Umferðaróhapp talið vera vegna farsímanotkunar undir stýri Sylvía Hall skrifar 15. nóvember 2020 08:24 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölmörgum útköllum í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm Skömmu eftir klukkan þrjú í nótt barst lögreglu tilkynning um umferðaróhapp í Kópavogi þar sem bifreið hafði verið ekið á grindverk. Bifreiðin var óökufær eftir áreksturinn en talið er að ökumaðurinn hafi verið með farsíma sinn í höndunum og því misst stjórn á bifreiðinni. Hann slapp ómeiddur en bifreiðin var flutt af vettvangi með Króki. Þá var töluvert um vímuefnaakstur í gærkvöldi og í nótt, en klukkan 20 í gærkvöld var bifreið stöðvuð í Árbæ þar sem ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis- og fíkniefna og vörslu fíkniefna. Hann hafði einnig verið sviptur ökuréttindum. Á tíunda tímanum í gær voru tveir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Skömmu eftir klukkan ellefu var svo annar ökumaður stöðvaður, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, og reyndist sá hafa verið sviptur ökuréttindum áður. Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var enn einn ökumaður í Hafnarfirði stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur Ungur ökumaður neitaði sök Þá hafði lögregla afskipti af tveimur ungum ökumönnum í nótt, en rétt fyrir klukkan eitt var bifreið stöðvuð í Hafnarfirði þar sem ökumaðurinn reyndist sautján ára. Þrír fimmtán ára farþegar voru með í bílnum og reyndust tveir þeirra undir áhrifum áfengis. Fram kemur í dagbók lögreglu að málið hafi verið afgreitt með aðkomu foreldra og tilkynningu til Barnaverndar. Skömmu áður hafði bifreið verið stöðvuð á Reykjanesbraut vegna hraðaksturs, en lögreglumenn mældu hraða bifreiðarinnar 115 kílómetra á klukkustund þar sem hámarkshraði var 80. Ökumaðurinn var einnig sautján ára og neitaði sök, en samkvæmt lögreglu verður málið afgreitt með forráðamanni hans viðstöddum. Sjötíu kílómetrum yfir hámarkshraða grunaður um ölvun Lögregla var við hraðaeftirlit í Ártúnsbrekku þegar hún stöðvaði ökumann laust eftir miðnætti. Sá hafði mælst á 148 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 80 og er sá grunaður um ölvun við akstur. Þá var einnig hraðaeftirlit á Vesturlandsvegi þar sem tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur, annar á 119 kílómetra hraða en hinn á 114 kílómetra hraða. Hámarkshraði á Vesturlandsvegi er 80. Á Reykjanesbraut var bifreið stöðvuð eftir hraðamælingu þar sem ökumaðurinn ók á 115 kílómetra hraða. Að því er fram kemur í dagbók lögreglu var ökumaðurinn erlendur ríkisborgari og hafði hann engin skilríki meðferðis, en lögregla fylgdi honum á dvalarstað þar sem hann framvísaði vegabréfi og erlendu ökuskírteini. Húsleit í Hafnarfirði Lögregla fór í húsleit um klukkan 21 í gær og hafði afskipti af tveimur mönnum á heimilum þeirra í Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fundust fíkniefni á vettvangi og voru þau haldlögð til eyðingar. Á fjórða tímanum í nótt hafði lögregla afskipti af manni vegna vörslu fíkniefna og brota á lyfja- og vopnalögum. Það mál var afgreitt á lögreglustöð. Eitt þjófnaðarmál kom inn á borð lögreglu klukkan eitt í nótt. Þar hafði sautján ára einstaklingur stolið samloku, drykk og sælgæti í verslun í hverfi 108. Tilkynning var send um málið til Barnaverndar og var forráðamaður viðstaddur skýrslutöku. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Skömmu eftir klukkan þrjú í nótt barst lögreglu tilkynning um umferðaróhapp í Kópavogi þar sem bifreið hafði verið ekið á grindverk. Bifreiðin var óökufær eftir áreksturinn en talið er að ökumaðurinn hafi verið með farsíma sinn í höndunum og því misst stjórn á bifreiðinni. Hann slapp ómeiddur en bifreiðin var flutt af vettvangi með Króki. Þá var töluvert um vímuefnaakstur í gærkvöldi og í nótt, en klukkan 20 í gærkvöld var bifreið stöðvuð í Árbæ þar sem ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis- og fíkniefna og vörslu fíkniefna. Hann hafði einnig verið sviptur ökuréttindum. Á tíunda tímanum í gær voru tveir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Skömmu eftir klukkan ellefu var svo annar ökumaður stöðvaður, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, og reyndist sá hafa verið sviptur ökuréttindum áður. Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var enn einn ökumaður í Hafnarfirði stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur Ungur ökumaður neitaði sök Þá hafði lögregla afskipti af tveimur ungum ökumönnum í nótt, en rétt fyrir klukkan eitt var bifreið stöðvuð í Hafnarfirði þar sem ökumaðurinn reyndist sautján ára. Þrír fimmtán ára farþegar voru með í bílnum og reyndust tveir þeirra undir áhrifum áfengis. Fram kemur í dagbók lögreglu að málið hafi verið afgreitt með aðkomu foreldra og tilkynningu til Barnaverndar. Skömmu áður hafði bifreið verið stöðvuð á Reykjanesbraut vegna hraðaksturs, en lögreglumenn mældu hraða bifreiðarinnar 115 kílómetra á klukkustund þar sem hámarkshraði var 80. Ökumaðurinn var einnig sautján ára og neitaði sök, en samkvæmt lögreglu verður málið afgreitt með forráðamanni hans viðstöddum. Sjötíu kílómetrum yfir hámarkshraða grunaður um ölvun Lögregla var við hraðaeftirlit í Ártúnsbrekku þegar hún stöðvaði ökumann laust eftir miðnætti. Sá hafði mælst á 148 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 80 og er sá grunaður um ölvun við akstur. Þá var einnig hraðaeftirlit á Vesturlandsvegi þar sem tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur, annar á 119 kílómetra hraða en hinn á 114 kílómetra hraða. Hámarkshraði á Vesturlandsvegi er 80. Á Reykjanesbraut var bifreið stöðvuð eftir hraðamælingu þar sem ökumaðurinn ók á 115 kílómetra hraða. Að því er fram kemur í dagbók lögreglu var ökumaðurinn erlendur ríkisborgari og hafði hann engin skilríki meðferðis, en lögregla fylgdi honum á dvalarstað þar sem hann framvísaði vegabréfi og erlendu ökuskírteini. Húsleit í Hafnarfirði Lögregla fór í húsleit um klukkan 21 í gær og hafði afskipti af tveimur mönnum á heimilum þeirra í Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fundust fíkniefni á vettvangi og voru þau haldlögð til eyðingar. Á fjórða tímanum í nótt hafði lögregla afskipti af manni vegna vörslu fíkniefna og brota á lyfja- og vopnalögum. Það mál var afgreitt á lögreglustöð. Eitt þjófnaðarmál kom inn á borð lögreglu klukkan eitt í nótt. Þar hafði sautján ára einstaklingur stolið samloku, drykk og sælgæti í verslun í hverfi 108. Tilkynning var send um málið til Barnaverndar og var forráðamaður viðstaddur skýrslutöku.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira