Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Sindri Sverrisson skrifar 19. nóvember 2020 14:01 Karlalið KR var þremur stigum frá Evrópusæti, með leik til góða, og komið í undanúrslit bikarkeppninnar þegar stjórn KSÍ sleit mótahaldi vegna kórónuveirufaraldursins, í samræmi við reglugerð sem kynnt var í sumar. vísir/bára KR hefur áfrýjað úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ sem á mánudag vísaði frá kæru KR-inga á hendur stjórn KSÍ. KR-ingar kröfðust þess að felld yrði úr gildi ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október, um að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppnum. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir að málið sé farið að snúast um annað og meira en það hvort að tímabilið verði klárað. Það snúist um það hvort að stjórn KSÍ geti tekið hvaða ákvörðun sem hún vilji, á milli ársþinga, án þess að mögulegt sé að taka þær til efnislegrar umfjöllunar hjá dómstólum knattspyrnusambandsins. Nú liggur boltinn hjá áfrýjunardómstóli KSÍ og Páll bindur vonir við að málið fái þar umfjöllun. Hinn möguleikinn er að málinu verði vísað frá, eins og krafa stjórnar KSÍ var þegar málið var kært til aga- og úrskurðarnefndar: „Miðað við úrskurð aga- og úrskurðanefndar getur stjórn KSÍ tekið hvaða ákvörðun sem er,“ segir Páll. Það sé hættuleg staða ef aldrei megi véfengja ákvarðanir stjórnar KSÍ. Snýst ekki lengur um að byrja Íslandsmótið aftur Páll nefnir ýktari dæmi: „Við gætum þá búið við þá staðreynd til dæmis að stjórn KSÍ tæki þá ákvörðun að meina KR, Kórdrengjum eða hvaða liði sem er þátttöku í Íslandsmóti. Miðað við þennan úrskurð og málflutning knattspyrnusambandsins þá væri ekki hægt að bera þann úrskurð undir neinn einasta dómstól, því ákvarðanir stjórnar sambandsins séu óumdeildar,“ segir Páll. Kvennalið KR var í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar þegar móti var slitið, en átti tvo leiki til góða á önnur lið og alls fjóra leiki eftir.vísir/hulda margrét Páll segir að ekki sé hægt að einfaldlega treysta á að í stjórn KSÍ sitji svo skynsamt og gott fólk að því geti ekki orðið á í messunni: „Þetta snýst ekki lengur um það hvort að við ætlum að byrja Íslandsmótið aftur eða hvort að KR hafi mögulega orðið af einhverju í Evrópukeppni. Núna snýst þetta um það hvort að við getum borið ákvarðanir stjórnar KSÍ undir dómstól sambandsins, eða hefur stjórnin rétt fyrir sér með það að ákvarðanir hennar séu hafnar yfir lög og reglur, og hún geti tekið hvaða ákvörðun sem er? Við getum ekki bara treyst því að formaður KSÍ sé og muni alltaf vera svo gegn og skynsamur maður að hann taki aldrei óréttmæta ákvörðun. Höfum í huga að Donald Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna.“ „Án vafa“ til umræðu á næsta ársþingi Fari svo að áfrýjunardómstóll KSÍ vísi málinu frá, á þeim forsendum að hann hafi ekki lögsögu yfir stjórn KSÍ, er uppi snúin staða. Staða sem þyrfti að breyta með lagasetningu á næsta ársþingi KSÍ, eða hvað? „Það kann að vera. Það er bara ársþing KSÍ sem getur breytt lögunum, og þetta mun alveg án nokkurs vafa koma til umræðu þar. En það hafa fallið úrskurðir þar sem KSÍ hefur verið stefnt og efnisleg afstaða tekin, hjá áfrýjunardómstólnum og aga- og úrskurðanefnd. Það hafa fallið dómar og sambandið tekið til varnar í málum, en núna hentar það þeim ekki,“ segir Páll, og bætir við: „Við viljum bara fá efnislega umfjöllun um málið, sem segir af hverju við höfum rétt fyrir okkur eða af hverju við höfum rangt fyrir okkur.“ KSÍ KR Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir „Veit ekki hver tilgangur þessa dómstóls er ef að stjórnin er hafin yfir leikreglur“ KR-ingar hafa ekki gefist upp í baráttu sinni fyrir því að keppni á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni í fótbolta verði kláruð. 16. nóvember 2020 12:49 Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
KR hefur áfrýjað úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ sem á mánudag vísaði frá kæru KR-inga á hendur stjórn KSÍ. KR-ingar kröfðust þess að felld yrði úr gildi ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október, um að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppnum. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir að málið sé farið að snúast um annað og meira en það hvort að tímabilið verði klárað. Það snúist um það hvort að stjórn KSÍ geti tekið hvaða ákvörðun sem hún vilji, á milli ársþinga, án þess að mögulegt sé að taka þær til efnislegrar umfjöllunar hjá dómstólum knattspyrnusambandsins. Nú liggur boltinn hjá áfrýjunardómstóli KSÍ og Páll bindur vonir við að málið fái þar umfjöllun. Hinn möguleikinn er að málinu verði vísað frá, eins og krafa stjórnar KSÍ var þegar málið var kært til aga- og úrskurðarnefndar: „Miðað við úrskurð aga- og úrskurðanefndar getur stjórn KSÍ tekið hvaða ákvörðun sem er,“ segir Páll. Það sé hættuleg staða ef aldrei megi véfengja ákvarðanir stjórnar KSÍ. Snýst ekki lengur um að byrja Íslandsmótið aftur Páll nefnir ýktari dæmi: „Við gætum þá búið við þá staðreynd til dæmis að stjórn KSÍ tæki þá ákvörðun að meina KR, Kórdrengjum eða hvaða liði sem er þátttöku í Íslandsmóti. Miðað við þennan úrskurð og málflutning knattspyrnusambandsins þá væri ekki hægt að bera þann úrskurð undir neinn einasta dómstól, því ákvarðanir stjórnar sambandsins séu óumdeildar,“ segir Páll. Kvennalið KR var í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar þegar móti var slitið, en átti tvo leiki til góða á önnur lið og alls fjóra leiki eftir.vísir/hulda margrét Páll segir að ekki sé hægt að einfaldlega treysta á að í stjórn KSÍ sitji svo skynsamt og gott fólk að því geti ekki orðið á í messunni: „Þetta snýst ekki lengur um það hvort að við ætlum að byrja Íslandsmótið aftur eða hvort að KR hafi mögulega orðið af einhverju í Evrópukeppni. Núna snýst þetta um það hvort að við getum borið ákvarðanir stjórnar KSÍ undir dómstól sambandsins, eða hefur stjórnin rétt fyrir sér með það að ákvarðanir hennar séu hafnar yfir lög og reglur, og hún geti tekið hvaða ákvörðun sem er? Við getum ekki bara treyst því að formaður KSÍ sé og muni alltaf vera svo gegn og skynsamur maður að hann taki aldrei óréttmæta ákvörðun. Höfum í huga að Donald Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna.“ „Án vafa“ til umræðu á næsta ársþingi Fari svo að áfrýjunardómstóll KSÍ vísi málinu frá, á þeim forsendum að hann hafi ekki lögsögu yfir stjórn KSÍ, er uppi snúin staða. Staða sem þyrfti að breyta með lagasetningu á næsta ársþingi KSÍ, eða hvað? „Það kann að vera. Það er bara ársþing KSÍ sem getur breytt lögunum, og þetta mun alveg án nokkurs vafa koma til umræðu þar. En það hafa fallið úrskurðir þar sem KSÍ hefur verið stefnt og efnisleg afstaða tekin, hjá áfrýjunardómstólnum og aga- og úrskurðanefnd. Það hafa fallið dómar og sambandið tekið til varnar í málum, en núna hentar það þeim ekki,“ segir Páll, og bætir við: „Við viljum bara fá efnislega umfjöllun um málið, sem segir af hverju við höfum rétt fyrir okkur eða af hverju við höfum rangt fyrir okkur.“
KSÍ KR Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir „Veit ekki hver tilgangur þessa dómstóls er ef að stjórnin er hafin yfir leikreglur“ KR-ingar hafa ekki gefist upp í baráttu sinni fyrir því að keppni á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni í fótbolta verði kláruð. 16. nóvember 2020 12:49 Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
„Veit ekki hver tilgangur þessa dómstóls er ef að stjórnin er hafin yfir leikreglur“ KR-ingar hafa ekki gefist upp í baráttu sinni fyrir því að keppni á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni í fótbolta verði kláruð. 16. nóvember 2020 12:49
Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn