Feðgarnir í Svartárkoti halda báðir tryggð við fyrsta bílinn Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2020 12:40 Bóndinn og vélvirkinn í Svartárkoti, Hlini Jón Gíslason, við fyrsta bílinn sem hann eignaðist, Saab 96, árgerð 1974. Arnar Halldórsson Áhugi manna á gömlum bílum lýsir sér með ýmsum hætti. Hjá feðgum á bænum Svartárkoti í Bárðardal í Þingeyjarsveit birtist hann í því að hafa aldrei sleppt takinu á fyrsta bílnum sem þeir eignuðust. Þetta mátti sjá í þættinum Um land allt á Stöð 2. Fyrsti bíllinn sem Hlini Jón Gíslason eignaðist var Saab 96, árgerð 1974. Hann er enn gangfær og heldur gamla bílnúmerinu A 947. Saabinn í Svartárkoti. Hann heldur gamla Eyjafjarðarbílnúmerinu en Hlini er úr Svarfaðardal.Arnar Halldórsson „Mér þykir mjög vænt um þennan bíl. Þennan bíl keypti ég þegar ég var sextán ára gamall – fyrsti bíllinn minn,“ segir bóndinn í Svartárkoti. „Ég mundi ekki segja að þetta væri uppgerður bíll. Þetta er bara bíll sem hefur verið haldið við,“ segir Hlini, sem auk þess að vera bóndi er vélvirki að mennt. Hér má sjá hann aka bílnum: Sonurinn Tryggvi Snær Hlinason, atvinnumaður í körfuknattleik á Spáni, virðist hafa tekið í arf þessa tryggð við fyrsta bílinn sinn, sem hann ekur enn. „Þetta er Legacy 2004 – kosinn besti bíll á Norðurlandi, hef ég heyrt,“ segir Tryggvi. „Ég fékk hann bara þegar ég fékk bílprófið og hef átt hann síðan. Þessi gullfallegi bíll.“ Tryggvi Snær og kærastan, Sunneva Dögg, aka glöð af stað á Subaru Legacy árgerð 2004.Arnar Halldórsson Tryggvi er með hæstu mönnum, 216 sentímetrar á hæð, og segist rúmast betur í þessum bíl en flestum öðrum. „Það er lúmskt hvað fólksbílarnir eru oftast þægilegri en þeir stærri. Þeir eru oftast svona óþægilegri að sitja í,“ segir körfuboltastjarnan, sem sést hér fyrir neðan á bílnum á myndskeiði úr þættinum: Um land allt Bílar Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Ætlaði að verða bóndi í Svartárkoti en er óvænt atvinnumaður í körfubolta Ævintýrið um strákinn úr Svartárkoti, sem núna spilar sem atvinnumaður í körfubolta á Spáni, í sterkustu deild Evrópu, er meðal þess sem áhorfendur fá að heyra um í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar kynnumst við lífi stórfjölskyldu í Bárðardal. 15. nóvember 2020 08:14 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Fleiri fréttir Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Sjá meira
Áhugi manna á gömlum bílum lýsir sér með ýmsum hætti. Hjá feðgum á bænum Svartárkoti í Bárðardal í Þingeyjarsveit birtist hann í því að hafa aldrei sleppt takinu á fyrsta bílnum sem þeir eignuðust. Þetta mátti sjá í þættinum Um land allt á Stöð 2. Fyrsti bíllinn sem Hlini Jón Gíslason eignaðist var Saab 96, árgerð 1974. Hann er enn gangfær og heldur gamla bílnúmerinu A 947. Saabinn í Svartárkoti. Hann heldur gamla Eyjafjarðarbílnúmerinu en Hlini er úr Svarfaðardal.Arnar Halldórsson „Mér þykir mjög vænt um þennan bíl. Þennan bíl keypti ég þegar ég var sextán ára gamall – fyrsti bíllinn minn,“ segir bóndinn í Svartárkoti. „Ég mundi ekki segja að þetta væri uppgerður bíll. Þetta er bara bíll sem hefur verið haldið við,“ segir Hlini, sem auk þess að vera bóndi er vélvirki að mennt. Hér má sjá hann aka bílnum: Sonurinn Tryggvi Snær Hlinason, atvinnumaður í körfuknattleik á Spáni, virðist hafa tekið í arf þessa tryggð við fyrsta bílinn sinn, sem hann ekur enn. „Þetta er Legacy 2004 – kosinn besti bíll á Norðurlandi, hef ég heyrt,“ segir Tryggvi. „Ég fékk hann bara þegar ég fékk bílprófið og hef átt hann síðan. Þessi gullfallegi bíll.“ Tryggvi Snær og kærastan, Sunneva Dögg, aka glöð af stað á Subaru Legacy árgerð 2004.Arnar Halldórsson Tryggvi er með hæstu mönnum, 216 sentímetrar á hæð, og segist rúmast betur í þessum bíl en flestum öðrum. „Það er lúmskt hvað fólksbílarnir eru oftast þægilegri en þeir stærri. Þeir eru oftast svona óþægilegri að sitja í,“ segir körfuboltastjarnan, sem sést hér fyrir neðan á bílnum á myndskeiði úr þættinum:
Um land allt Bílar Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Ætlaði að verða bóndi í Svartárkoti en er óvænt atvinnumaður í körfubolta Ævintýrið um strákinn úr Svartárkoti, sem núna spilar sem atvinnumaður í körfubolta á Spáni, í sterkustu deild Evrópu, er meðal þess sem áhorfendur fá að heyra um í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar kynnumst við lífi stórfjölskyldu í Bárðardal. 15. nóvember 2020 08:14 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Fleiri fréttir Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Sjá meira
Ætlaði að verða bóndi í Svartárkoti en er óvænt atvinnumaður í körfubolta Ævintýrið um strákinn úr Svartárkoti, sem núna spilar sem atvinnumaður í körfubolta á Spáni, í sterkustu deild Evrópu, er meðal þess sem áhorfendur fá að heyra um í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar kynnumst við lífi stórfjölskyldu í Bárðardal. 15. nóvember 2020 08:14