfomaður Heimsþings kvenleiðtoga líður varla sá dagur að ég sé ekki spurð hvernig við á Íslandi förum að því að ná þessum árangri.“ En betur má ef duga skal. „Ég hika auðvitað ekki við að segja að Ísland sé best í heimi hvað þetta varðar, en bæti því líka við að við eigum samt enn langt í land sem staðfestir bara hvernig staðan er annars staðar,“ segir Hanna Birna og bætir við: „Og mér finnst það styrkur okkar Íslendinga; að fagna því sem vel er gert en viðurkenna líka við viljum gera enn betur.“ Að mati Hönnu Birnu er þróun kvenna í leiðtogastöður í alþjóðlegum fyrirtækjum að hreyfast alltof hægt. Konur sem leiða stærstu fyrirtæki heims eru enn undir 10%. Það er auðvitað óviðunandi og jafnvel lægra en það hlutfall sem við sjáum í stjórnmálum. Þetta virðist því haldast nokkuð í hendur og ég er sannfærð um að kjör Kamillu Harris sem varaforseta Bandaríkjanna muni skipta máli,“ segir Hanna Birna. Að hennar mati felst helsta hindrunin í baráttunni í löngu úreltum hugmynd um hverjir eiga að vera eða geta verið leiðtogar. „Það er í raun ótrúlegt að kona sé fyrst núna að ná slíkum árangri í bandarískum stjórnmálum en sú staðreynd endurspeglar mikilvægi jafnréttisbaráttunnar. Ég er sannfærð um kjör hennar í þetta valdamikla embætti muni skipta máli og verða einn þeirra áfanga sem vonandi opnar dyr fyrir enn fleiri konur.“ En finnst þér eitthvað hafa breyst á þeim þremur árum sem þú hefur verið í forsvari fyrir WPL hvað varðar konur og atvinnulíf? ,,Auðvitað koma tímar þar sem mér finnst lítið þokast, en því stærra sem umhverfið sem ég vinn í verður, því þakklátari verð ég fyrir það sem við höfum og erum. Mér finnst öllu skipta að viðurkenna vandann, ákveða að við viljum gera betur, sjá öll þau sameiginlegu tækifæri og hagsmuni sem felast í auknu jafnrétti kynjanna, fyrir karla og konur, og nýta svo þá þekkingu og reynslu til að taka stærri skref,“ segir Hanna Birna. Hún segist sem betur fer enn trúa því að flest í mannlegu samfélagi sé betra í dag en það var í gær. Ef hún tryði því ekki, væri hún eflaust löngu ætt að taka slaginn fyrir jafnrétti kynjanna. Og já, mér finnst hlutirnir vera að færast til betri vegar og mér finnst íslenskt atvinnulíf vilja og skilja að þar þurfa konur og karlar að hafa sömu tækifæri. Ég vildi bara óska að það gerist hraðar og fagna ekki sigri fyrr en hlutfall karla og kvenna á þeim vettvangi er orðið jafnt,“ segir Hanna Birna.
Jafnréttismál Stjórnun Vinnumarkaður Heimsþing kvenleiðtoga Tengdar fréttir Konur taka við af konum sem framkvæmdastjórar Konur eru líklegri til að taka við konum sem framkvæmdastjórar en þróunin er hæg segir Brynja Baldursdóttir meðal annars í viðtali um greiningu Creditinfo á kynjahlutföllum stjórnenda í Framúrskarandi fyrirtækjum. 28. október 2020 07:00 Mikil vonbrigði, dapurlegt, hryggilegt og hundfúlt Dapurlegar, hryggilegar og hundfúlar niðurstöður segja viðmælendur Atvinnulífsins á Vísi um 13% hlutfall kvenna sem framkvæmdastjórar í Framúrskarandi fyrirtækjum. Fjármagns- og fyrirtækjaeigendur þurfa að taka ákvörðun um breytingar. 28. október 2020 11:01 Dæmi um þrjár leiðir til að eyða kynjahalla í stjórnendastöðum Ásta Dís Óladóttir dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir kynjakvóta á forstjórastöður nokkuð erfiða leið. Fleiri leiðir sé hægt að skoða til að eyða kynjahalla í æðstu stjórnendastöðum. 29. október 2020 07:01 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Konur taka við af konum sem framkvæmdastjórar Konur eru líklegri til að taka við konum sem framkvæmdastjórar en þróunin er hæg segir Brynja Baldursdóttir meðal annars í viðtali um greiningu Creditinfo á kynjahlutföllum stjórnenda í Framúrskarandi fyrirtækjum. 28. október 2020 07:00
Mikil vonbrigði, dapurlegt, hryggilegt og hundfúlt Dapurlegar, hryggilegar og hundfúlar niðurstöður segja viðmælendur Atvinnulífsins á Vísi um 13% hlutfall kvenna sem framkvæmdastjórar í Framúrskarandi fyrirtækjum. Fjármagns- og fyrirtækjaeigendur þurfa að taka ákvörðun um breytingar. 28. október 2020 11:01
Dæmi um þrjár leiðir til að eyða kynjahalla í stjórnendastöðum Ásta Dís Óladóttir dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir kynjakvóta á forstjórastöður nokkuð erfiða leið. Fleiri leiðir sé hægt að skoða til að eyða kynjahalla í æðstu stjórnendastöðum. 29. október 2020 07:01