Englendingar gætu verið búnir að eignast nýjan Gazza Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2020 12:30 Jack Grealish með boltann í leiknum á móti Belgíu. Getty/John Berry Íslensku landsliðsstrákarnir mæta Englendingum á Wembley annað kvöld og þar gætu þeir þurft að glíma við Jack Grealish sem er á góðri leið með að vera stjarna í þessu enska landsliði. Englendingar töpuðu 2-0 á móti Belgíu í Þjóðadeildinni á sunnudaginn var en Aston Villa maðurinn Jack Grealish fékk engu að síður mikið lof fyrir frammistöðu sína. Meðal þeirra sem hafa hrósað Grealish fyrir leikinn er Watford maðurinn Troy Deeney og hann fór svo langt að líkja Grealish við hinn eina og sanna Paul Gascoigne eða Gazza eins og hann er oftast kallaður. Englendingar minnast enn frammistöðu Paul Gascoigne á HM á Ítalíu 1990 þar sem hann vann hug og hjörtu ensku þjóðarinnar og komst í súperstjörnuflokk. Hann stóð ekki alveg undir þeim væntingum og vandræði utan vallar voru hans öflugasti mótherji. Inn á knattspyrnuvellinum gat Paul Gascoigne gert magnaða hluti og hluti sem engum öðrum datt í hug. "He's the closest thing to Gazza. We haven't seen that maverick, that guy who will turn a game on its head and literally wants the ball anywhere." https://t.co/4QililyJbF— SPORTbible (@sportbible) November 16, 2020 „Jack er algjörlega óttalaus. Hann vill alltaf fá boltann og í hvaða stöðu sem er. Það skiptir heldur ekki máli á móti hverjum hann er að spila. Hann vill boltann, hann vill taka menn á og setja mark sitt á leikinn,“ sagði Troy Deeney í viðtali við Laura Woods á talkSPORT. „Ég hef sagt það áður og þá hló fólk af mér en hann er sá sem kemst næstur því að vera Gascoigne að mínu mati. Við höfum ekki séð svona mann sem snýr við leik á augabragði og vill bókstaflega fá boltann alls staðar,“ sagði Deeney. „Það er mjög öflugt að vera með svona mann ekki síst þar sem enska liðið er að fara á Evrópumótið þar sem pressan verður enn meiri. Þú þarf á leikmönnum að halda sem þora að gera mistök og þora að taka áhættu. Það er auðvelt að fara frá einni hlið til annarrar en hann mun reyna að komast í gegnum vörn andstæðinganna til að skora,“ sagði Deeney. „Hann mun kannski tapa boltanum fjórum eða fimm sinnum en í sjötta sinn sleppur hann í gegn og við munum vinna 1-0 þökk sé honum,“ sagði Deeney. Leikur Englands og Íslands fer fram annað kvöld, miðvikudagskvöldið 18. nóvember, og hefst klukkan 19.45. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
Íslensku landsliðsstrákarnir mæta Englendingum á Wembley annað kvöld og þar gætu þeir þurft að glíma við Jack Grealish sem er á góðri leið með að vera stjarna í þessu enska landsliði. Englendingar töpuðu 2-0 á móti Belgíu í Þjóðadeildinni á sunnudaginn var en Aston Villa maðurinn Jack Grealish fékk engu að síður mikið lof fyrir frammistöðu sína. Meðal þeirra sem hafa hrósað Grealish fyrir leikinn er Watford maðurinn Troy Deeney og hann fór svo langt að líkja Grealish við hinn eina og sanna Paul Gascoigne eða Gazza eins og hann er oftast kallaður. Englendingar minnast enn frammistöðu Paul Gascoigne á HM á Ítalíu 1990 þar sem hann vann hug og hjörtu ensku þjóðarinnar og komst í súperstjörnuflokk. Hann stóð ekki alveg undir þeim væntingum og vandræði utan vallar voru hans öflugasti mótherji. Inn á knattspyrnuvellinum gat Paul Gascoigne gert magnaða hluti og hluti sem engum öðrum datt í hug. "He's the closest thing to Gazza. We haven't seen that maverick, that guy who will turn a game on its head and literally wants the ball anywhere." https://t.co/4QililyJbF— SPORTbible (@sportbible) November 16, 2020 „Jack er algjörlega óttalaus. Hann vill alltaf fá boltann og í hvaða stöðu sem er. Það skiptir heldur ekki máli á móti hverjum hann er að spila. Hann vill boltann, hann vill taka menn á og setja mark sitt á leikinn,“ sagði Troy Deeney í viðtali við Laura Woods á talkSPORT. „Ég hef sagt það áður og þá hló fólk af mér en hann er sá sem kemst næstur því að vera Gascoigne að mínu mati. Við höfum ekki séð svona mann sem snýr við leik á augabragði og vill bókstaflega fá boltann alls staðar,“ sagði Deeney. „Það er mjög öflugt að vera með svona mann ekki síst þar sem enska liðið er að fara á Evrópumótið þar sem pressan verður enn meiri. Þú þarf á leikmönnum að halda sem þora að gera mistök og þora að taka áhættu. Það er auðvelt að fara frá einni hlið til annarrar en hann mun reyna að komast í gegnum vörn andstæðinganna til að skora,“ sagði Deeney. „Hann mun kannski tapa boltanum fjórum eða fimm sinnum en í sjötta sinn sleppur hann í gegn og við munum vinna 1-0 þökk sé honum,“ sagði Deeney. Leikur Englands og Íslands fer fram annað kvöld, miðvikudagskvöldið 18. nóvember, og hefst klukkan 19.45. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira