Hamrén segir aldur íslenska liðsins ekki vandamál, heldur meiðslin og leikæfinguna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2020 11:31 Erik Hamrén stýrir íslenska landsliðinu í síðasta sinn gegn Englandi í kvöld. vísir/Hulda Margrét Erik Hamrén segir að íslenska karlalandsliðið í fótbolta sé ekki of gamalt og eigi nóg inni, að því gefnu að lykilmenn sleppi við meiðsli. Nokkuð hefur verið rætt um háan aldur íslenska liðsins. Í leiknum gegn Ungverjalandi í umspili um sæti á EM á fimmtudaginn voru t.a.m. aðeins tveir leikmenn af ellefu í byrjunarliði Íslands undir þrítugu. Hamrén lætur af störfum sem þjálfari íslenska landsliðsins eftir leikinn gegn Englandi á Wembley í kvöld. Hann ber leikmönnum íslenska liðsins afar vel söguna og segist hafa notið þess að vinna með þeim. „Leikmennirnir eru frábærir. Það hefur verið talað um að liðið sé of gamalt. Nei, ekki að mínu mati. Vandamálið er ekki aldurinn heldur of mörg meiðsli og of lítil leikæfing. Þessir leikmenn eru í kringum þrítugt og geta spilað í mörg ár í viðbót ef þeir sleppa við meiðsli,“ sagði Hamrén í samtali við Henry Birgi Gunnarsson. „Ég hef kynnst leikmönnunum sem manneskjum og þeir eru líka frábærar manneskjur. Samhugurinn og viðhorfið sem þeir sýna er magnað.“ Hamrén segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta sem landsliðsþjálfari en það væri rétt ákvörðun, bæði fyrir hann og Ísland. Hamrén talaði afar vel um starfsfólk landsliðsins og Knattspyrnusambands Íslands í viðtalinu. „Ég hef notið þess til hins ítrasta að vinna með þessu teymi. Þetta er frábært fólk. Þetta er lítið land og það er ekki jafn margir sem vinna hjá Knattspyrnusambandinu miðað við aðrar þjóðir. En þau eru frábær og vinna þrjú til fjögur störf,“ sagði Hamrén. „Að hafa tekið þátt í svona mörgum stórum leikjum eins og stórþjóð. Ég er mjög hrifinn af því hvernig Ísland, þetta litla land, hefur búið til góða leikmenn. Þið hafið komist á EM og HM.“ Hamrén tók við íslenska landsliðinu haustið 2018 af Heimi Hallgrímssyni. Hann var þjálfaði áður sænska landsliðið og kom því á tvö Evrópumót. Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Klippa: Viðtal við Erik Hamrén Þjóðadeild UEFA Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Erik Hamrén segir að íslenska karlalandsliðið í fótbolta sé ekki of gamalt og eigi nóg inni, að því gefnu að lykilmenn sleppi við meiðsli. Nokkuð hefur verið rætt um háan aldur íslenska liðsins. Í leiknum gegn Ungverjalandi í umspili um sæti á EM á fimmtudaginn voru t.a.m. aðeins tveir leikmenn af ellefu í byrjunarliði Íslands undir þrítugu. Hamrén lætur af störfum sem þjálfari íslenska landsliðsins eftir leikinn gegn Englandi á Wembley í kvöld. Hann ber leikmönnum íslenska liðsins afar vel söguna og segist hafa notið þess að vinna með þeim. „Leikmennirnir eru frábærir. Það hefur verið talað um að liðið sé of gamalt. Nei, ekki að mínu mati. Vandamálið er ekki aldurinn heldur of mörg meiðsli og of lítil leikæfing. Þessir leikmenn eru í kringum þrítugt og geta spilað í mörg ár í viðbót ef þeir sleppa við meiðsli,“ sagði Hamrén í samtali við Henry Birgi Gunnarsson. „Ég hef kynnst leikmönnunum sem manneskjum og þeir eru líka frábærar manneskjur. Samhugurinn og viðhorfið sem þeir sýna er magnað.“ Hamrén segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta sem landsliðsþjálfari en það væri rétt ákvörðun, bæði fyrir hann og Ísland. Hamrén talaði afar vel um starfsfólk landsliðsins og Knattspyrnusambands Íslands í viðtalinu. „Ég hef notið þess til hins ítrasta að vinna með þessu teymi. Þetta er frábært fólk. Þetta er lítið land og það er ekki jafn margir sem vinna hjá Knattspyrnusambandinu miðað við aðrar þjóðir. En þau eru frábær og vinna þrjú til fjögur störf,“ sagði Hamrén. „Að hafa tekið þátt í svona mörgum stórum leikjum eins og stórþjóð. Ég er mjög hrifinn af því hvernig Ísland, þetta litla land, hefur búið til góða leikmenn. Þið hafið komist á EM og HM.“ Hamrén tók við íslenska landsliðinu haustið 2018 af Heimi Hallgrímssyni. Hann var þjálfaði áður sænska landsliðið og kom því á tvö Evrópumót. Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Klippa: Viðtal við Erik Hamrén
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira