Real Madrid í svipuðum vandræðum og Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2020 09:01 Sergio Ramos situr í grasinu eftir að hann meiddist í gær. Getty/ Mateo Villalba Þetta var ekki góður landsleikjagluggi fyrir sum evrópsk fótboltalið og Real Madrid er eitt af þeim sem fór illa út úr honum. Real Madrid glímir við meiðslavandræði í miðri vörn liðsins alveg eins og Englandsmeistarar Liverpool. Sergio Ramos og Raphael Varane meiddust báðir í leikjum með landsliðum sínum í Þjóðadeildinni í gær. Sergio Ramos fór af velli á 43. mínútu í 6-0 sigri Spánverja á Þjóðverjum og hélt um lærið. Í yfirlýsingu frá spænska knattspyrnusambandinu þá kom fram að Sergio Ramos hafi fundið fyrir talsverðum óþægindum aftan í hægra læri og því komið af velli. Sergio Ramos á þó eftir að fara í frekari rannsóknir til að kanna meiðslin betur. If indeed Ramos and Varane are injured, there are no real backups. The makeshift CB's in Casemiro (COVID) and Fede (Injury) are all unavailable. Militão is also COVID-19 positive at the moment. Castilla's Pablo Ramon also got injured yesterday. #— Los Blancos Live (@blancoslive) November 17, 2020 Raphael Varane var aftur á móti tekinn af velli í hálfleik þegar Frakkar unnu 4-2 sigur á Svíum. „Ég var að að taka Raphael af velli því hann var í smá meiðslavandræðum,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins. Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, er örugglega mjög pirraður yfir þessu enda hefur hann ekki marga kosti fyrir leikinn á móti Villarreal á laugardaginn. Sergio Ramos missir næst örugglega af leiknum og Raphael Varane er ekki líklegur til að spila. Svo er stutt í Meistaradeildarleik á móti Inter Milan. Að auki er miðvörðurinn Eder Militao með kórónuveiruna sem þýðir að eini leikfæri miðvörðurinn í hópnum er Nacho Fernandez sem er líka nýkominn til baka eftir meiðsli. Casemiro gæti fært sig niður í vörnina en hann er líka meið veiruna. Það eru líka fleiri forföll hjá Real Madrid því bæði Edin Hazard og Karim Benzema eru að glíma við meiðsli sem og Federico Valverde. Það er því ekki auðvelt verk fyrir þá Zinedine Zidane og Jürgen Klopp að stilla upp liðum sínum þegar deildirnar fara aftur af stað um næstu helgi. Real Madrid 5 center-back options:-Sergio Ramos (injured)-Raphael Varane (injured)-Eder Militão (Covid positive)-Nacho (just back from injury)-Pablo Ramon (injured)#rmalive pic.twitter.com/ODNeDSDOav— Blanco Zone (@theBlancoZone) November 17, 2020 Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Sjá meira
Þetta var ekki góður landsleikjagluggi fyrir sum evrópsk fótboltalið og Real Madrid er eitt af þeim sem fór illa út úr honum. Real Madrid glímir við meiðslavandræði í miðri vörn liðsins alveg eins og Englandsmeistarar Liverpool. Sergio Ramos og Raphael Varane meiddust báðir í leikjum með landsliðum sínum í Þjóðadeildinni í gær. Sergio Ramos fór af velli á 43. mínútu í 6-0 sigri Spánverja á Þjóðverjum og hélt um lærið. Í yfirlýsingu frá spænska knattspyrnusambandinu þá kom fram að Sergio Ramos hafi fundið fyrir talsverðum óþægindum aftan í hægra læri og því komið af velli. Sergio Ramos á þó eftir að fara í frekari rannsóknir til að kanna meiðslin betur. If indeed Ramos and Varane are injured, there are no real backups. The makeshift CB's in Casemiro (COVID) and Fede (Injury) are all unavailable. Militão is also COVID-19 positive at the moment. Castilla's Pablo Ramon also got injured yesterday. #— Los Blancos Live (@blancoslive) November 17, 2020 Raphael Varane var aftur á móti tekinn af velli í hálfleik þegar Frakkar unnu 4-2 sigur á Svíum. „Ég var að að taka Raphael af velli því hann var í smá meiðslavandræðum,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins. Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, er örugglega mjög pirraður yfir þessu enda hefur hann ekki marga kosti fyrir leikinn á móti Villarreal á laugardaginn. Sergio Ramos missir næst örugglega af leiknum og Raphael Varane er ekki líklegur til að spila. Svo er stutt í Meistaradeildarleik á móti Inter Milan. Að auki er miðvörðurinn Eder Militao með kórónuveiruna sem þýðir að eini leikfæri miðvörðurinn í hópnum er Nacho Fernandez sem er líka nýkominn til baka eftir meiðsli. Casemiro gæti fært sig niður í vörnina en hann er líka meið veiruna. Það eru líka fleiri forföll hjá Real Madrid því bæði Edin Hazard og Karim Benzema eru að glíma við meiðsli sem og Federico Valverde. Það er því ekki auðvelt verk fyrir þá Zinedine Zidane og Jürgen Klopp að stilla upp liðum sínum þegar deildirnar fara aftur af stað um næstu helgi. Real Madrid 5 center-back options:-Sergio Ramos (injured)-Raphael Varane (injured)-Eder Militão (Covid positive)-Nacho (just back from injury)-Pablo Ramon (injured)#rmalive pic.twitter.com/ODNeDSDOav— Blanco Zone (@theBlancoZone) November 17, 2020
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Sjá meira