Sýkingavarnadeild fámenn og lítið mátti út af bregða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 09:55 Landakot. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjórn og forstjóri Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar í orði og gjörðum og styrkja þarf stöðu deildarinnar innan stjórnkerfis spítalans. Þá er deildin fámenn og af þeim sökum mátti lítið út af bregða til að starfsemi sýkingavarnadeildarinnar myndi ekki skerðast verulega eftir að undirbúningur hófst vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er meðal þess sem bent er á í kafla um helstu sóknarfæri á sviði sýkingavarna á Landakoti í bráðabirgðaskýrslu um hópsmit covid-19 sem þar kom upp. Skýrslan var kynnt á blaðamannafundi í gær en höfundar skýrslunnar benda á tíu atriði sem betur mættu fara. Þegar faraldurinn hófst þurftu bæði yfirlæknir og deildarstjóri sýkingavarnadeildar að sinna daglegum verkefnum sem og fjölmörgum verkefnum á vegum farsóttarnefndar. Því hafi verið ljóst að ekki mátti mikið út af bregða. Því þurfi að tryggja að almenn grunnstarfsemi deildarinnar geti haldið áfram á álagstímum. Meðal annars sá höfundar skýrslunnar sóknarfæri í því að fjölga starfsfólki sýkingavarnadeildar en hafa verði í huga að sýkingavarnir krefjist sérhæfðar þekkingar og það taki tíma að þjálfa upp stafsfólk. „Styrkja þarf fræðslu og kennslu í sýkingavörnum innan stofnunarinnar. Huga ætti að þáttum eins og að allir starfsmenn fari í gegnum kennsluefni í grundvallaratriðum sýkingavarna og jafnvel þreyti próf sem þeir þurfa að standast einu sinni á ári,“ segir meðal annars í skýrslunni. Þá er bent sérstaklega á að margt starfsfólk Landspítala sé af erlendum uppruna og auka þurfi fræðslu til þeirra og tryggja að það hafi aðgang að fræðsluefni á sínu móðurmáli. Húsnæðið gamalt og engin sérhæfð farsóttareining Þá eru gerðar nokkrar athugasemdir við húsnæðið sem skipti miklu máli þegar kemur að því að rjúfa smitleið meinvalds. „Húsnæðið er gamalt og það þyrfti að framkvæma sér úttekt hvort það sé hægt að bæta þætti eins og loftræstingu, fjölga einbýlum og salernis-og sturtuaðstöðum fyrir sjúklinga ásamt því að bæta búningsaðstöðu og sameiginleg vinnu-og neyslurými fyrir starfsmenn,“ segir meðal annars. Almennt sé þörf á fleiri herbergjum á Landspítalanum sem hafi neikvæðan loftþrýsting og eins sé þörf á að fjölga einbýlum með sérsalernum. Þá er bent á að spítalinn hefur ekki sérhæfða farsóttareiningu eða farsóttardeild innan stofnunarinnar. Eins er bent á í skýrslunni að skipta þurfi út hlífðar- og skjóltjöldum úr taui sem eru notuð til að stúka af sjúlinga, fyrir skjólveggi sem hægt sé að þrífa með daglegum þrifum stofnunarinnar. Annar möguleiki í stöðunni gæti verið að koma upp miðlægu kerfi þar sem slík hlífðartjöld væru tekin niður og hreinsuð reglulega. Einnig er lagt til að gæðaeftirlit ræstingadeildar verði aukið og bent á að bæta þurfi húsnæðisaðstöðu í sameiginlegri tækjageymslu og lagt til að sérhæfður starfsmaður hafi yfirumsjón með þrifum og sótthreinsun á tækjum. „Hópsýkingin sem kom upp á Landakoti undirstrikar nauðsyn þess að bæta mönnun svo hægt sé að tryggja hólfaskiptingu starfsmanna milli deilda á farsóttartímum. Með þetta sjónarmið í huga þá er sameiginlegur búnaður sem er geymdur inni á mismunandi deildum óheppilegur því það leiðir til þess að starfsmenn séu að fara á milli deilda að sækja sameiginlegan búnað,“ segir einnig í skýrslunni í kaflanum um sóknarfæri. Loks er bent á að bæta þurfi deild starfsmannaheilsuverndar og bent á mikilvægi þess að tryggja að allir starfsmenn séu upplýstir um nýjar verklagsreglur og viti hvar þær sé að finna. Þannig mætti gæðahandbók Landspítala til að mynda vera notendavænni og skýrari. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hópsýking á Landakoti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Framkvæmdastjórn og forstjóri Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar í orði og gjörðum og styrkja þarf stöðu deildarinnar innan stjórnkerfis spítalans. Þá er deildin fámenn og af þeim sökum mátti lítið út af bregða til að starfsemi sýkingavarnadeildarinnar myndi ekki skerðast verulega eftir að undirbúningur hófst vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er meðal þess sem bent er á í kafla um helstu sóknarfæri á sviði sýkingavarna á Landakoti í bráðabirgðaskýrslu um hópsmit covid-19 sem þar kom upp. Skýrslan var kynnt á blaðamannafundi í gær en höfundar skýrslunnar benda á tíu atriði sem betur mættu fara. Þegar faraldurinn hófst þurftu bæði yfirlæknir og deildarstjóri sýkingavarnadeildar að sinna daglegum verkefnum sem og fjölmörgum verkefnum á vegum farsóttarnefndar. Því hafi verið ljóst að ekki mátti mikið út af bregða. Því þurfi að tryggja að almenn grunnstarfsemi deildarinnar geti haldið áfram á álagstímum. Meðal annars sá höfundar skýrslunnar sóknarfæri í því að fjölga starfsfólki sýkingavarnadeildar en hafa verði í huga að sýkingavarnir krefjist sérhæfðar þekkingar og það taki tíma að þjálfa upp stafsfólk. „Styrkja þarf fræðslu og kennslu í sýkingavörnum innan stofnunarinnar. Huga ætti að þáttum eins og að allir starfsmenn fari í gegnum kennsluefni í grundvallaratriðum sýkingavarna og jafnvel þreyti próf sem þeir þurfa að standast einu sinni á ári,“ segir meðal annars í skýrslunni. Þá er bent sérstaklega á að margt starfsfólk Landspítala sé af erlendum uppruna og auka þurfi fræðslu til þeirra og tryggja að það hafi aðgang að fræðsluefni á sínu móðurmáli. Húsnæðið gamalt og engin sérhæfð farsóttareining Þá eru gerðar nokkrar athugasemdir við húsnæðið sem skipti miklu máli þegar kemur að því að rjúfa smitleið meinvalds. „Húsnæðið er gamalt og það þyrfti að framkvæma sér úttekt hvort það sé hægt að bæta þætti eins og loftræstingu, fjölga einbýlum og salernis-og sturtuaðstöðum fyrir sjúklinga ásamt því að bæta búningsaðstöðu og sameiginleg vinnu-og neyslurými fyrir starfsmenn,“ segir meðal annars. Almennt sé þörf á fleiri herbergjum á Landspítalanum sem hafi neikvæðan loftþrýsting og eins sé þörf á að fjölga einbýlum með sérsalernum. Þá er bent á að spítalinn hefur ekki sérhæfða farsóttareiningu eða farsóttardeild innan stofnunarinnar. Eins er bent á í skýrslunni að skipta þurfi út hlífðar- og skjóltjöldum úr taui sem eru notuð til að stúka af sjúlinga, fyrir skjólveggi sem hægt sé að þrífa með daglegum þrifum stofnunarinnar. Annar möguleiki í stöðunni gæti verið að koma upp miðlægu kerfi þar sem slík hlífðartjöld væru tekin niður og hreinsuð reglulega. Einnig er lagt til að gæðaeftirlit ræstingadeildar verði aukið og bent á að bæta þurfi húsnæðisaðstöðu í sameiginlegri tækjageymslu og lagt til að sérhæfður starfsmaður hafi yfirumsjón með þrifum og sótthreinsun á tækjum. „Hópsýkingin sem kom upp á Landakoti undirstrikar nauðsyn þess að bæta mönnun svo hægt sé að tryggja hólfaskiptingu starfsmanna milli deilda á farsóttartímum. Með þetta sjónarmið í huga þá er sameiginlegur búnaður sem er geymdur inni á mismunandi deildum óheppilegur því það leiðir til þess að starfsmenn séu að fara á milli deilda að sækja sameiginlegan búnað,“ segir einnig í skýrslunni í kaflanum um sóknarfæri. Loks er bent á að bæta þurfi deild starfsmannaheilsuverndar og bent á mikilvægi þess að tryggja að allir starfsmenn séu upplýstir um nýjar verklagsreglur og viti hvar þær sé að finna. Þannig mætti gæðahandbók Landspítala til að mynda vera notendavænni og skýrari.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hópsýking á Landakoti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira