Ari Freyr: Hann hoppar inn í mig og þetta er aldrei víti Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2020 21:56 Daniel Wass og Ari Freyr Skúlason í barátunni um boltann en dæmt var víti á Ara fyrir meint brot á Wass. EPA-EFE/Liselotte Sabroe „Fyrir mér er þetta aldrei víti,“ segir Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í fótbolta, sem fékk dæmt á sig víti í 2-1 tapinu gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í kvöld. Danir komust yfir snemma leiks eftir að víti var dæmt á Ara að því er virtist fyrir frekar litlar sakir. Danir skoruðu svo sigurmark sitt úr öðru víti í uppbótartíma: „Tvö víti en við getum verið mjög stoltir af þessari frammistöðu eftir svekkelsið í Ungverjalandi og að hafa skipt mörgum leikmönnum inn í liðið,“ sagði Ari við Stöð 2 Sport. Aðspurður um vítið sem hann fékk dæmt á sig sagði Ari: „Ég veit af honum þarna svo ég reyni að teygja mig í boltann. Hann hoppar inn í mig og fyrir mér er þetta aldrei víti. Ég sparka ekki í hann, ég set löppina bara upp til að ná boltanum. Þetta er svona, því miður, og maður verður að kyngja þessu.“ Ari lék síðustu mínúturnar í 2-1 tapinu sára gegn Ungverjalandi á fimmtudag og viðurkenndi að síðustu dagar væru búnir að vera erfiðir: „Það er hægt að segja það. Þegar maður hefur farið á stórmót og er svona nálægt þessu, þá er mjög erfitt að kyngja þessu. Lífið heldur áfram en þetta verður í huga okkar alla ævi. En við getum verið stoltir af því hvað við höfum afrekað síðustu ár og vonandi verður meira af þessu í framtíðinni.“ Íslensku strákarnir eru nú að spila sína síðustu leiki undir stjórn Eriks Hamrén og vilja að sjálfsögðu kveðja hann með góðum leik gegn Englandi á miðvikudag: „Auðvitað. Það var líka planið í dag. En því miður var þetta svona. En við getum verið mjög stoltir af þessu, setjum hausinn upp og áfram gakk.“ Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hér má sjá vítin tvö sem færðu Dönum sigur á Íslandi í kvöld Tvær vítaspyrnur komu í veg fyrir það að Ísland náði ekki í langþráð stig á móti Dönum á Parken í kvöld. 15. nóvember 2020 21:51 Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Dönum Það var fremur rólegt yfir samfélagsmiðlinum Twitter yfir svekkjandi tapi gegn Dönum í kvöld. Lokatölur 2-1. 15. nóvember 2020 21:45 Sjáðu Viðar Örn jafna metin á Parken Viðar Örn Kjartansson þurfti ekki langan tíma til að setja mark sitt á leik Íslands og Danmerkur á Parken. Það dugði þó ekki til að fá stig. 15. nóvember 2020 21:39 Sjáðu þegar Kasper Schmeichel lá eftir samstuð við Albert Fyrri hálfleikurinn í leik Danmerkur og Íslands á Parken endaði á miklu samstuði á milli markvarðar Dana og eins sóknarmanns íslenska liðsins. 15. nóvember 2020 20:47 Leik lokið: Danmörk - Ísland 2-1 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu í Þjóðadeildinni Annan leikinn í röð fékk Ísland á sig sigurmark í uppbótartíma. Strákarnir urðu að sætta sig við 2-1 tap fyrir Dani. 15. nóvember 2020 23:05 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
„Fyrir mér er þetta aldrei víti,“ segir Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í fótbolta, sem fékk dæmt á sig víti í 2-1 tapinu gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í kvöld. Danir komust yfir snemma leiks eftir að víti var dæmt á Ara að því er virtist fyrir frekar litlar sakir. Danir skoruðu svo sigurmark sitt úr öðru víti í uppbótartíma: „Tvö víti en við getum verið mjög stoltir af þessari frammistöðu eftir svekkelsið í Ungverjalandi og að hafa skipt mörgum leikmönnum inn í liðið,“ sagði Ari við Stöð 2 Sport. Aðspurður um vítið sem hann fékk dæmt á sig sagði Ari: „Ég veit af honum þarna svo ég reyni að teygja mig í boltann. Hann hoppar inn í mig og fyrir mér er þetta aldrei víti. Ég sparka ekki í hann, ég set löppina bara upp til að ná boltanum. Þetta er svona, því miður, og maður verður að kyngja þessu.“ Ari lék síðustu mínúturnar í 2-1 tapinu sára gegn Ungverjalandi á fimmtudag og viðurkenndi að síðustu dagar væru búnir að vera erfiðir: „Það er hægt að segja það. Þegar maður hefur farið á stórmót og er svona nálægt þessu, þá er mjög erfitt að kyngja þessu. Lífið heldur áfram en þetta verður í huga okkar alla ævi. En við getum verið stoltir af því hvað við höfum afrekað síðustu ár og vonandi verður meira af þessu í framtíðinni.“ Íslensku strákarnir eru nú að spila sína síðustu leiki undir stjórn Eriks Hamrén og vilja að sjálfsögðu kveðja hann með góðum leik gegn Englandi á miðvikudag: „Auðvitað. Það var líka planið í dag. En því miður var þetta svona. En við getum verið mjög stoltir af þessu, setjum hausinn upp og áfram gakk.“
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hér má sjá vítin tvö sem færðu Dönum sigur á Íslandi í kvöld Tvær vítaspyrnur komu í veg fyrir það að Ísland náði ekki í langþráð stig á móti Dönum á Parken í kvöld. 15. nóvember 2020 21:51 Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Dönum Það var fremur rólegt yfir samfélagsmiðlinum Twitter yfir svekkjandi tapi gegn Dönum í kvöld. Lokatölur 2-1. 15. nóvember 2020 21:45 Sjáðu Viðar Örn jafna metin á Parken Viðar Örn Kjartansson þurfti ekki langan tíma til að setja mark sitt á leik Íslands og Danmerkur á Parken. Það dugði þó ekki til að fá stig. 15. nóvember 2020 21:39 Sjáðu þegar Kasper Schmeichel lá eftir samstuð við Albert Fyrri hálfleikurinn í leik Danmerkur og Íslands á Parken endaði á miklu samstuði á milli markvarðar Dana og eins sóknarmanns íslenska liðsins. 15. nóvember 2020 20:47 Leik lokið: Danmörk - Ísland 2-1 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu í Þjóðadeildinni Annan leikinn í röð fékk Ísland á sig sigurmark í uppbótartíma. Strákarnir urðu að sætta sig við 2-1 tap fyrir Dani. 15. nóvember 2020 23:05 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
Hér má sjá vítin tvö sem færðu Dönum sigur á Íslandi í kvöld Tvær vítaspyrnur komu í veg fyrir það að Ísland náði ekki í langþráð stig á móti Dönum á Parken í kvöld. 15. nóvember 2020 21:51
Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Dönum Það var fremur rólegt yfir samfélagsmiðlinum Twitter yfir svekkjandi tapi gegn Dönum í kvöld. Lokatölur 2-1. 15. nóvember 2020 21:45
Sjáðu Viðar Örn jafna metin á Parken Viðar Örn Kjartansson þurfti ekki langan tíma til að setja mark sitt á leik Íslands og Danmerkur á Parken. Það dugði þó ekki til að fá stig. 15. nóvember 2020 21:39
Sjáðu þegar Kasper Schmeichel lá eftir samstuð við Albert Fyrri hálfleikurinn í leik Danmerkur og Íslands á Parken endaði á miklu samstuði á milli markvarðar Dana og eins sóknarmanns íslenska liðsins. 15. nóvember 2020 20:47
Leik lokið: Danmörk - Ísland 2-1 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu í Þjóðadeildinni Annan leikinn í röð fékk Ísland á sig sigurmark í uppbótartíma. Strákarnir urðu að sætta sig við 2-1 tap fyrir Dani. 15. nóvember 2020 23:05