Daníel Hjálmtýsson með sína fyrstu þröngskífu Ritstjórn Albumm skrifar 20. nóvember 2020 20:01 Tónlistarmaðurinn Daníel Hjálmtýsson gefur út sína fyrstu þröngskífu (EP) í dag. Daníel hefur vakið töluverða eftirtekt hér heima og erlendis síðustu ár m.a. með hliðarverkefni sínu HYOWLP árið 2018. Einnig sendi hann frá sér sína fyrstu sólósmáskífu þann 3. janúar síðastliðinn. Lagið kallaðist Birds og innihélt gestaframkomu hollenska strengjakvartettsins Red Limo Quartet (Eddie Vedder, Mark Lanegan, Sevdaliza), sem Daníel hafði kynnst árið 2013 þegar hann flutti inn einn sinn helsta áhrifavald til tveggja tónleika í Fríkirkjunni, Mark Lanegan. Birds, vakti mikla lukku á bandarísku útvarpsstöðinni KEXP og var valið lag dagsins þann 5. maí síðastliðinn. Um svipað leyti hófust upptökur og vinna við fyrstu EP plötu Daníels, sem samnefnd er honum. Sömuleiðis kom lagið, Treehouse, út í mars en ákveðið var að bíða með útgáfu þess lags um stund. Daníel Hjálmtýsson EP er hljóðrituð, hljóðblönduð og klippt af Jóhannesi Birgi Pálmasyni (The Ghost Choir, Epic Rain o.fl.) en um hljómjöfnun sér bandaríski/sílebúinn Alain Johannes (Queens of The Stone Age, Chris Cornell, Mark Lanegan, Eleven, PJ Harvey o.fl.). Tenging Daníels við Mark Lanegan, hljómsveit hans og starfslið átti eftir að styrkjast mjög eftir að vinasambönd mynduðust á milli þeirra og Daníels út frá einstakri ánægju með heimsóknina til Íslands. Úr varð að meðlimir Mark Lanegan Band, Belgarnir Aldo Struyf og Lyenn léku inn á EP plötuna ásamt hljómsveit Daníels, þeim Hálfdáni Árnasyni, Pétri Hallgrímssyni og Skúla Gíslasyni. Enn fremur komst Daníel á mála hjá Thero Agency í Hollandi, sem m.a. sér um hluta mála Mark Lanegan. Á EP plötunni má finna 4 lög, sem hvert hefur sína eiginleika og stendur nokkuð sér. Þann í byrjun október sendi Daníel frá sér fyrstu smáskífuna af plötunni, Fear Flows og myndband, í leikstjórn Loga Hilmarssonar, fylgdi í kjölfarið. watch on YouTube Lagið Withered fylgir EP plötunni í útvarpsspilun í dag. Daníel og hljómsveit hans hyggja á upptökur á fyrstu LP plötu sinni snemma á næsta ári auk þess sem frekari myndbönd og myndefni er í vinnslu og til útgáfu. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Menning Tónlist Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf
Tónlistarmaðurinn Daníel Hjálmtýsson gefur út sína fyrstu þröngskífu (EP) í dag. Daníel hefur vakið töluverða eftirtekt hér heima og erlendis síðustu ár m.a. með hliðarverkefni sínu HYOWLP árið 2018. Einnig sendi hann frá sér sína fyrstu sólósmáskífu þann 3. janúar síðastliðinn. Lagið kallaðist Birds og innihélt gestaframkomu hollenska strengjakvartettsins Red Limo Quartet (Eddie Vedder, Mark Lanegan, Sevdaliza), sem Daníel hafði kynnst árið 2013 þegar hann flutti inn einn sinn helsta áhrifavald til tveggja tónleika í Fríkirkjunni, Mark Lanegan. Birds, vakti mikla lukku á bandarísku útvarpsstöðinni KEXP og var valið lag dagsins þann 5. maí síðastliðinn. Um svipað leyti hófust upptökur og vinna við fyrstu EP plötu Daníels, sem samnefnd er honum. Sömuleiðis kom lagið, Treehouse, út í mars en ákveðið var að bíða með útgáfu þess lags um stund. Daníel Hjálmtýsson EP er hljóðrituð, hljóðblönduð og klippt af Jóhannesi Birgi Pálmasyni (The Ghost Choir, Epic Rain o.fl.) en um hljómjöfnun sér bandaríski/sílebúinn Alain Johannes (Queens of The Stone Age, Chris Cornell, Mark Lanegan, Eleven, PJ Harvey o.fl.). Tenging Daníels við Mark Lanegan, hljómsveit hans og starfslið átti eftir að styrkjast mjög eftir að vinasambönd mynduðust á milli þeirra og Daníels út frá einstakri ánægju með heimsóknina til Íslands. Úr varð að meðlimir Mark Lanegan Band, Belgarnir Aldo Struyf og Lyenn léku inn á EP plötuna ásamt hljómsveit Daníels, þeim Hálfdáni Árnasyni, Pétri Hallgrímssyni og Skúla Gíslasyni. Enn fremur komst Daníel á mála hjá Thero Agency í Hollandi, sem m.a. sér um hluta mála Mark Lanegan. Á EP plötunni má finna 4 lög, sem hvert hefur sína eiginleika og stendur nokkuð sér. Þann í byrjun október sendi Daníel frá sér fyrstu smáskífuna af plötunni, Fear Flows og myndband, í leikstjórn Loga Hilmarssonar, fylgdi í kjölfarið. watch on YouTube Lagið Withered fylgir EP plötunni í útvarpsspilun í dag. Daníel og hljómsveit hans hyggja á upptökur á fyrstu LP plötu sinni snemma á næsta ári auk þess sem frekari myndbönd og myndefni er í vinnslu og til útgáfu. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Menning Tónlist Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf